Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 40
KYNNING
Kírópraktorstöð
Reykjavíkur opnuð
Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor opnar í
dag nýja kírópraktorstöð
í Faxafeni. Guðmundur
er löngu orðinn þekktur í
þessum bransa og er einn
af leiðandi kíró praktorum
á Íslandi í dag. Eftir að
hafa starfað á Kíróprakt
orstöð Íslands síðustu
fjögur ár ákvað hann að
opna sína eigin stöð.
„Mig hefur alltaf
dreymt um að eiga
og reka mína eigin
kírópraktorstöð. Mér
fannst núna vera rétti
tíminn til þess. Ég er
búinn að vera lengi í
bransanum og vegnað
vel. Núna vil ég taka
þetta skrefinu lengra
og bjóða enn meiri og
betri þjónustu í kringum
greiningu og meðhöndlun
hjá kírópraktor. Við verðum
meðal annars í frábæru
samstarfi við Reebok Fit
ness sem er að opna í sama
húsnæði.“
Þetta er þó ekki fyrsta
stofa Guðmundar því hann
var með stofu í Stokkhólmi
sem hann opnaði eftir að
hann útskrifaðist í Svíþjóð
árið 2010 en þar er hann
reglulega með námskeið og
kennir bæði nemum og öðr
um kíró praktorum sitt fag.
Guðmundur er eini kíró
praktorinn á Kírópraktorstöð
Reykjavíkur eins og er en
hann segir að breyting verði
á því í framtíðinni þar sem
stefnt sé á að tveir aðrir
kírópraktorar komi inn ásamt
nuddara og geislafræðingi.
Algengur misskilningur er
að fólk þurfi að vera alvar
lega slasað til að þurfa að
leita til kírópraktors, allir hafa
gott af því að heimsækja einn
slíkan öðru hverju. Guðmund
ur segir að hann finni fyrir
almennri vakningu hjá fólki
gagnvart kírópraktík: „Margir
eru að átta sig á hvað við
getum gert og það er ekki
endilega skilyrði að vera
með slæma verki til að fara
til kírópraktors. Margir eru
farnir að leita til okkar til þess
að fyrirbyggja slæma verki.
Kírópraktor er sérfræðingur
í greiningu og meðhöndlun
stoðkerfisvandmála, það er
okkar verk að finna og með
höndla orsökina fyrir því að
verkurinn sé að myndast.“
Margt af þekktasta
íþróttafólki landsins leitar til
Guðmundar og þakkar hon
um á samfélagsmiðlum en
Guðmundur starfaði í meira
en áratug sem einkaþjálfari
og sameinar því mikið æf
ingar og teygjur í meðferðum
sínum, en hann er einnig í
góðu samstarfi við fagfólk í
heilbrigðiskerfinu.
Formleg opnun Kíróprakt
orstöðvar Reykjavíkur er í
dag, 1. september, en hægt
er að bóka tíma í gegnum
heimasíðu stofunnar kirorvk.
is eða í síma 5719110.
Formleg opnun
Kírópraktor
stöðvar Reykja
víkur er í dag, 1.
september.