Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 43
Kvef er veirusjúkdómur sem heldur sig aðallega í nefslímhúð. Til eru yfir 100 mismunandi veirur sem valda kvefi. Aðaleinkennið er nefrennsli. Sjúkdómurinn er afar algengur á veturna. Hann kemur verst niður á börnum og eldra fólki. Hvenær er smithætta af kvefuðu fólki? Smithætta er frá því daginn áður en einkenni koma fram og í 1–3 daga í viðbót. Smitið berst með loftúða frá hósta og hnerra. Einnig getur smit borist með höndum þannig að veiran berst á þær og þaðan í augu eða nef. Hvað er til ráða? Losið um stíflað nef með nefúða, sem minnkar bólgu í nefslímhúð. Sofið með hátt undir höfði. Bætið e.t.v. kodda við, það minnkar einnig bólguna í nefinu. Gott er að hækka höfuðlag ungra barna. Heitir drykkir draga úr særindum í hálsi. Forðist reykingar því þær erta slímhúð í öndunarfærum. Hvers ber að gæta sérstaklega hvað varðar kvef? Kvef er alla jafna góðkynja kvilli sem stendur yfir 1–2 vikur. Af og til veldur það sýkingu í augum, ennisholum, innra eyra, hálsi eða öndunarfærum. Ef grunur er um sýkingu er ráðlegt að leita læknis því ástæða getur verið til að með- höndla hana sérstaklega. Getur kvefað fólk stundað vinnu? Yfirleitt er kvefað fólk vinnufært þótt það sé slappara en annars. Þó er viðbúið að það þreytist meira en venjulega og að það geti ekki unnið á fullum dampi. Á að meðhöndla kvef með penisillíni eða öðrum fúkkalyfjum? Nei, kvef er veirusýking og fúkkalyf koma ekki að neinu gagni. Aðeins ef aukakvillar koma fram er gripið til slíkra lyfja. Dæmi um slíka auka- kvilla: augnsýking, ígerð í ennishol- um, bólgur í innra eyra, hálsbólga og lungnabólga. Ástæðan getur verið bakteríusýking. Frekari fróðleik um kvef og aðra kvilla má finna á www.doktor.is. Er hægt að forðast kvefsmit? Kvef smitast frá því daginn áður en einkenni koma fram og því er erfitt að forðast það. Algengt er að kvef- ast 2–4 sinnum á ári. Hægt er að reyna að minnka smitHættu með því að: n Forðast kvefaða eins og hægt er. Algengustu kvefveirur smitast á 1–2 metra færi, þ.e.a.s. úðasmit berst a.m.k. 2–3 metra. Sá kvefaði þarf að vera iðinn við að þvo sér um hendur eftir að hafa snýtt sér. n Þvo hendur eftir að hafa snert kvefaðan. Hafa góða loftræstingu. Hvað er kvef og hvað er til ráða? Um afneitunina Manneskjan getur gleymt flestu eða afneitað bara með því að snúa sér undan, og það er nær alltaf auðveldara að snúa sér undan heldur en að horfa, því sá sem horfir verður að gangast við því sem hann sér, og síðan vinna gegn því. Jón Kalman Stefánsson – Harmur englanna Þið skiljið að þeir sem halda fram með brenndar brýr að baki, hljóta að forðast endurmat og byrgja sérhvern glugga og hverja gátt sem íhygl- innar sjón fær gegnum séð. William Shakespeare – Hinrik fjórði – þýðing: Helgi Hálfdanarson Ef þér takið lífslygina frá miðlungsmanni sviptið þér hann hamingjunni um leið. Henrik Ibsen – Villiöndin – þýðing: Einar Bragi Að ljúga að öðrum er ljótur vani. Að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani. Gamalt heilræði VEl mælt Katrín Brynja Hermannsdóttir, flugfreyja og fyrrverandi Lottódíva. Fædd 5. september 1971. Úlfur Eldjárn, tónskáld og hljóðfæraleikari. Fæddur 3. september 1976. Elín Hirst, fjölmiðlakona og fyrrverandi alþingis- kona. Fædd 4. september 1960. Afmælisbörn vikunnar Jón kalman 46 ára 57 ára 41 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.