Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 58
34 lífsstíll Helgarblað 1. september 2017
á djamminu og hún hafði enga
stjórn á áfengisneyslu sinni. „Ég
hugsaði oft með mér að það væri
best að hætta að drekka en ég taldi
mér alltaf trú um að ég myndi hafa
stjórn á því næst. Ég áttaði mig á
því að þetta var vandamál en
viðurkenndi það aldrei. Það var
bara of gott að djamma.“ Djammið
tók ekki enda fyrr en Signa Hrönn
áttaði sig á því að hún var orðin
ólétt en þá hafði hún enga löngun
í áfengi.
Þegar hún var gengin tíu vikur
veikist Signa Hrönn alvarlega og
þurfti stanslaust að vera undir
læknishendi og þegar hún var
gengin 27 vikur var ákveðið að
opna hana þar sem hún átti ekki
mikið eftir og í raun vissi enginn
hvað olli þessum miklu kvölum
því ekkert sást á neinum mynd-
um. Ákvörðun var tekin um að
setja líf móður í forgang og var
hjónunum sagt að líf hennar væri
í forgangi en þeir gerðu hvað
þeir gætu til að bjarga barninu.
„Þeir voru hræddir um að barnið
myndi fæðast og þá væru ekki
neinar lífslíkur fyrir það þar sem
við vorum á Akureyri og ekki var
hægt að fljúga með okkur suður
vegna veðurs. Tækin og tólin til
að halda lífi í svona fyrirburum
eru bara til staðar í Reykjavík. Það
var ekki möguleiki fyrir þá að lifa
af hérna á Akureyri en dóttir okk-
ar er svo þrjósk að hún beið bara
þæg og góð í móðurkviði meðan
læknarnir athöfnuðu sig og færðu
barnið á milli staða inni í mér.“
Barði ókunnuga konu
Í ljós kom að Signa Hrönn var
komin með hrikalega garnaflækju
þar sem smágirnið og allar garn-
irnar voru búnar að troða sér í
gegnum lítið gat sem var eftir
hjáveituna. Ekki var búist við því
að Signa Hrönn gæti gengið heila
meðgöngu eftir slíka aðgerð, hvað
þá átt barnið á eðlilegan hátt þar
sem hún var með skurð frá brjóst-
um niður að nafla og öll saumuð
að innan. Þrjóskan í þeim mæð-
gum skilaði sér þó í fullri með-
göngu og náttúrulegri fæðingu
og eru þær ævinlega þakklátar
læknateyminu á Sjúkrahúsinu á
Akureyri. Nokkru eftir fæðingu fór
Signa Hrönn aftur að fá sér í glas
og í þetta skiptið var hún hand-
viss um að hún myndi hafa stjórn
á drykkjunni. Fljótlega komst hún
að því að hún hafði rangt fyrir sér
og fór aftur að þjást af minnisleysi.
Þann 11. febrúar 2012 hélt
maðurinn hennar upp á afmælið
sitt. Hún hafði sett sér það mark-
mið að ef hún hefði ekki stjórn á
drykkju sinni myndi hún hætta.
Þetta kvöld hafði hún enga stjórn
á drykkjunni og gerði hluti sem
hún skammast sín enn fyrir. „Ég
barði konu sem var búin að angra
mig allt kvöldið. Mér fannst hún
ekki eiga neitt skilið nema gott
högg. Ég man ekkert eftir þessu og
hef ekki hugmynd um hver þessi
kona er.“ Morguninn eftir hætti
Signa Hrönn að drekka og fannst
það töluvert minna mál en hún
hafði gert ráð fyrir. Hún fór enn út
að skemmta sér en hún var edrú.
Signa Hrönn var edrú í þrjú ár og
kynntist á þeim tíma nýrri og betri
fíkn. Hún segir sjálf að hún funkeri
illa ef hún hafi ekki einhverja
„fíkn“ og hélt áfengisfíkninni niðri
með því sem hún kallar góð fíkn,
en það er að æfa á fullu og borða
hollan mat.
Féll jólin 2015
Árið 2014 eignaðist hún sitt annað
barn og fékk í kjölfarið fæðingar-
þunglyndi sem hún leyndi svo
vel að ekki einu sinni maður-
inn hennar sá nokkuð athuga-
vert. Þegar Signa Hrönn fór svo að
standa sjálfa sig að því að hugsa
um það hvernig hún gæti horfið
úr lífinu án þess að það hefði áhrif
á börnin og mann hennar, sagði
hún stopp og leitaði sér hjálpar.
Hún var orðin hrædd við sjálfa sig
og þessar hugsanir. Hjónin misstu
íbúðina sína eftir langa baráttu í
maí 2015 og þróaðist fæðingar-
þunglyndið þá fljótt yfir í almennt
þunglyndi og mikinn kvíða sem
Signa er enn þann dag í dag að
vinna úr. „Besta geðlyf sem ég hef
notað er hreyfing, ég æfi crossfit og
geri það af krafti.“
Á jólunum 2015 voru þau hjón á
litlu jólunum í vinnu manns henn-
ar þegar Signa Hrönn ákvað að
detta í það í fyrsta sinn síðan hún
hætti að drekka. Hún hafði verið
að fá sér einn og einn bjór eða
rauðvín heima við og réð vel við
það og taldi hún þá að nú gæti hún
ráðið við að „detta í það“. Signa
Hrönn missti stjórn á drykkjunni
og fór í algjört minnisleysi. Hún
hélt áfram að skreppa á djammið
með vinunum ef eitthvað var um
að vera, en eftir hvert skipti lá hún
í rúminu daginn eftir þjáð af móral
yfir því að hafa drukkið. „Við lifum
í hröðu samfélagi þar sem alltof
lítill tími gefst með börnum okkar
og ég ætla ekki að eyða þeim litla
tíma í að vera þunn og ógeðsleg
mamma. Ég vil samt taka það
fram að dætur mínar hafa aldrei
séð mig í glasi og munu alls ekk-
ert fá að sjá það. Börn eiga ekki að
þurfa að horfa upp á foreldra sína
undir áhrifum áfengis eða annarra
vímugjafa.“
Ólíkt offitu er hægt að fela alkó-
hólisma. Signa Hrönn segir að
fyrsta skrefið sé að viðurkenna
vandann fyrir sjálfum sér og öðr-
um og biðja um hjálp. „Ég hef
ótal sinnum sagt sjálfri mér að ég
sé enginn alki því ég sé ekki að
drekka á hverjum degi. En alki og
alki er ekki það sama, það gátu
liðið margar vikur jafnvel mánuð-
ir á milli þess sem ég fékk mér í
glas en um leið og ég byrjaði varð
ég hömlulaus og gat ekki hætt. Það
er ekkert mál að fela alkóhólisma
hann sést ekkert endilega utan á
fólki, en offituna gat ég ekki falið
með nokkur móti,“ segir Signa
Hrönn. Þegar Signa Hrönn tók þá
ákvörðun að viðurkenna vandann
og opinbera hann gerði hún sér
ekki grein fyrir því að hún gæti ver-
ið að opna augu fólks sem stæði í
sömu sporum og hún, en hún
ákvað að tala um þetta á Snapchat,
hollari-eg, á dögunum og fékk hún
í kjölfarið mjög góð viðbrögð.
Signa Hrönn er ákaflega glöð
að hafa tekið þá ákvörðun að
opin bera vanda sinn og ætlar sér
að vera edrú en segir jafnframt
að henni finnist í raun gríðarlega
erfitt að taka þá stóru ákvörðun
að hætta að drekka „forever“ og
hefur því tileinkað sér að taka
bara einn dag í einu. „Það er mun
auðveldara að taka einn dag í
einu heldur en að ákveða allt líf-
ið svona á einu bretti eins og sagt
er.“ Hún hefur lært að til að standa
sig þurfi hún að hafa allt í rútínu
og skrifað niður á blað. Á næsta
mánudag verður hún þrítug og er
þakklát fyrir að fá að eldast á heil-
brigðan hátt með þeim sem hún
elskar. n
„Börn eiga ekki að
þurfa að horfa
upp á foreldra sína undir
áhrifum áfengis eða
annarra vímugjafa.
Berst gegn þunglyndi og kvíða „Besta geðlyf sem ég hef notað er hreyfing.“
Signa Hrönn og eiginmaður hennar Hún var sextán ára þegar þau fóru að búa saman.
Fermingarmyndin
„Auðvitað var niðrandi að
þurfa að láta sérsauma á
sig fermingarföt."