Morgunblaðið - 20.04.2017, Síða 32

Morgunblaðið - 20.04.2017, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Ég man Sigurð A. fyrst í foreldra- húsum þegar hann og Svanhildur, þáverandi kona hans, voru þar stundum í boð- um. Það kom fyrir að maður vaknaði við gríska tóna – Teodo- rakis og hans fjörugu sorgarlög – angan af reykingum og kamp- aríi, og röddin hans SAM drundi gegnum skvaldrið … olræt … Á þeim árum var hann hættur á Mogganum og hafði tekið stökk- ið yfir ginnungagapið sem skildi að hægri- og vinstrimennsku, var enn svífandi í loftinu yfir því – á leiðinni. Hann ritstýrði Sam- vinnunni, og gerði úr henni flott og nútímalegt tímarit, þar sem helstu álitamál samtímans voru krufin og rædd fram og aftur, stundum í hringborðsumræðum Sigurður A. Magnússon ✝ SigurðurAðalheið- arson Magnússon fæddist 31. mars 1928. Hann and- aðist 2. apríl 2017. Sigurður var jarðsunginn 19. apríl 2017. undir stjórn rit- stjórans, þar sem ólík sjónarmið voru viðruð í einu, sem er enn nánast óþekkt hér á landi. Olræt. Svo kom þessi makalausa bók, Undir kal- stjörnu, skáldsaga í anda Fjallkirkjunn- ar, um æsku og erf- iðan uppvöxt, Pól- ana, fátæktina í Reykjavík og myrkar minningar sem hann rýndi inn í af einurð og þori, og eftir fylgdu margar skáldsögur sem maður gleypti í sig. Ég kynntist honum gegnum störfin á Mál og menningu; mað- ur fór stundum til hans á Bar- ónsstíg með disk og setti í tölv- una hans, eða sótti disk í tölvuna. Hann var lítill tölvu- maður en þeim mun meiri veisluljómi; alltaf í öllum boðum og veislum, með klútinn um hálsinn, brosið í augunum og andlitinu öllu og sígarettuna í munnstykkinu alveg að fara að hætta þessum fjára, beinn í baki og léttur á sér, og drakk bara vodka í kók með matnum því að léttvín fór svo illa í hann; áhuga- samur, skoðanaríkur, ástríðufull- ur, svo ákefðin slík að kannski bara þriðja hver setning náði að brjótast fram í honum, svo mikið gekk á í hausnum fullum af hug- myndum og orðum. Olræt. Ekki er þar með sagt að líf SAM hafi bara verið eitt allsherjar partí þó að minningar manns tengist óhjákvæmilega slíku: hann var vinnuþjarkur og helgaði líf sitt bókmenntum í víðasta skilningi. Hann var skáld, orti ljóð og skrifaði þessa merkilegu skáldsögu sem í ferl- inu breyttist smám saman í hefðbundna ævisögu. Hann var afkastamikill og ágætur greinahöfundur – og af- burða þýðandi: Ég átti því láni að fagna að fá að sitja með Hall- dóri Guðmundssyni og bera saman við frumtexta þýðingu SAM á Ulysses, sem voru ein- hverjar dýrlegustu stundir sem maður minnist frá þeim góðu ár- um á MM. Þá sá maður þá orð- kynngi og hugkvæmni sem þessi maður bjó yfir. Sigurður A. Magnússon gegndi mikilvægu hlutverki í ís- lenskri menningu á síðustu öld, hann opnaði og tengdi, hreifst og hreif, reif og reifst. Hann var baráttuglaður. Hann stóð alltaf og undantekningarlaus með réttlætinu, með fólki, með tján- ingarfrelsi og hafði næstum lík- amlegt óþol gagnvart kúgun, valdbeitingu, hernaðarhyggju og rangsleitni. Hann var geðríkur maður og miðlaði af örlæti af því ríkidæmi. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Andri Thorsson. Í dag kveðjum við einn af frumkvöðlum Amnesty Interna- tional á Íslandi. Í ávarpi í tilefni af tuttugu ára afmæli Íslandsdeildarinnar sagði Sigurður, sem þá var formaður: „Hvert mannsbarn, sem forðað er frá pyndingum, limlestingum eða dauða fyrir atbeina Amnesty, er gjöf til lífs- ins og skref til þeirrar viðleitni að gera jörðina byggilegri. Mannhelgi og mannréttindi eru forsendur þess, að jarðarbúar fái lifað siðmenntuðu lífi. Þess vegna má baráttunni fyrir grundvallarrétti hverrar lifandi mann- eskju aldrei linna. Hún varðar framtíð- arheill okkar sjálfra ekki síður en þeirra sem þola verða ranglætið, við [berum] hvert fyrir sig og öll í sam- einingu ábyrgð á framgangi mann- helgi og mannréttinda um víða veröld, einfaldlega vegna þess að hugsjón og hugarfar miskunnsama Samverjans er sjálf undirstaða mannsæmandi lífs á jörðinni.“ Sigurður A. Magnússon tók virkan þátt í starfi Amnesty Int- ernational um áratuga skeið. Hann sat lengi í stjórn Íslands- deildarinnar og var formaður hennar 1988-1990 og 1993-1995. Rík réttlætiskennd gerði að verkum að alla tíð bar hann hag þeirra fyrir brjósti sem fá ekki notið grundvallarmannréttinda. Amnesty International vottar aðstandendum samúð. Með virðingu og þökk. Fyrir hönd stjórnar og starfs- fólks Torfi Jónsson. Heiðursfélagi rithöfunda, mikilvægur leiðtogi ritverkalýðs- ins og velgjörðarmaður bók- menntanna er allur. Á kveðjustund er félögum SAM í rithöfundastétt ævarandi þakklæti efst í huga. Sigurður A. Magnússon var stofnun með margar deildir. Þar voru deildir sagna, ljóða og vegvísa. Þar var mikilfengleg afreksdeild þýðinga og skrifstofa blaðamennsku og eldheitra bar- áttumála. Þar var síkvik og ið- andi sella róttæklinga, deild djúpra fræða, málvísinda og mannvísinda. Færri vissu þó að Sigurður átti stærstan þátt í flestum þeim grunnsamningum sem rithöfundar styðjast við í dag. Þar var hann réttsýnn eld- hugi með stóra framtíðarsýn, leiðtogi í baráttu fyrir hagsmun- um rithöfunda og ritlistarinnar í heild. Hann var líka maður sátta og samvinnu og leiddi sameiningu rithöfunda í eitt stórt og öflugt stéttarfélag, hafði til að bera sterka stéttarvitund og gerði sér grein fyrir gildi samstöðu í kjarabaráttu og máttleysi sund- urlyndisins. Hann var fyrsti formaður Rit- höfundasambands Íslands og sameinaðra höfunda frá 1974- 1978. Undir forystu hans var gengið frá samningum við Rík- isútvarpið. Fyrsti samningur við útgef- endur var undirritaður í for- mannstíð Sigurðar og skömmu síðar var í fyrsta sinn undirrit- aður samningur á milli leikhús- anna í Reykjavík og leikritahöf- unda. Þá var á stjórnartíma Sigurð- ar A. gerður fyrsti samningur rithöfunda við Námsgagnastofn- un og Launasjóður rithöfunda var svo lögfestur í árslok 1975. Sár fátækt og hörð bernska mótaði skapheitan og hjartahlýj- an mann með sterka réttlætis- kennd. Reiðubúinn að leggja réttlætinu lið, hvort sem var í fjölmiðlum eða á strætum úti. Barátta Sigurðar A. Magnússon- ar og samferðamanna hans fyrir réttindum höfunda og umgjörð ritlistar og bókmennta skilaði sér í sterku og fjölbreyttu menn- ingarsamfélagi sem við njótum í dag. Stöðugt og sífellt sjást merki þessarar baráttu svo víða í listsköpun nútímans. Slíkt menningarumhverfi er ekki sjálfgefið. Það fóstrar mennskuna, fangar þroskann og eykur og eflir virðingu og skiln- ing fyrir því sem er og var. Að standa vörð um þennan góða grunn bókmennta og lista er hlutverk okkar sem áfram göngum. Félagar þakka Sigurði braut- ryðjandastarfið og þjóðin stend- ur einnig í þakkarskuld. Rithöf- undasamband Íslands þakkar heiðursfélaga og fyrrverandi formanni samfylgdina, leiðsögu- manni fyrir handleiðsluna og biður um góða ferð inn í ljósið. Sú birta hlýtur að hafa yfir sér grískt yfirbragð – vera eins og ljósið yfir Grikklandi sem skáld- ið lýsti svo fagurlega í þroska- sögunni Með hálfum huga: „Þetta nakta og hrjóstruga land er birtu baðað – birtu sem er frábrugðin annarri birtu. Hún er nálega efn- iskennd og áþreifanleg, síbreytileg, glampandi á klettum og marborði, geislandi á runnum og byggingum, glitrandi í dölum og lækjum. Hún leik- ur um mann eins og ljúfur andvari, og stundum er því líkast sem hægt væri að drekka hana. Hún umvefur alla hluti og gerir mynd þeirra tærari, hreinni, fyllir himinhvolfið, hrópar fagnandi.“ (SAM) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við fjölskyldu og ástvinum öllum. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfunda- sambands Íslands, Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri og stjórn RSÍ. Sigurður A. Magnússon, rit- höfundur, skáld og þýðandi, rit- stjóri, blaðamaður og gagnrýn- andi, lést 2. apríl 2017. Sigurður setti sitt mark á íslenskan bók- menntaheim með frumsömdum verkum en ekki síður þýðing- unum sem hann færði íslenskum lesendum og var stofnfélagi og heiðursfélagi Bandalags þýð- enda og túlka frá 2005. Sigurður var fæddur árið 1928 og átti um margt erfiða æsku og uppvöxt sem hann sagði síðar frá í endurminninga- bókum sínum. Eftir að hafa lok- ið stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1948 las hann guðfræði, grísku, trúarbragða- sögu og bókmenntir, fyrst við Háskóla Íslands en síðar í há- skólum í Kaupmannahöfn, Aþenu, Stokkhólmi og New York. +Að námi loknu fékkst hann við kennslu en sneri sér fljótlega að blaðamennsku og varð fyrst ritstjóri Lesbókar Morgunblaðs- ins og síðar Samvinnunnar. Eftir hann liggja fjölmargar greinar um menningu og þjóðfélagsmál. Sigurður A. Magnússon var mikill eldhugi með sterka rétt- lætiskennd og var mjög virkur í félagsmálum. Hann var óþreytandi í baráttu sinni fyrir réttindum og bættum kjörum rithöfunda og þýðenda og fékk miklu áorkað í þeim efn- um, sem verður seint fullþakkað. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var Grískir reisu- dagar árið 1953, en Grikklands- ástin fylgdi honum alla tíð og hann var stofnfélagi í Grikk- landsvinafélaginu Hellas, fyrsti formaður þess og heiðursfélagi. Grikkland kom einnig við sögu í fleiri ritum hans, bæði frum- sömdum og þýddum, en Sigurð- ur sendi frá sér ljóðabækur, skáldsögur, ferðasögur, leikrit, ævisögur, greinasöfn og fræðslurit. Fyrsta bókin í endurminn- ingaröð hans, Undir kalstjörnu, er mörgum minnisstæð og vakti talsverða athygli og umtal, hlaut Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sigurður hlaut ýmsar aðrar viðurkenning- ar fyrir ritstörf, m.a. evrópsku Jean Monnet bókmenntaverð- launin og gullkross grísku Fön- ixorðunnar, skki síst vegna þýð- inga sinna. Auk annarra ritstarfa var Sig- urður A. Magnússon afkasta- mikill þýðandi og hans verður ef til vill ekki síst minnst fyrir vandaðar þýðingar á erlendum bókmenntum á íslensku, meðal annars á verkum H. C. And- ersen, Walt Whitman, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, John Fowles, Kazuo Ishiguro, Nagib Mahfúz og Ernest Hemingway, en afbragðsgóð þýðing hans á Snjórinn á Kilimanjaró Hem- ingways var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Eftir- minnilegust af þýðingum Sigurð- ar er þó ef til vill stórvirkið Ódysseifur, mögnuð þýðing á hinni torþýddu bók Ulysses eftir James Joyce. Sigurður þýddi einnig fjöl- mörg ljóð, einkum úr ensku, dönsku, þýsku og grísku, sem hefðu varla ratað til íslenskra lesenda nema fyrir tilstilli hans, enda mörg komin langt að. Úr- val þeirra kom út í bókinni Með öðrum orðum (1995), en margar aðrar ljóðaþýðingar Sigurðar hafa birst á öðrum vettvangi. Merkur og fjölhæfur bók- menntamaður er fallinn í valinn. Bandalag þýðenda og túlka þakkar Sigurði A. Magnússyni samfylgdina og sendir ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Bandalags þýð- enda og túlka, Magnea J. Matthíasdóttir formaður. Meira: mbl.is/minningar Að búa þröngt þekktum við vin- konurnar í Skakara- félaginu – leyni- félagi okkar Beggu, Gústu og Steinku. Við ólumst ekki upp við sérherbergi. Kannski var það þess vegna sem okkur leið alltaf best saman þrjár í herbergi. Samband okkar var einstaklega náið, teygðist reyndar á vináttu- böndunum þegar við vorum að baksa við uppeldi, heimilishald og 100% vinnu utan heimilis. En þegar við náðum inn á fimmtugs- Berglind Bragadóttir ✝ BerglindBragadóttir fæddist 14. maí 1943. Hún lést 5. apríl 2017. Útför Berglindar fór fram 19. apríl 2017. aldurinn gafst tími til að styrkja böndin og þau héldu allt til þess að Berglind kvaddi nú á dögun- um. Ekki verður farið í fleiri ferðir á hótel eða í bústaði þar sem við gleymd- um okkur í þrjá daga á fimm ára fresti. Urðum 16 ára aftur, grömsuðum í fötum og snyrtidóti hver hjá ann- arri og létum Steinku lakka tá- og fingurneglur. Hlógum, grétum, létum leyndarmálin flakka og fórum léttari í sinni og yngri í anda heim aftur. 2/3 Skakarafélagsins, þær Gústa og Steinka geyma minn- ingar og leyndarmálin þar til við hittumst í sjöunda himni, þá verður skálað og hlegið og drottningin okkar ljómar í eilífð- arsólinni. Steinunn, Hulda, Tryggvi, Hafsteinn, Berglind Erna og Vésteinn, við dáðumst að því hve vel þið stóðuð við hlið vin- konu okkar og gerðuð allt sem í ykkar valdi stóð til að síðustu vik- urnar í lífi hennar yrðu bæri- legar. Innilegar samúðarkveðjur frá Steinku og Gústu. Steingerður Einarsdóttir. Við munum ennþá hvernig hún birtist okkur haustið 1960 í Bif- röst. Framandleg í útliti, var hún íslensk, grænlensk eða asísk? Nei, hún reyndist Þingeyingur, Mosfellingur, sem sagt hrein- ræktaður Íslendingur. Alin upp í Reykjavík. Í Arnarhvoli, nánast í handarkrika Ingólfs Arnarsonar. Fyrstu æviárin í góðu fóstri fólks sem fæddist á nítjándu öldinni, síðan tók við búseta hjá móður og stjúpa. Þar var pólitísk umræða daglegt brauð og fylgdi henni alla ævi. Hún ólgaði af lífsfjöri og gat endalaust sagt brandara þannig að allir fóru á braut með hlaup- asting af hlátri. Leikari var hún líka af guðs náð og væri hún nú að hefja starfs-ævina væri hún örugglega í fremstu röð uppi- standara. Hún bekkjarsystir okkar sem við kveðjum núna batt ekki bagga sína hvunndagslegum snærisspottum, nei, hún var stærri en svo. Oft fannst okkur hún vera fullmikil dramadrottn- ing, en svo litum við á líf hennar, allt það sem hún þurfti að takast á við, þá sáum við að stundum er gott að fela erfiðleikana og bar- áttuna við það sem að henni var rétt bak við reistan makka og glæsilegt fas. Síðustu árin voru henni erfið. En dæturnar og barnabörnin léttu henni lífið og gáfu því til- gang. Börnin og barnabörnin fá okkur innilegustu samúðarkveðj- ur, þeirra er söknuðurinn en líka minningarnar um stórkostlega konu sem fékk ekkert ókeypis í lífinu, en setti mark sitt á þá sem henni kynntust. Fyrir hönd bekkjarfélaga frá Bifröst 1960-1962, Ágústa Þorkelsdóttir. Það er mismun- andi hversu mikið fólk snertir okkur. Sumir eru þeim eig- inleikum gæddir að með nærveru sinni og hlýju ná þeir inn í hjarta okkar. Gréta var ein af þeim. Ást og umhyggja skein ávallt af henni. Hún var natin jafnt við umhverfið sem okkur sem í kringum hana vor- um. Hún elskaði að hafa allt fínt og fallegt í kringum sig. Dáði blóm og fallega garða og það bar heimili þeirra Árna í Akurgerð- Gréta María Ámundadóttir ✝ Gréta MaríaÁmundadóttir fæddist 12. júní 1926. Hún lést 7. apríl 2017. Útför Grétu fór fram 19. apríl 2017. inu svo sannarlega með sér. Þangað var ávallt ljúft að koma, sérstaklega á sumr- in þegar garðurinn var í blóma. Þaðan fór maður ávallt saddur og sæll með hlýju og kærleika í veganesti. Elsku Gréta. Það er gott að vita af þér kominni til Árna á ný þangað sem þú varst svo tilbú- in að fara. Takk fyrir samfylgdina og all- ar góðu minningarnar sem við geymum innra með okkur. Það er góð tilfinning að finna að þú kom- ir upp í huga okkar þegar við við sjáum fallega útsprungin blóm. Sigrún, Helgi Þór, Andri Már og Sara Sif. Elsku eiginmaður minn, pabbi og bróðir, ÆGIR STEINN SVEINÞÓRSSON, viðskiptafræðingur MBA og stýrimaður, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 17. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 28. apríl klukkan 13. Bestu þakkir fær starfsfólk deildar 11E á Landspítalanum fyrir einstakan stuðning og hlýju. Helga Hanna Sigurðardóttir Ásta Ægisdóttir Silja Ægisdóttir Pétur Ragnar Sveinþórsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BORGHILDAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Stöðvarfirði. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og virðingu færum við starfsfólki 3-N á Hjúkrunarheimilinu Eiri í Reykjavík. Þórður Helgason Svanhildur Kaaber Guðjón Helgason Þóra Helgadóttir Sigurður S. Sighvatsson Sólveig Helgadóttir Óskar K. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.