Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 4
VIÐTAL
Við munum alla tíð
búa við þessa stór-
kostlegu náttúru
VIÐTALVIÐ SVEIN RUNÓLFSSON, LANDGRÆÐSLUSTJÓRA, SEINNI HLUTI
Sveinn Runólfsson og Oddný Sæmundsdóttir, kona hans, við afhendingu umhverfis-
verðlauna UMFÍ og Pokasjóðs árið 2002. Ljósm. Oddur Hermannsson
HÉRAÐSSETUR
Innri starfsemi Landgræðslunnar?
Já, árið 1989 unnum við með Skógrækt
ríkisins og landbúnaðarráðuneytinu að
fyrstu stefnumótuninni í landgræðslu og
gróðurvernd. Niðurstaða þeirrar vinnu var
svo birt í riti sem nefndist „Markmið í gróð-
urvernd". Það má þó ekki gleyma því að Ey-
steinn Jónsson, alþingismaður og fyrrver-
andi ráðherra, stýrði áður landgræðslu-
nefnd til að undirbúa þjóðargjöfina árið
1974 sem gaf út merkilegt rit, „Land-
græðsluáætlun 1974 - 1978," og var það
gagnmerk stefnumótun þeirra tíma.
Síðan upp úr 1990 unnum við Andrés
Arnalds að stefnumótun í landgræðslu
ásamt fleirum og ( samráði við ráðuneytið.
Á grundvelli þeirrar stefnumótunar þá var
farið að koma á laggirnar formlegum hér-
aðssetrum. Hið fyrsta var stofnað á Húsavík
árið 1992.
Markmiðið með þessum setrum var að ná
beinu samstarfi við bæjar- og sveitarfélög
og einstaklinga í þeim héruðum þar sem
þörfin á sandgræðslu og landgræðslu var
mest. Það var stefnt að því að ráða þarna
menntað fagfólk sem fékk það hlutverk að
efla fólk til dáða og stuðla að því að ákvarð-
anataka og forgangsröðun verkefna færi
fram heima í héraði. Héraðssetrið á Húsavík
hefur alla tíð verið mjög öflugt og nú eru
þar tveir fagmenntaðir starfsmenn og þeir
eru þá líka til fulltingis landgræðsluvörðum
Matthías Eggertsson, fyrrverandi
ritstjóri Freys, fór þess á leit við
Svein Runólfsson landgræðslu-
stjóra að fá að taka við hann viðtal
í tilefni af því að þriðjungur aldar
er liðinn síðan hann tók við starfi
landgræðslustjóra. Fyrri hluti við-
talsins birtist í 1. tölublaði Freys á
þessu ári.
á svæðinu sem starfa áfram að viðhaldi
girðinga og fleiri verkefnum.
Núna eru einnig héraðssetur á Hólum í
Hjaltadal, Hvanneyri, Egilsstöðum, Kirkju-
bæjarklaustri, í Árnesi f Gnúpverjahreppi og
í Reykjavík. Markmið okkar var að koma
þessum setrum inn á þekkingarsetur land-
búnaðarins, svo sem búnaðarsamböndin,
skólana og skógræktina, þar með talin
landshlutabundnu skógræktarverkefnin.
Við teljum að þessi útrás okkar hafi skilað
ákaflega miklu.
BÆNDUR GRÆÐA LANDIÐ
Næsta stóra skrefið í sambandi við breytta
starfshætti var að styðja einstaka bændur
við að græða upp lönd sín. Verkefnið á sér
að vísu langa sögu en var ómarkvisst áður.
Upp úr 1990 hratt Andrés Arnalds af stað
merku verkefni, sem var formlegt samstarf
við bændur og nefndist „Bændur græða
landið". Núna erum við í slíku samstarfi við
um 600 bændur um allt land. Þessir bænd-
ur hafa unnið kraftaverk á landi sínu.
Fyrst fjármagnaði Landgræðslan sjálf
áburðarkaupin en árið 1994 ákvað Áburð-
arverksmiðjan að gefa eina sólahringsfram-
leiðslu af áburði, 250 tonn, til þessa verk-
efnis. Það gerðist að tilstuðlan Egils Jóns-
sonar alþingismanns frá Seljavöllum sem þá
var stjórnarformaður verksmiðjunnar.
Fyrirkomulagið hefur verið þannig að
bændur kaupa áburðinn en Landgræðslan
greiðir hann án virðisaukaskatts þegar fyrir
liggur að honum hefur verið dreift. Síðan
leggjum við bændum til grasfræ þar sem
þess er þörf sem er ekki alls staðar.
Oft er einhver hýjungur á melunum og þá
er betra að ön/a þann gróður sem fyrir er
með vægri áburðargjöf en sá nýjum. Þá
dugar áburðurinn líka á stærra svæði en
ella.
Við heimsækjum síðan alla þessa bændur
á hverju ári og veitum þeim ráðgjöf en það
eru héraðsfulltrúarnir sem sjá um það.
Bændurnir aftur leggja fram vélar sínar og
tæki á eigin kostnað og vinnu stna, þekk-
ingu og reynslu.
Þetta hefur skilað afar miklum árangri,
ekki aðeins í uppgræddu landi heldur í
tengslum og samskiptum starfsfólks okkar
FREYR 06 2006