Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 18

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 18
Mynd 4. Markaðurinn eftir að nýir framleiðendur hafa þurft að kaupa kvóta leiðslu. Á hinn bóginn bera neytendur skarðan hlut frá borði. Þeir tapa svæði B yfir til framleiðenda vegna hærra verðs og að auki tapa þeir svæði C vegna minni framleiðslu. Ábati þeirra nemur nú einungis svæðinu A. Takið eftir að grænu svæðin C og E tapast að fullu, þ.e. ábati þjóðfélagsins vegna viðskiptanna hefur dregist sam- an. Hér er því strax komin rök- semd gegn opinberum afskipt- um af verðlagningu. AFLEIÐINGAR FRAMSALS Sagan endar hins vegar ekki hér því nú gerum við ráð fyrir að leyft sé að versla með fram- leiðslukvótann. Virði kvótans er þá einfaldlega virði rentunnar sem framleiðendur fá vegna kvótans, þ.e. virði svæðanna skástrikuðu B og D á mynd 3. Um leið og framsal er leyft á kvótanum verður hann ígildi eignar. Komi til þess að kvótinn skipti um eigendur verður nýr eigandi að greiða að fullu virði kvótans í augum seljandans. Við það dregst hagnaður hins nýja eiganda saman enda hefur hann orðið fyrir auknum fjár- festingarkostnaði. Ef við gefum okkur að hinn nýi framleiðandi hefði getað tekið þátt ( sam- keppnismarkaðinum á mynd 1 er Ijóst að hann er tilbúinn að greiða svo mikið fyrir kvótann að fjárfestingarkostnaður hans lyfti framboðskúrfunni upp sem nemur kvótarentunni. Við get- um sýnt áhrifin myndrænt á svipaðan hátt og áður. Mynd 4 sýnir að nýju framleið- endurnir hagnast ekki meira en þeir hefðu gert á samkeppnis- markaði. Raunar hagnast þeir minna því þeir missa svæðið E vegna minni framleiðslu undir opinberu verðlagningunni. Til að bæta gráu ofan á svart eru hinir nýju eigendur lentir í gildru. Þeir eru háðir því að kerfinu sé við- haldið þvf fjárfestingarkostnaður þeirra vegna kvótakaupa hefur hækkað framleiðslukostnað þeirra til frambúðar. Þeir geta ekki keppt við fyrirtæki sem ekki bera þennan kostnað. Þeir eru þvf mótfallnir breytingum á kerf- inu þó svo þeir tapi á því. Þeir einu sem hagnast er fyrsta kyn- slóð kvótaeigenda, þeir sem stunduðu framleiðslu þegar kerf- inu með opinberri verðlagningu og framseljanlegum kvóta var komið á. LOKAORÐ Raunveruleikinn er flókinn. Því má um það deila að hve miklu leyti þetta einfalda módel lýsir íslenska mjólkurkvótakerfinu. I því er ekki tekið tillit til hve erf- itt er að fé frjálsan markað með mjólk að þrífast t.d. vegna langra framleiðsluferla og takmarkaðs geymsluþols mjólkur, svo nokkuð sé nefnt. Samt sem áður bendir það okkur á nokkur mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga þegar rætt er um kvótakerfið og framtíð kúabúskapar. Niður- stöðurnar benda t.d. til þess að þó stuðningur við kvóta- kerfið sé ávallt almennur með- al framleiðenda er hagnaður af þvf bundinn við fyrstu kynslóð kvótaeigenda. Krafa um breyt- ingar á kerfinu mun aldrei koma frá framleiðendum, þó svo þeir séu í raun að tapa á kerfinu, heldur verður krafan að koma frá öðrum hópum, t.d. neytendum. Jafnframt leiðir kerfið til hækkunar á framleiðslukostnaði vegna fjár- festingarkostnaðar í kvóta. Þannig munu framleiðendur í slíku kerfi eiga í stökustu vand- ræðum með að keppa við inn- flutning, jafnvel þó að fram- leiðsluskilyrði í útflutnings- landinu séu þau sömu og í inn- flutningslandinu. Ástæðan er sú að framleiðslukostnaður þeirra hefur verið hækkaður sem nemur fjárfestingarkostn- aði í kvótanum. Að síðustu kemur lágmarksverðið f veg fyrir að hagræðing skili sér í lægra vöruverði. Lágmarks- verðið er jú fast og hagræðing, sem í okkar einfalda módeli myndi líta út sem fall á fram- boðskúrfunni, leiðir einungis til hækkunar á kvótarentunni sem svo aftur skilar sér ( hærra kvótaverði. Þess vegna er hætta á að sundur dragi með framleiðendum sem fastir eru í viðjum kvótakerfa og þeirra sem búa við frjálsa samkeppni því lengur sem kvótakerfið er við lýði. Hver eru markmið fram- leiðslustýringarinnar? Er það að tryggja bændum viðunandi tekjur? Eða neytendum ódýra vöru? Eða tryggja að á fslandi geti verið starfandi landbúnað- ur um ókomin ár? Sennilega koma öll þessi sjónarmið við sögu. Er núverandi kerfi til þess fallið að ná þessum mark- miðum? Hið einfalda módel sem hér hefur verið kynnt velt- ir upp áleitnum spurningum um hvort kvótakerfið geti yfir höfuð náð einhverjum þessara markmiða. Á hinn bóginn er módelið einfalt og tekur ekki tillit til margs þess sem ein- kennir mjólkurframleiðslu. Sem dæmi má nefna ef mark- aðir ná ekki að starfa eðlilega þegar mjólk er annars vegar er alls ekki víst að betri lausn en kvótakerfið sé til. Samt sem áður er nauðsynlegt að skoða rökin bæði með og á móti enda skiptir skipulag fram- leiðslustýringarinnar miklu máli fyrir framtíðarþróun land- búnaðar. FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.