Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 7
VIÐTAL Sveinn Runólfsson og Þorsteinn Tómasson skoða beringspunktsakur 1983. Ljósm. óþekktur Hver voru fyrstu verk föður þíns sem sand- græðslustjóra? Meðal þess fyrsta sem hann bryddaði upp á var að flytja inn grasfræ frá Kanada, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Hann hóf formlegar tilraunir með þessar grastegundir í Gunnarsholti árin 1948 og 1949 í því skyni að græða upp sandana. Hann hafði reynd- ar áður farið til Bandaríkjanna, en þar var hann heilt ár 1944 - 1945 í námsdvöl, aðal- lega hjá bandarísku jarðvegsverndinni, Soil Conservation Service (SCS). Páll Sveinsson, bróðir hans, útskrifaðist árið 1945 frá Ríkisháskólanum í Utah í beit- ar- og úthagafræðum, „Range Manage- ment". Hann var fyrsti (slendingurinn sem útskrifaðist i þeim fræðum. Síðar fylgdu þeir Ingvi Þorsteinsson og Andrés Arnalds eftir. Faðir minn setti upp heilmikla rannsókna- reiti sem enn sér stað og Pétur Gunnarsson o.fl. komu frá Atvinnudeild Háskólans og voru með tilraunir í Gunnarsholti upp úr 1950, m.a í framleiðslu fóðurjurta til haust- beitar. Seinna gerði svo Björn Sigurbjörnsson, síðar forstjóri RALA, á námsárum sínum heilmiklar rannsóknir þarna á íslenska mel- gresinu. Það var um miðjan 6. áratuginn og voru það sannarlega rannsóknir á sand- græðslu. Hann var einnig með kornræktar- tilraunir. Jónas Jónsson, síðar búnaðarmálastjóri, var svo með heilmiklar rannsóknir þarna í kornrækt um og eftir 1960 og hann var þar einnig með tilraunir í grasrækt. RANNSÓKNASTARF Á VEGUM LANDGRÆÐSLUNNAR f lögunum nr. 64/1965 um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, en samkvæmt þeim var Rannsóknastofnun landbúnaðarins komið á fót, var ákvæði um að RALA skyldi vinna að beitarrannsóknum o.fl. í þágu landgræðslu. Það kunni þó ekki góðri lukku að stýra að skylda eina ríkisstofnun til að vinna fyrir aðra. En þá var komið að þjóðargjöfinni árið 1974 sem fólst í því að veita einn milljarð króna til landgræðslu á fimm árum. ( kjöl- far þess fóru Þorsteinn Tómasson, síðar forstjóri RALA, og fleiri að gera tilraunir með fræframleiðslu í Gunnarsholti og Kristinn Jónsson tilraunastjóri á Sámsstöð- um var líka með frærannsóknir þar. Þetta skilaði mismiklum árangri, sumt allgóðum en sumt litlum, en um 1990 gerðu Landgræðslan og RALA samstarfs- samning um rannsóknir. Það gekk þokka- lega en mér fannst þó alltaf vanta þar ákveðna jarðtengingu hjá rannsóknafólk- inu við það sem brann á okkur. Þannig gerðist það að ég fór að ráða vís- indafólk til Landgræðslunnar í það sem við töldum forgangsverkefni. Fyrst var það Sigurður Greipsson frá Haukadal og síðan kona hans, ættuð frá Líbanon, sem einnig kom í þessi verkefni. Sigurður var auðvitað alinn upp í sandin- um og melgresinu heima í Haukadal í Bisk- upstungum og féll vel að mínum hug- myndum. Þarna varð til vísir að rannsókn- arstarfi á vegum Landgræðslunnar. Síðan hverfa hann og kona hans til annarra starfa erlendis en þá fer að koma fleira rannsóknafólk til Landgræðslunnar. Því hefur síðan fjölgað og hefur orðið að okk- ar mati afar farsælt í störfum sínum. Fólk- ið í eldlínunni hjá okkur, þ.e. sáðmennirnir og þetta rannsóknafólk, það vinnur hlið við hlið. Þessi tenging rannsóknafólksins og fólksins sem vinnur verkin hefur skipt alveg gríðarmiklu máli. Núna starfa hjá Landgræðslunni m.a. fjórir rannsókna- menn með doktorspróf og tveir með meistaragráðu og eru sumir þeirra meðal virtustu vísindamanna landsins á sínu sviði. Rannsóknafólk okkar starfar í mjög nánu samstarfi við háskóla hér á landi og erlend- is sem og Rannsóknarstöð Skógræktar rík- isins á Mógilsá o.fl. Landupplýsingar? Já, við höfum lengi haft þörf fyrir alls kyns landupplýsingar. Gróðurkortagerðin, fyrst á vegum Atvinnudeildar Háskólans og síðar RALA, var geysilegt afrek undir for- ystu Ingva Þorsteinssonar. Við nýttum okk- ur þau gögn hvar sem við gátum. Upp úr 1990 fórum við að vinna upplýsingar úr hvers konar fjarkönnunargögnum og nut- um góðs af því þegar Egill Jónsson alþing- ismaður beitti sér fyrir fjárveitingum til að kaupa gervitunglamyndir af landinu til notkunar við landgræðslu- og gróður- verndarstörf. Áður voru til gervitungla- myndir, en mjög dýrar, og þær nýttust Ing- va Þorsteinssyni töluvert við kortlagningu hans. Það var hins vegar fyrir baráttu Egils Jónssonar á þeim tíma að það fékkst sér- stök fjárveiting til að kaupa svokölluð Landsat-gervitunglagögn, beinlínis með það að markmiði að þau skyldu nýtast í landgræðslustarfinu. Egill var geysilega framsýnn á þessu sviði og með aðstöðu sinni t fjárveitinganefnd, eins og hún hét þá, útvegaði hann fé til þessara kaupa. Það voru svo Landmælingar Islands sem fengu féð og önnuðust þessi kaup. Þessi gögn voru ómetanleg við kortlagn- ingu á jarðvegsrofi á öllu landinu. RALA og Landgræðslan hófu samstarf um það verk- efni 1990. Vettvangsvinna fór af stað árið eftir og lauk 1996 og ritið Jarðvegsrof á ís- landi kom út ári síðar. Niðurstöðurnar efldu stórlega þekkingu á umfangi og eðli jarðvegsrofs og hafa haft afgerandi áhrif á jarðvegsverndarstarfið. Þá fórum við að byggja upp gagnagrunn okkar um landupplýsingar sem byggðist á hvers kyns loftmyndum, auk gervitungla- gagna. Þetta hefur gerst með samstarfi okkar og Landmælinga Islands, RALA, Loftmynda ehf. o.fl., þannig að nú er Landgræðslan með öflugan gagnagrunn um landið, þar sem eru samtengdar land- upplýsingar um framkvæmdir til landbóta annars vegar og ýmis fjarkönnunargögn um landgæði hins vegar. Þegar við förum í tölvunni inn á loft- mynd af einhverjum stað, t.d. af Hólas- andi eða í Þorlákshöfn, þá fáum við á augabragði upplýsingar um allt sem búið er að gera í landgræðslu á viðkomandi svæði mörg ár aftur í tímann. Þetta er einnig gríðarlega mikilvægt í sambandi við kolefnisbindinguna. Nú starfa hjá okkur fimm landfræðingar að þessum verkefn- um. Markmið með þessu er að auka arð og hagkvæmni í störfum bænda og allra annarra sem að landbótum koma, á þann hátt að þeir hafi greiðan aðgang að þess- um upplýsingum til hagsbóta fyrir landið okkar. FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.