Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 22
VIÐTAL Dagur með bónda Bændasamtök íslands standa að og styðja við margvísleg verkefni þar sem skólabörnum er gefinn kostur á að kynna sér lífið í sveitinni. Má þar nefna sveitaheimsóknir leikskóla- barna á bæi í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins og Akureyrar og heim- sóknir grunnskólanemenda til ábú- endanna á Tannstaðabakka í Hrúta- firði. Eitt þessara verkefna kallast Dagur með bónda en þá kemur starfandi bóndi í heimsókn í sjö- unda bekk grunnskóla. Heimsóknin tekur um hálfan kennsludag og byggist á því að bóndinn veitir nemendunum innsýn í sín daglegu störf með persónulegri nálgun. DÖNSK HUGMYND Álfhildur Ólafsdóttir, þáverandi forstöðu- maður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, á heiðurinn af því að hafa hrint hugmynd- inni í framkvæmd í samstarfi við Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur og Berglindi Hilmars- dóttur, bónda á Núpi III undir Eyjafjöllum. Hugmyndin er dönsk að uppruna og kynnt- ist Álfhildur henni í Danmörku á samnor- rænum fundi starfsfólks í upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins vorið 1999. Aðspurð telur Álfhildur engan vafa leika é því hversu mikilvæg norræn samvinna er á þessu sviði. Hún segir það hafa skipt sköpum að hitta og ræða við þá sem höfðu reynslu af sam- bærilegum verkefnum í sínu heimalandi. „Þó maður hefði fengið send einhver gögn erlendis frá þá eru líkurnar á því að maður hefði skellt sér út í framkvæmdina miklu minni," segir Álfhildur í samtali við Frey. Verkefninu var hleypt af stokkunum strax haustið 1999 og vegna gífurlegra vinsælda var afráðið að halda því áfram svo lengi sem fjármagn fengist til þess. Fyrstu þrjú árin voru nemendur í 7., 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur og nágrennis heimsóttir. Eftirspurnin varð strax meiri en hægt var að anna svo ákveðið var að minnka umfangið og heimsækja aðeins nemendur í sjöunda bekk. ÍSLENSKA ÆTTFRÆÐIN Berglind hefur haft yfirumsjón með verk- efninu frá upphafi og sjálf farið í heimsókn- ir öll árin. „Við byrjuðum á að þýða valda kafla úr danska efninu og síðan var efnið staðfært. Það þurfti auðvitað að sníða þetta til því saga og landkostir leika stórt hlutverk og síðast en ekki síst öll þessi ættartengsl sem við erum svo skemmtilega flækt í. Allir krakkarnir gera ættartré og rekja ættir sínar undantekningalaust út á landsbyggðina," segir Berglind í samtali við Frey. MARGT KEMUR Á ÓVART Heimsókn bóndans hefst að morgni dags og lýkur um hádegi. Hann hefur meðferð- is myndband frá bænum sínum og sýnis- horn af því sem unnið er með I sveitinni svo sem tilbúinn áburð, grasfræ, kjarnfóð- ur, júgursmyrsl o.fl. Allir fá síðan að reka nefið ( misvel lyktandí herlegheitin og hin- ir hugrökkustu bragða á byggi, kjarnfóðri eða öðru sem freistar. Svo er spjallað og spurt um tilgang, verðlag, vinnusemi og lifnaðarhætti sveitafólksins almennt og endað á því að greina uppruna nemenda eftir ættartrénu. Ættartréð gera þau heima með hjálp foreldra og forráða- manna áður en bóndinn kemur í heim- sókn. Freyr hitti tvo nemendur og kennara þeirra sem tóku þátt í verkefninu á liðnu vori og tók þau taii. Steinarr Ingólfsson og Kristín Anna Guðmundsdóttir eru nem- endur I sjöunda bekk Vogaskóla í Reykja- vík. Kennarinn þeirra, Sigrún Björnsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, kennari ÍVogaskóla í Reykjavík, hefur tekið þátt í verkefninu Dagur með bónda frá upphafi. „Ég sé til þess í hvert skipti sem ég er með sjöunda bekk að ég fái bónda i heimsókn. Ég lít svo á að nemendurnir geti bara ekki án heim- sóknarinnar verið." er einn af þeim kennurum sem tekið hafa þátt í verkefninu frá upphafi. Þegar Stein- arr er inntur eftir því hvort sú hugmynd sem hann hafði um lif og starf í sveitinni hefði breyst eitthvað við það að fá bónda í heimsókn, svaraði hann: „Börnin í sveit- inni eru alltaf að vinna." Nemendunum var báðum tíðrætt um þá miklu ábyrgð sem jafnöldrum þeirra í sveitinni er falin í samanburði við þau sjálf og félaga þeirra í borginni. „Ég gerði mér grein fyrir því að þau ynnu eitthvað en ekki svona mikið," sagði Steinarr og bætti þvi við að þau yrðu miklu sjálfstæðari fyrir vikið að hans mati. „Það kom mér mest á óvart hvað allt þarf að vera skipulagt, hvernig verkunum er raðað niður á hverjum degi og hvernig all- ir verða að kunna það sem þeir eiga að gera," sagði hann. Kristín Anna og Stein- arr hafa bæði dvalist úti á landi í fríum með fjölskyldunni. Þau hafa heimsótt sveitabæi, staldrað við og fengið kaffi og þá ímynd í leiðinni að lífið í sveitinni væri álíka rólegt og stundin með gestunum við eldhúsborðið. Þau sögðu bæði að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því að lífið í sveitinni væri i rauninni flóknara en svo. Þar þyrfti fólk vissulega að taka til hend- inni og skipuleggja tímann sinn vel. SKIPTIR SKÖPUM FYRIR SKILNINGINN Sigrún segir það greinilegt af þeim um- ræðum sem skapast í bekknum í hvert „Það kom mér mest á óvart hvað allt þarf að vera skipulagt, hvernig verkunum er raðað niður á hverjum degi og hvernig allir verða að kunna það sem þeir eiga að gera," sagði Steinarr Ingólfsson 22 FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.