Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 14
HEYVERKUN
Heilræði í
byrjun heyskapar
Heyskapur felst í því að afla fóðurs
sem mætir þörfum tiltekinna gripa
á ásættanlegu verði. Gæðastjórnun
kallast það á öðru máli. Margir
áhrifaþættir heyskaparins ráðast af
duttlungum náttúrunnar, svo sem
spretta og tíðarfar á slætti. Kúnstin
er að ráða við þessa þætti og nýta
þá til þess að ná settu markmiði.
IBjarni Guðmundsson,
Landbúnaðarháskóla
l’slands
• markaðsaðstæður afurða, einkum mjólkur
• hvort nýta skuli þjónustu búverktaka við
heyskapinn - að hluta eða allan...
En mestu máli skiptir að spyrja ætlð
hvaða áhrif þættirnir sem unnið er með
hafi á verð fóðursins þegar að gjöfum er
komið.
SLÁTTUTÍMINN - UM 1% OG HIN 99%
HEYSKAPUR Á UPPLÝSINGAÖLD
Bústörf nútímans ganga, eins og aðrar grein-
ar samfélagsins, hratt fyrir sig og árangur
þeirra ræðst oftar en ekki af því hve snöggir
menn eru (vendingunni. Þetta gerir kröfu um
að nauðsynlegar upplýsingar séu aðgengileg-
ar með fljótvirkum, öruggum og ódýrum
hætti. Lítill tími er oft til þess að leggjast inn í
bæ til fróðleiksleitar og lesturs eða setja á
langdregið kaffispjall til krufningar á viðfangs-
efni dagsins. Nútímatækni hefur auðveldað
bændum sem öðrum aðgang að því efni sem
þá vantar þegar þeim hentar. Rannsókna- og
leiðbeiningaþjónustan er óðum að bæta efni
inn á Vefinn sem flestir eiga nú orðið greiðan
aðgang að. Með þessari grein er ætlunin að
nefna nokkur hjélpartæki heyskaparmanns-
ins af ódýrari gerðinni, sem flest hver eru sótt
á vefinn. Því er gott að renna yfir þessa grein
með tölvuna opna og við höndina.
FÓÐURÁÆTLUN - NÚNA?
Svo einkennilega sem það kann að hljóma
ber að gera fóðuráætlunina áður en ræktun
sumarsins er skipulögð - og þá á grundvelli
fóðurþarfar áhafnar búsins. Fóðuráætlun
gerð I september-október vinnur aðeins
með það fóður sem orðið er til, og sem þá
kann að vera takmarkandi í ýmsum atrið-
um. Á heimasíðu Bændasamtakanna,
www.bondi.is, er undirsíða á hægri væng
sem heitir Jarðrækt/Fóðuröflun, og undir
henni opnast Ráðgjafinn. Sé bent á orðið
opnast skjámynd hvar við efst til hægri sjá-
um Fóðurverkun: Heyöflunaráætlun -
Reiknilíkan fyrir kúabú. Opnast nú Excel-
tafla sem auðvelt er að vinna í en til þess
þarf að setja inn forsendur sem hver og
einn hefur frá sínu eigin búi. Um heyöflun-
aráætlun sem þessa var llka fjallað á bls. 22
í Bændablaðinu sem út kom 16. maí sl. Þótt
taflan sú arna sé miðuð við kúabú, gildir
sama hugsun fyrir sauðfjár- og hrossabú en
með breyttum reiknitölum. Minnt skal á
nokkur atriði sem sérstaklega þarf að líta til
þegar heyöflunaráætlunin er sett upp:
• staða heyfyrninga, gæði, magn og nota-
gildi
• annað fóður en túngrös í ræktun, s.s.
grænfóður, korn; það ræður m.a. áherslu
á fóðurgæðaþátt sláttar grasfóðursins
(sláttutíma)
• Ifklegt verð kjarnfóðurs
Lesandinn er sjálfsagt orðinn leiður á eilífu
stagli leiðbeinenda um sláttutímann - og
þroskastig grasanna við slátt sem miklu
ræður um fóðurgildi grashráefnisins. Því
skal reglan einfölduð að þessu sinni - hún
er líklegast sú að í 1 % tilvika hafa bændur
skaðast á því að hefja slátt ofsnemma, en í
99% tilvika á því að hefja hann of seint.
Kíkjum aftur á bændavefinn www.bondi.is.
Leiðbeiningaþjónustan hefur árin 2003-
2005 látið taka grassýni í gróandanum og
birt niðurstöður fóðurmælinga þar á jarð-
ræktarsíðunni, er áður var nefnd. Þar undir
Ráðgjafa á vinstri væng sjáum við tilvísan-
irnar Túnrækt Þroski túngrasanna. Undir
þeim birtast töflur um niðurstöður mælinga
á orkugildi (meltanleika) og próteini um
mánaðarskeið fyrir og í byrjun sláttar. Byggt
er á grassýnum sem tekin voru á túnum
víða um land. Þótt gagnasafnið sé ekki orð-
ið stórt enn getur hver bóndi notfært sér
það með því að:
• skoða muninn sem var á grasgæðunum
2003, 2004 og 2005
• skoða fallanda grasgæðanna (orkugildis,
meltanleika og próteins) yfir júnídagana
• skoða breytileikann sem er á milli
bæja/héraða...
Fitjaheyskapur á Hvanneyri. Ljósm. Bjarni Guðmundsson
14
FREYR 06 2006