Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 6
VIÐTAL klædda ásýnd landsins og hve brýnt var að bæta úr henni. Þeir vissu jafnframt að það voru til áburðarflugvélar erlendis, svo sem á Nýja-Sjálandi, í Bandaríkjunum og víðar. Það er til skemmtileg saga af þvi hvernig Karli Eiríkssyni tókst á þeim tíma nánast að smygla fyrstu áburðarflugvélinni til landsins, en þá voru höft og bönn og skortur á gjald- eyri. Það var litil vél, Piper Super Cub. Hún tók sig til flugs með fyrsta áburðarfarm sinn 17. júní 1958 í Gunnarsholti. Það er til sér- stæð mynd af því en þá var verið að undir- búa rmikla landbúnaðarsýningu á Selfossi sama ár. Karl Eiríksson og Flugfélagið Þytur áttu þessa flugvél en Sandgræðslan keypti hana og aðra til tveimur til þremur árum síðar. Það er annars löng saga að segja frá því hvernig áburðarflugið þróaðist en um það leyti sem ég kom til forsvars í landgræðslu hafði Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytis- stjóri forgöngu um að leita upplýsinga á Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum um áburðarflug. Einnig var Örn heitinn Johnson, forstjóri Flugfélags ísland, mikill hvatamaður að því að það var tekinn einn Douglas DC-3, svo- kallaður Þristur.úr farþegaflugi félagsins en þá voru aðrar flugvélategundir að koma til sögunnar, Vickers Viscount og Fokker Fri- endship. Það er þá ákveðið að Flugfélag fslands kostaði ferð flugvirkja, Gunnars Valgeirs- sonar, til Nýja-Sjálands til að kynna sér þar áburðarflug með Þristum, hvernig dreifing- artæki voru sett í þær flugvélar og annað. Síðan eru keypt slík tæki frá Nýja-Sjálandi og Gunnar, sem þá var yfirflugvirki hjá FÍ, setur þau í þristinn, sem var heilmikið verk- efni. Þegar því var lokið, árið 1973, gaf Flugfélagið vélina fullbúna og fór hún að fljúga í landgræðsluflugi og gerir enn. Félag íslenskra atvinnuflugmanna ákvað aftur á aðalfundi sínum árið 1971 að leggja fram vinnu flugmanna sinna við áburðar- dreifingu á vélinni endurgjaldslaust, en hún fékk heitið Páll Sveinsson, og sú gjafavinna hefur staðið alla tíð síðan og verið þessu umfangsmikla starfi gríðarlega mikilvæg. Stefán heitinn Sigfússon var frá upphafi umsjónarmaður þessa flugs fyrir hönd Landgræðslunnar meðan honum entist ald- ur til. Flugvélin Páll Sveinsson er einstakt happafley, í 30 ár sem herflugvél, í land- helgisgæslu og í farþegaflugi og síðan í lið- lega 30 ár í landgræðsluflugi. Vélin var smíðuð í október 1943 í Bandaríkjunum og þá sem herflutningaflugvél. Hún flaug ekki mikið í stríðinu en kom til Keflavíkur fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og Flugfélag ís- lands eignaðist hana 1946, frábær happa- gripur og hefur kannski aldrei verið í betri ástandi en nú. Mér er það mikið kappsmál að þessi flug- vél fljúgi áfram, en það var ekki grundvöllur fyrir því að Landgræðslan annaðist þann flugrekstur eftir að áburðardreifing með flugvélum var orðin jafn lítil og raun ber vitni. ÞRISTAVINAFÉLAGIÐ Ég hafði kynnst starfsemi áhugamannafé- laga um þrista erlendis, bæði f Bretlandi og Danmörku, auk þess sem hér á landi er að finna marga slíka áhugamenn. Áhugamenn um þessar vélar, DC-3 eða þristinn, stofnuðu Þristavinafélag hér á landi vorið 2005. Forgöngu fyrir því hafði Tómas Dagur Helgason flugstjóri. Þá var gengið formlega frá afhendingu Páls Sveinssonar til félagsins sem tók þá við rekstri vélarinnar en Landgræðslan á hana áfram. Félagið mun áfram bjóða fram þjónustu vélarinnar í landgræðsluflugi og Land- græðslan mun nýta sér það eins og tæki- færi gefst til að dreifa bæði áburði og gras- fræi. Það er ekki áformað að taka dreifing- arbúnaðinn úr vélinni eins og er. Það er lika heilmikið mál því að áburðarkassinn er hluti af burðarvirki vélarinnar. Þannig að þetta er löng og mjög merkileg saga. Enn eru til 300-400 þristar í heiminum og þeir eru sem fyrr notaðir sem yfirburða- flutningatæki, flytja mikið magn miðað við stærð og eldsneytisnotkun. Vélarnar eru t.d. notaðar í Suður-Ameríku og í Evrópu i baráttu við skógarelda eða til að dreifa efn- um þegar verða olíuslys á sjó. [ Þristavinafélaginu eru núna um 600 fé- lagar hér á landi og mikill áhugi enda marg- ir sem eiga góðar minningar um þessa vél. ÞEKKING Á LANDGRÆÐSLU Öflun þekkingar í sandgræðslustarfinu? Já, það má segja að hún hafi hafist árið 1906 þegar Gunnlaugur Kristinsson sand- græðslustjóri, fór til Danska Heiðafélagsins til að kynna sér uppgræðslu á jósku heiðun- um. Hann er fyrstur til að gegna þessu starfi eftir að lög voru sett um skógrækt og heft- ingu uppblásturs árið 1907. Gunnlaugur var ráðinn sandgræðslumaður 1907, en hann var þá kennari við Flensborg í Hafnar- firði. Þá var einnig ráðinn skógræktarstjóri, Agnar Francisco Kofoed-Hansen. Þetta samspil sandgræðslu og skógrækt- ar hélst til 1914 en þá voru sett sérstök lög um sandgræðslu. Agnar Francisco Kofoed- Hansen var þannig yfirmaður Gunnlaugs fyrstu árin. Gunnlaugur var í forsvari sand- græðslumála í 40 ár eða til ársloka 1946. Frá 1914 og alveg þangað til lög um landgræðslu voru sett árið 1965 var yfir- stjórn sandgræðslumála í raun hjá Búnaðar- félagi Islands. Þá voru rofin þau tengsl nema hvað áfram var það ákvæði að land- búnaðarráðherra skipaði landgræðslustjóra að tillögu Bl. Reyndar fylgdi árlega, frá 1923, skýrsla um störf Sandgræðslunnar og slðar Landgræðslunnar með ársskýrslum B( og ráðunauta félagsins. Það entist fram á 9. áratug síðustu aldar. Gunnlaugur fer m.ö.o. til Danmerkur til að nema sandgræðslufræði og eftir það prófaði hann sig nokkuð áfram um tegund- ir gróðurs til uppgræðslu hér á landi en það er ekki til neitt skráð um þær tilraunir. Það má geta þess að Gunnlaugur hafði aldrei vetrardvöl í Gunnarsholti, heldur kenndi þá við Flensborgarskólann. Uppbygging Gunnarsholts sem höfuð- stöðvar Sandgræðslunnar hófst árið 1929 ( samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands og var hugsað sem upphaf að tilraunabúi. Jörðin var í ríkiseign frá 1926 og eftir 1936 bjó Jón Egilsson frá Selalæk á jörðinni en hann hafði ábúð á henni allt til áramóta 1946 - 1947, þegar faðir minn, Runólfur Sveinsson, tekur við starfi sem sand- græðslustjóri og við flytjum í Gunnarsholt. FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.