Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 17

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 17
Mynd 2. Einhliða ákvarðað lágmarksverð veldur því að framboð er mun meira en eftirspurn Mynd 3. Skipting ábata fyrir og eftir ákvörðun um lágmarksverð vöru Eins og sjá má á mynd 2 leiðir slíkt lágmarksverð til umfram- framleiðslu, þ.e. framleiðendur eru tilbúnir að framleiða meira magn, magn3, en neytendur eru tilbúnir að kaupa, magn2. Fjöll hlaðast upp af vörunni sem enginn vill kaupa með tilheyr- andi tapi fyrir framleiðendur. Hreint tap framleiðenda vegna lágmarksverðsins nemur gráu svæðunum 6 og 7 á mynd 2, enda er þar um að ræða kostn- að sem framleiðendur fá ekki dekkaðan. Svæði 3 og 4 eru hins vegar hagnaður sem fram- leiðendur fá ekki notið vegna þess að einungis er hægt að selja magn2 af vörunni. Hvað er nú til ráða? Hvernig má stemma stigu við þessu ófremdar- ástandi? Ein leið er að stjórnvöld grípi aftur til aðgerða og tak- marki framleiðsluna við það magn sem neytendur eru tilbún- ir að kaupa, þ.e. magn2. Þessu magni er síðan skipt milli fram- leiðendanna með kvótakerfi. AFLEIÐINGAR KVÓTASTÝRINGAR Er það ekki bara gott og bless- að? Engin umframframleiðsla og framleiðendur fá hærra verð en markaðsverðið. Allir sáttir? Svar hagfræðinnar er afdráttar- laust nei. Rökin byggja á nánari skoðun á mynd 2. Veruleg breyting hefur nefnilega átt sér stað á skiptingu ábata milli framleiðenda og neytenda frá því sem var fyrir setningu lág- marksverðs, sbr. mynd 1. Jafn- framt hefur samanlagður ábati þjóðfélagsins af viðskiptunum minnkað. Mynd 3 hjálpar okkur að glöggva okkur á þessum breytingum. Ábati neytenda fyrir setningu lágmarksverðs, eins og hann var skilgreindur á mynd 1, samsvar- ar svæðunum A+B+C á mynd 3. Ábati framleiðenda fyrir setn- ingu lágmarksverðs samsvarar svæðunum D+E+F á mynd 3, sbr. mynd 1. Eftir að lágmarks- verðið hefur verið sett eykst ábati framleiðenda um svæðið B en minnkar um svæðið E enda hefur framleiðslan dregist nokk- uð saman. Það er hins vegar Ijóst að B er stærra en E svo framleiðendur hafa það betra. Heildarábati framleiðenda er allt bláa svæðið, B+D+F. Svæðin B og D mynda pólitíska rentu framleiðenda af kvótakerfinu, hagnað sem er umfram það sem markaðurinn hefði skammtað við sömu fram- FREYR 06 2006 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.