Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 27

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 27
HROSSARÆKT Sögusetur íslenska hestsins Alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu Sögusetur íslenska hestsins, á Hólum í Hjaltadal, var stofnað árið 2001. Að stofnuninni stóðu Hestamiðstöð íslands, Hólaskóli og Byggðasafn Skagfirðinga. Sögusetrið er alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu um sögu íslenska hestsins, s.s. uppruna hans, þróun, eiginleika, notkun og samfélagsleg áhrif frá landnámi til nútímans. I byrjun sumars var Arna Björg Bjarnadóttir ráðin forstöðumaður Sögusetursins en hún starfaði áður sem alþjóðaf ulltrúi hjá Rannsóknamiðstöð Islands (Rannís). Þar var hún meðal annars fulltrúi íslands í ýmsum alþjóðlegum samstarfsnefndum á sviði rannsókna. Hún var til að mynda landstengiliður fyrir efnis-, framleiðslu- og örtækniáætlun, sem og erfðafræði- og líftækniáætlun og umhverfisáætlun 6. rannsóknaáætlunar Evrópusambandsins. Arna Björg segir að fyrra starf hennar hjá Rannís hafi verið gífurlega skemmtilegt og spennandi. Starfið hafi krafist mikillar snerpu og tíðra ferðalaga og oft og tíðum hafi hún varla verið lent í Keflavík þegar hún hafi þurft að leggja upp í næstu ferð. Arna Björg er uppalin í Ásgeirsbrekku í Skagafirði og þegar henni bauðst spennandi starf heima í héraði ákvað fjölskyldan að slá til. Þá nýtist sagnfræðimenntun hennar vel í nýja starfinu. ábótavant. Sögusetrið verður því örugglega ekki verkefnalaust í framtíðinni," segir Arna Björg. TÆKIFÆRI FYRIR RÆKTENDUR Á nýrri heimasíðu Sögusetursins mun ræktendum gefast tækifæri til að kynna bú sín og ræktunarstarf á íslensku, ensku og þýsku. Einnig geta þeir fengið tengil á eigin heimasíðu sé hún fyrir hendi. Þetta er liður Sögusetursins í því að halda saman, skrásetja og varðveita sögu allra helstu ræktunarbúa landsins. Um leið er þetta afar góð kynning fyrir búin sem mörg hver eru ekki með eigin heimasíðu. Arna Björg Bjarnadóttir er sagnfræðingur að mennt og nýráðin forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins. Ljósm. Broddi Reyr Hansen SPENNANDI TÍMAR Arna Björg segir að fram undan séu spennandi tímar við mótun starfsins. Hún vonast eftir góðu samstarfi við alla þá sem áhuga hafa á íslenska hestinum og er opin fyrir góðum hugmyndum og samstarfi. Sögusetrið tekur við og vistar heimildir og muni sem tengjast hestinum. Fyrir liggur að skrásetja heilmikið af efni og gera það aðgengilegt almenningi. Sögusetrið mun einnig vinna að rannsóknum og athugunum á sögu hestsins í víðasta skilningi. Þá mun það standa að ýmisskonar fræðslu, s.s. málþingum, fyrirlestrum og útgáfustarfsemi. Einnig heldur það úti heimasíðu og póstlista til að tryggja upplýsingaflæði frá stofnuninni. Þessa dagana er unnið að gerð nýrrar heimasíðu og er það von Örnu Bjargar að hún komist í gagnið fljótlega. LANDSMÓT 2006 OG HEIMSMEISTARAMÓT 2007 Þessa dagana er Arna Björg önnum kafin við að undirbúa Islenska hestatorgið sem er sameiginlegt markaðsátak Söguseturs íslenska hestsins, Hólaskóla, Félags hrossabænda, Félags tamningamanna og WorldFengs til kynningar á íslenska hestinum á landsmóti hestamanna nú í sumar. Arna Björg er framkvæmdastjóri verkefnisins. Á fslenska hestatorginu koma allir þessir aðilar til með að kynna starfsemi sína og þar verða einnig ýmsar uppákomur. Á næsta ári stefna þessir sömu aðilar á að fara með íslenska hestatorgið á heimsmeistaramót Islenska hestsins f Hollandi. Að sögn Örnu Bjargar er þetta sameiginlega átak nú nokkurs konar prófraun fyrir heimsleikana árið 2007. "Ég bind miklar vonir við samstarfið og tel mjög mikilvægt að þessir aðilar, sem hver á sinn hátt vinnur að hagsmunum íslenska hestsins, komi saman að verkefni sem þessu," segir Arna Björg að lokum. FÖST YFIRLITSSÝNING Á HÓLUM Árið 2009 er stefnt að því að opna fasta yfirlitssýningu um íslenska hestinn á Hólum í Hjaltadal. Fram að þeim tíma fyrirhugar Sögusetrið að setja upp farandsýningar víða um land og einnig erlendis. Arna Björg segist hafa fjölmargar hugmyndir að sýningum og útfærslum á þeim. "íslenski hesturinn hefur fylgt þjóðinni allt frá landnámi og hann er því samofinn sögu hennar, menningu og listum. Það hugsa sjálfsagt fæstir út f það nú á dögum að án hestsins hefði Island verið nánast óbyggilegt og saga þjóðarinnar þvf orðið allt önnur. Öhætt er að segja að rannsóknum á sjálfum hestinum og samfélagslegum áhrifum hans sé verulega í skemmtiferð á Þorleifsstöðum í Skagafirði. Ljósm. óþekktur FREYR 06 2006 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.