Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 30
SAUÐFJÁRRÆKT Mynd 2. Meðalmagn járns (Fe) (mg/kg þurrefnis) í heysýnum frá 47 riðulausum bæjum, fjárskiptabæjum og riðubæjum. Lóðréttar línur sýna staðalfrávik 700 600 500 ~ 400 o d 300 SL ö) í 200 ö) E • 100 LL 0 Riðulausir bæir Fjárskiptabæir Riðubæir Riðuflokkar * marktækt minna magn en í sýnum frá riðubæjum (P = 0.001) (Kristín Björg Guðmundsdóttir og félagar 2006) riða hvað eftir annað komið upp á fjár- skiptabæjum enda þótt næstu bæir hafi ekki sjaldan haldist riðulausir. Með þetta í huga höfum við leitast við að kanna hvort þéttni mikilvirkra efna á borð við snefilefni gæti verið öðruvísi í fóðri fjárins á riðubæj- unum (bæjum þar sem riða er í gangi) eða fjárskiptabæjunum en er i fóðri fjár á riðu- lausu bæjunum, sem hugsanlega gæti haft áhrif á uppkomu sjúkdómsins. Þetta var meginforsendan fyrir þeim snefilefnarann- sóknum er hér greinir frá. NIÐURSTÖÐUR Járn og mangan Járn i jarðvegi og heyi hér á landi virðist vera svo mikið samkvæmt erlendum tölum að jaðri við ofgnótt eða eitrun í grastegundum í vissum tilvikum (Jóhannes Sigvaldason 1992, Adriano 2001). Þetta síðasta á einkum við um hey frá riðubæjum. í heyi frá riðubæjum var magn járns að meðaltali marktækt meira en í heyi frá bæjum í öðrum riðuflokkum (mynd 2). Við þær aðstæður, sem víðast eru ríkjandi í íslenskum jarðvegi, má búast við því að magn tvígildra járnjóna íjarðvegslausninni sé svo mikið að þær gætu keppt við aðrar tví- gildar málmjónir og hamlað frásogi þeirra í rætur plantna. Þetta myndi einkum geta átt við um manganjónir, en einnig kóbalt- og sin- kjónir og jónir fleiri málma (Mengel og Kirk- by 1987, Kristín Björg Guðmundsdóttir og félagar 2006). Járnskortur er yfirleitt fjarlægur möguleiki hjá grasbítum á beit eða á góðu heyfóðri. Við höfum ákvarðað blóðrauða (hemóglóbín) í yfir 700 ám, en hann inniheldur járn. Niður- stöðutölurnar benda eindregið til þess, eins og við var að búast, að járnbúskapur ánna sé í góðu lagi. í plöntum er talið að eðlilegt hlutfall milli járns/mangans sé á bilinu 1,5-2,5 (Adriano 2001). Hlutfallið var að meðaltali 1,5 i heyi frá riðulausum bæjum á riðusvæðum (riða komið upp á öðrum bæjum) og 1,7 í heyi frá fjárskiptabæjum. I heyi frá riðubæjum var hlutfallið hins vegar að meðaltali 2,7 og 1,1 í heyi frá riðulausum bæjum á riðulausum svæðum (riða aldrei komið upp). Þessar nið- urstöður endurspegla þá staðreynd að magn mangans í heysýnum frá riðubæjum var ein- mitt minnst þar sem járnmagn var mest. Hey frá riðubæjum inniheldur þannig að meðal- tali marktækt minna mangan og jafnframt marktækt meira járn en hey frá bæjum í öðr- um riðuflokkum (Þorkell Jóhannesson og fé- lagar 2004a, c, Kristín Björg Guðmundsdótt- ir og félagar 2006). Manganinnihald í grasi er yfirleitt viðun- andi hér á landi. Kóbalt og sink Kóbalt er ekki beinlínis nauðsynlegt plöntum. Það er hins vegar nauðsynlegt nær öllum líf- verum öðrum sem ómissandi hluti af vítamín- inu kóbalamíni (B12) (Adriano 2001). Magn kóbalts í heyi er heldur í minna lagi hér á landi og kann miklu járni i jarðvegi að vera um að kenna (sbr. á undan). Kóbaltskortur er þekktur í sauðfé víða um lönd og getur lýst sér sem lystarleysi. Hann hefur ekki verið greindur með vissu hér á landi. Marktækur munur var ekki á magni kóbalts í heyi frá bæjum í mismunandi riðuflokkum. Sink virðist vera nauðsynlegt öllum lífver- um, með margvíslegum hætti (Adriano 2001). Niðurstöðutölur okkar benda til þess að sink í íslensku heyi kunni að vera minna en æskilegt er. Við teljum okkur einnig hafa séð húðbreytingar (hrúðurmyndun) í nautgripum og sauðfé sem eindregið gætu bent til sink- skorts. í heildina var enginn munur á magni sinks í heyi frá bæjum í mismunandi riðu- flokkum. Mikið sink í fóðri kann að trufla nýt- ingu kopars í fóðrinu (McLachlan & Johnston 1982). Kopar og mólýbden Mólýbden er (ásamt járni) virkt sæti í tveimur veigamiklum ensímkerfum sem skipta meg- inmáli fyrir tekju niturs (köfnunarefnis) i plöntum (Adriano 2001). Skortur á mólýb- deni í plöntum líkist því skorti á nitri. Magn mólýbdens í plöntum er mjög mismunandi og sömuleiðis þarfamörk (minnsta nægjan- lega magn). Skorts kann að gæta við ræktun sumra jurta hér á landi. ( heild er mólýbden- innihald í heyi fremur í minna lagi en enginn munur er á mólýbdeni í heyi frá bæjum í mis- munandi riðuflokkum. í vömb jórturdýra, en einnig í meltingarvegi manna og annarra dýra, getur mólýbden hvarfast við kopar og breytt honum í óvirk sambönd sem ekki ná að frásogast. Rannsóknir okkar sýna að mólýbden muni ekki trufla koparbúskap marktækt í grasbítum hér á landi (Þorkell Jóhannesson og félagar 2005b, c). í jarðvegi hér á landi virðist vera tiltölulega mikið af auðleystum kopar. ( samræmi við þetta er magn kopars í heyi innan eðlilegra marka frá bæjum í öllum riðuflokkum. Þetta, ásamt þeirri staðreynd, að magn mólýbdens og sinks í heyinu er fremur í minna lagi, stuðl- ar að því að þéttni kopars í blóði áa telst vera nægjanleg svo og virkni tveggja koparensíma í blóðinu. Við þekkjum nú heldur engin dæmi um koparskort i nautpeningi eða sauð- fé þótt slíks hafi áður orðið vart. Sauðfé virð- ist vera viðkvæmara bæði fyrir koparskorti og kopareitrun en aðrir grasbítar (Þorkell Jó- hannesson og félagar 2004a, 2005a). Selen Selen er virkt sæti í ensíminu glútatíonperox- ídasa (venjulega skammstafað GPX) sem kemur fyrir í líkama manna og dýra í einum fjórum afbrigðum. GPX gegnir mikilvægu hlutverki i oxavörnum líkamans og starfar hliðstættvið tókóferól (vítamín E). Meginhluti af lífvirkni selens í spendýrum tengist GPX. Selen er hins vegar ekki nauðsynlegt plöntum (Adriano 2001). Vegna þess að ákvarðanir á seleni eru erfiðar og dýrar en ákvarðanir á virkni GPX auðveldar og fremur ódýrar er rík tilhneiging til þess að láta ákvarðanir á virkni GPX í blóði vera mælikvarða á þéttni selens i blóðinu. Á slíkum samanburði geta samt ver- ið annmarkar (Þorkell Jóhannesson og félag- ar 2004b). Niðurstöðutölur selenákvarðana sýna að seleninnihald í heyi á bæjum í öllum riðu- flokkum er einungis um það bil fjórðungur þess sem talið er æskilegt samkvæmt erlend- um rannsóknum. Grös á útjörð (fjalllendi) virðast innihalda mun meira selen en gras í fyrsta slætti á ræktuðu landi. I samræmi við FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.