Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 13
KJALLARINN VARÐ OFAN Á Samúel og Þórunn veltu því mikið fyrir sér með hvaða móti þau ættu að geyma mykj- una. Þegar valið stóð á milli tanks, poka eða kjallara varð síðastnefndi kosturinn fyrir val- inu þó það hafi í upphafi ekki verið þeirra fyrsti kostur. Sökum jarðvegsdýptar og legu landsins var tekin sú ákvörðun að steypa áburðarkjallara undir hluta hússins. „Klöpp- in kallaði í rauninni eftir legu kjallarans eins og hann er," segir Þórunn í samtali við Frey og Samúel bætir því við að um 5 metrar séu niður á fast undir mjólkurhúsinu. Heil gólf eru í flórunum og sjálfvirkar sköfur sjá um að hreinsa flórana í húsinu og skafa í kjall- arann. ÍDREGNAR LAGNIR Það er áberandi hve allur lagnafrágangur er vandaður í fjósinu, hvort heldur um raf- magns-, vatns eða mjólkurlagnir er að ræða. Þau ákváðu að draga vatnslagnirnar fyrir brynninguna í fyrirfram steypt 50 milli- metra rör í gólfinu. Aðrar lagnir eru utan- áliggjandi. Vatnið í brynninguna er endur- nýtt vatn úr kælivél tanksins og forkæli mjaltakerfisins ásamt afrennsli af gólfhita- leiðslum. Skúli Guðmundsson frá Birtinga- holti sá um hönnun og lagningu pípulagna. Aðspurð hvað þau myndu vilja hafa gert öðruvísi væru þau að byggja í dag segja þau að ef til vill sé hæðin upp í básana of mikil fyrir kýrnar. Þau fylgdu uppgefnum dönsk- um stöðlum sem kveða á um 20 sm hæð frá flór og upp i básinn. „Trúlega mætti kanturinn vera aðeins lægri því maður sér það þegar kýrnar standa upp að þær veigra sér aðeins við því að fara aftur úr básnum." Þá væri að þeirra mati betra að hafa sköfu- brautir niðurfelldar í flórinn til að minnka slettur. MALBIK í MJALTABÁSNUM Á biðplássi við mjaltabásinn og á stöðu- plássi (mjaltastæði) kúnna í básnum sjálfum völdu Þórunn og Samúel að setja malbik. Þau höfðu séð hugmyndina í fjósi norðan heiða og leist svo vel á hana að þau fengu Malbikun K-M ehf. að norðan til þess að leggja malbikið fyrir sig. Þau segja malbikið reynast afar vel. Um er að ræða reisulega byggingu hjá þeim Samúel og Þórunni enda mikil hugsun og hugmyndavinna að baki framkvæmd- inni. „Maður reisir náttúrulega aldrei full- komna byggingu," segja þau en það má vissulega greina verðskuldaða ánægju ábú- endanna með nýjan fjósið. NÝJA ÚTIHÚSIÐ Úr mjaltabásnum í Bryðjuholti. Á myndinni sést hvernig stöðupiáss (mjaltastæði) kúnna í mjaltabásnum er malbikað. Ljósm. Samúel U. Eyjólfsson Innréttingarnar í nýja fjósinu voru fengnarfrá Landsstólpa ehf. Ljósm. Þórunn Andrésdóttir Malbikun K-M ehf. á Akureyri sá um að malbika stöðupláss kúnna í mjaltabásnum. Ljósm. Samúel U. Eyjólfsson Byggingarlýsing Legubásafjós í Bryðjuholti í Hruna- mannahreppi. Stærð 848,6 m2, rúm- mál 4.340,6 m3. Stærð haughúss 337,1 m2, rúmmál 1.065,7 m3. Bygg- ingin er keypt af Límtré - Vírneti ehf. og eru bogasperrur úr límtré sem framleitt er á Flúðum í Hrunamanna- hreppi. Húsið er klætt og einangrað með yleiningum. Innréttingarnar í fjósinu eru frá Landstólpa ehf. Á mæni hússins eru tölvustýrðir, opnan- legir gluggar frá Landstólpa. Þá er í fjósinu eftirlitsmyndavélarkerfi frá El- net-tækni ehf. Vatnslagnir fyrir brynn- ingu eru allar ídregnar í 50 millimetra plaströr sem steypt eru í gólfplötuna. FREYR 06 2006 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.