Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 5
VIÐTAL
Stefán H. Sigfússon var frá upphafi
umsjónarmaður áburðarflugsins.
Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson
og þeirra. Þetta hefur líka leitt til alls konar
umbóta í landnýtingu. Þegar búið er að fara
yfir uppgræðsluþáttinn í heimsókn starfs-
fólks okkar og farið að ræða saman í eld-
húsinu, þar sem ákvarðanir í búrekstrinum
eru oftast teknar, þá eru oft margs konar
landnýtingarvandamál leyst, kannski varð-
andi ofbeitta hrossahaga o.fl.
Verkefnið hefur leitt af sér mikla ræktun í
góðu samstarfi bænda og Landgræðslunn-
ar.
ÁBURÐARFLUG
Má segja að verkefnið „Bændur græða
landið" taki á einhvern hátt við af áburðar-
fluginu?
Já, það er alveg Ijóst, hlutverk flugsins
dróst saman en hlutverk bændanna jókst.
Gunnlaugur Kristmundsson, fyrsti
sandgræðslustjórinn. Ljósm. óþekktur
Þegar þetta gerðist voru bændur jafnframt
að eignast betri og öflugri tæki, svo sem
fjórhjóladrifnar dráttarvélar og vandaða
kastdreifara.
Það hefur lengi verið stefna okkar að
virkja sem flesta bændur sem verktaka hjá
okkur. Þegar þessi öflugu tæki þeirra voru
komin til sögunnar þá var það einfaldlega
farsælla og oft á tíðum faglega best að
bændur dreifðu áburðinum og grasfræinu.
Þeir þekktu oft best til sjálfir hvar þörfin var
mest.
Allt fram til 1990 keyptu sveitarfélögin
áburðardreifingu með flugvélum á sameig-
inleg lönd og þá keyptu bændur líka slíka
dreifingu á heimalönd sín. En auðvitað var
Douglasinn, Páll Sveinsson, notaður áfram í
stóru verkefnin, svo sem í verktöku fyrir
Landsvirkjun við uppgræðslu á Auðkúlu- og
Eyvindarstaðaheiði og fyrir Vegagerðina í
Runólfur Sveinsson, sandgræðslustjóri
1947-1954. Ljósm. óþekktur
Þorlákshafnargirðingu, og er enn. Nú er
hins vegar svo komið að einu verkefni vélar-
innar eru á Suðurnesjum fyrir sveitarfélögin
þar og við fyrirhugaðan Suðurstrandarveg,
á landi sem er nánast óvéltækt.
Fyrir 15-20 árum vorum við líka að dreifa
á landgræðslusvæði sem voru og eru enn
ófær öllum vélum. Þar verðum við nú að
grípa til annarra aðferða. Þetta var afar ódýr
dreifingaraðferð með flugvélunum en þeg-
ar áburðarmagnið minnkaði þá varð þetta
hlutfallslega dýrara vegna þess að fasti
kostnaðurinn á vélinni var það hár.
Upphaf áburðarflugsins?
Það hófst þannig að nokkrir stórhuga
menn, eins og Björn Pálsson flugmaður, og
Karl Eiríksson hjá Bræðrunum Ormsson,
sem einnig er flugmaður, sáu úr lofti tötrum
FREYR 06 2006
5