Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 26
SAUÐFJÁRRÆKT
arþunga gemlingslamba má sjá í töflu 9.
Meðalgemlingslambið vó 3,02 kg sem er
örlítið minna en vorið 2004.
AFURÐIR
Tafla 10 sýnir vaxtarhraða og þunga 108
gemlingslamba. Frá fæðingu og til 30. júní
þyngdust lömbin um 285 g/dag sem er 6 g
hægari vöxtur en vorið 2004 og 21 g
minni vöxtur en 2003. Frá fjallrekstri til 30.
september þyngdust þau um 209 g/dag
sem er 32 g minni vöxtur á dag á fjalli en
síðasta ár. Hluti af skýringunni á minni
vexti er sú að gemlingarnir voru tregir til
að koma til að éta útigjöfina eftir að þeim
var sleppt á túnið í maí. Þetta sýnir því hve
mikilvægt er að gefa hey úti, jafnvel þó
grös séu orðin græn á túnum. Um haustið
var meðalþungi lambanna 37,1 kg sem er
0,4 kg minni þungi en slðasta ár. Meðal-
fallþungi gemlingslamba var 15,8 kg og er
hann 0,4 kg minni en ári áður. Flokkun 79
gemlingsfalla má sjá í töflu 11 en einungis
eru tekin með þau lömb sem slátrað var í
október. Einkunn fyrir gerð er 10,43, fyrir
fitu 6,52 og einkunn fyrir hlutfall er 1,60.
Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru gerð
9,13, fita 7,43 og hlutfall 1,23. Gemlings-
lömbin flokkuðust því mjög vel miðað við
þunga.
AFDRIF GEMLINGA
Af 151 gemlingi sem settur var á vetur
haustið 2004 voru 132 settir á veturgamlir.
Einn drapst um veturinn. Tveir drápust um
vorið og tvo gemlinga vantaði í heimtur. Alls
var 14 gemlingum slátrað eftir fósturvísa-
talningar. Heildarafföll eru því 19 gemlingar
eða 12,6% sem er þó nokkuð meira en í
fyrra (9,1%) og skýrist það nú aðallega af
Tafla 9. Meðalfæðingarþungi lamba undan gemlingum (kg)
Fjöldi Lömb 2005 2004 2003 2002 2001
37 Tvílembingshrútar 2,6 2,7 2,7 2,8 2,9
44 Tvílembingsgimbrar 2,5 2,3 2,6 2,7 2,6
40 Einlembingshrútar 3,5 3,4 3,5 3,6 3,3
48 Einlembingsgimbrar 3,5 3,4 3,3 3,3 3,4
169 Meðaltal 3,02 3,06 3,06 3,17 3,06
Tafla 10. Vaxtarhraði gemlingslamba (g/dag) og þungi (kg)
t
Fjöldi Kyn Við burð Gengur undir sem Frá fæðlngu til 30. júní 30. júní til 30. sept. Þungi 30. sept. Meðalfall Fjöldi í ásetning
32 Hrútur einl. einl. 297 231 40,0 16,6 1
40 Gimbur einl. einl. 279 192 35,3 15,5 12
15 Hrútur tvíl. einl. 282 211 36,2 15,5
21 Gimbur tvíl. einl. 281 206 36,7 15,7 2
108 Meðaltal 285 209 37,1 15,8
Tafla 11. Hlutfallsleg flokkun lamba undan gemlingum
1 2 3 3+ 4 5 Alls (%)
E 5,1 3,8 8,9
u 26,6 33,0 3,8 63,3
R 1,3 16,5 10,1 27,9
O 0,0
P 0,0
Alls (%) 1,3 48,2 46,8 3,8 0,0 0,0
því að ákveðið var að slátra flestum geldum
gemlingum strax að vori.
AÐ LOKUM
Afföll lamba voru nokkuð meiri þetta sum-
arið en árið áður. Lömbin flokkuðust vel, þó
sérstaklega gemlingslömbin sem voru samt
léttari en haustið áður. Haustið 2005 voru
settar á vetur 473 ær veturgamlar og eldri,
150 gimbrar, 20 lambhrútar og 6 fullorðnir
hrútar. Samtals voru því settar á vetur 649
kindur afurðaárið 2005-2006.
FREYR 06 2006