Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 29

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 29
SAUÐFJÁRRÆKT Akureyri IKAGAFJÖRBUR - (1878) 5 glacier ÁRNESSÝSLA VATNAJÖKULL glacier Lake Reykjavík Mýrdaisjökull afader Mörk umdæma sýslumanna Útbreiðsla riðu frá 1878 til u.þ.b. 1950 I I Útbreiðsla riðu ------ eftir u.þ.b. 1950 ■ Riðulaus svæði Vestmanneyjar^. Mynd 1 Sauðfjárriða á íslandi og staðsetning sýnatökubæja. Sauðfjárriða er talin hafa borist með erlendum hrúti til Skagafjarðar árið 1878. Þar til u.þ.b. 1950 þekktist veikin eingöngu á afmörkuðu svæði á Norðurlandi (appelsínugult). Síðan hefur veikin greinst í mismiklum mæli í öllum sýslum (blátt) nema fjórum (grænt). Tölurnar 1-11 sýna svæðin ellefu þar sem safnað var alls 172 heysýnum frá árunum 2001- 2003 á 47 bæjum til greiningar á járni (Fe), mangan (Mn), kóbalti (Co), sinki (Zn), kopar (Cu), mólýbden (Mo) og seleni (Se). (Þorkell Jóhannesson og félagar 2004a, b, Kristín Björg Guðmundsdóttir og félagar 2006). Græna svæðið á norðausturhorni landsins merkir að riða hefur aldrei greinst í Norður-Þingeyjarsýslu austan Jökulsár [ miðtaugakerfi manna og dýra og f flest- um líffærum öðrum er svokallað príonpró- tein (eðlilegt príonprótein). Gildi þess fyrir líffærastarfsemina er óljóst. Það tekur samt nokkuð örugglega þátt í koparbúskap lík- amans (það inniheldur kopar) og verndar sennilega einnig gegn óhóflegu oxunar- álagi. Við sérstakar aðstæður getur þrívídd- argerð þessa próteins breyst, en við það verður það sjúklegt. Við þetta missir pró- teinið ekki aðeins starfsgetu sína heldur byrjar það að safnast saman og falla í meira eða minna mæli út í skellur í taugavef (líkt og þekkist með Alzheimersjúkdóm og fleiri hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu) og veldur jafnframt götum í taugavefnum („spongiform degeneration"). Enda þótt príonprótein finnist í flestum líffærum eru sjúkdómseinkenni príonsjúkdóma samt nær einvörðungu frá miðtaugakerfinu. Prí- onsjúkdómar eru alltaf banvænir (Prusiner 2001, Brown 2002, Brown 2003, Þorkell Jó- hannesson og félagar 2003). Príonsjúkdómar hafa þá sérstöðu meðal hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu, að þeir geta smitast milli einstaklinga sömu tegundar og stundum einnig milli einstak- linga mismunandi tegunda. Smitferlið er augljóslega hægfara og ekki öflugt og því er sennilega margt sem getur haft áhrif á það. Hér kemur líka til að smitefnið, hið sjúklega príonprótein, þarf að umbreyta eðlilegu príonpróteini í þeim einstaklingum sem smitast í sína sjúklegu mynd og valda fjölföldun á próteininu áður en sjúkdóms- einkenna verður vart. Það gerir sýkingarferl- ið svo enn fremur flóknara að hið sjúklega príonprótein getur án efa geymst lengi í jörðu, bundið leir (Johnson og félagar 2006), heyi eða öðru þvilíku. Sauðfjárriða virðist samt einungis verða til við smitun (Brown 2003, Jóhannesson og félagar 2003). Þrátt fyrir kostnaðarsamar aðgerðir,s.s. förgun fjár, fjárlaus tímabil, miklar hreinsun- ar- og sóttvarnarframkvæmdir og töku heil- brigðs fjár frá riðulausum svæðum, hefur FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.