Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 32

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 32
NAUTGRIPARÆKT Nautgripasæðingar 2005 Á árinu 2005 var 23.271 kýr sædd fyrstu sæðingu eða sem nemur 73,6% af heildarfjölda kúa og kvígna samkvæmt talningu haustið 2004. Er þetta heldur lægra hlutfall en á árinu 2004. Ólíkt því sem gerst hefur undanfarin ár þá fjölgaði til- fellum fyrstu sæðingar og kúnum fækkaði ekki milli ára eins og und- anfarin ár. Skráðum kvígum fjölgaði en eins og alltaf verður að hafa í huga að unnið hafi verið með réttar tölur. Tölur áranna 2004 og 2005 bera það hins vegar með sér að þátttaka í sæðingum er að aukast og er það mjög ánægjulegur vitnis- burður um sæðingastarfsemina og kynbótastarfið almennt. ÁRANGUR SÆÐINGANNA Mynd 1 sýnir árangur sæðinga frá 1994 til 2005. Árangurinn er nokkuð stöðugur þetta tímabil og sveiflan rétt við 3%. Ár- angur af sæðingum, eins og hann er mældur, hefur ekki verið betri síðan 1994. Nú er hann metinn 72,1 % sem þýðir að sá hundraðshluti kúa og kvígna sem sæddur er kemur ekki til endursæðingar inn 60 daga. Þetta þýðir ekki endilega að þær beri 40 vikum síðar eins og bændur vita manna best. Samanburður milli ára er allt- af erfiður því einstök naut geta haft mikil áhrif. Mjög vel virðist ganga að halda við ungnautum á síðasta ári og einungis tvö þeirra fara niður fyrir 65%. Það hlýtur að teljast gott. Eins og sjá má í töflu 1 er ár- angur milli svæða misjafn og einnig innan svæða milli mánaða. Sú staðreynd að sæðingar hafa færst mikið yfir á vetrar- mánuði undanfarinn áratug er trúlega sá einstaki þáttur sem veldur því að fanghlut- fall síðustu ár hefur verið lægra en áratug- inn þar á undan. Tafla 1 sýnir árangur sæðinga eftir svæðum. Þar sést að á flestum svæðum er uppsveifla í fanghlutfalli en á einstaka svæði er árangur lakari. Hvað heildarnið- urstöðuna varðar munar mest um að Suð- urland heldur áfram að hækka en þar vex fanghlutfallið um 1,7%. Það munar um minna enda er þar um að ræða rúmlega 40% af öllum fyrstu sæðingum á landinu. SÆÐINGAR OG FANGHLUTFALL Á árinu 2005 voru flestar fyrstu sæðingar í janúar eða 2.641 og í desember 2.575. f þessum tveimur mánuðum voru einnig flestar sæðingar á árinu 2004 en þá var toppurinn hærri sem nam um 100 kúm á mánuði. ( september voru fyrstu sæðingar fæstar eða 1.027, en þær náðu ekki 1.000 sæðingum í þeim mánuði árið á undan. Á næstu mynd má sjá að töluverður mun- ur er á fanghlutfalli milli mánaða. Best héldu kýrnar sem sæddar voru í ágúst eða 77,9% þeirra, í júlí 77,2% og ( september 76,8%. Verst héldu kýrnar sem sæddar voru í janúar 68,3% og ( desember 68,4%. IEftir Sveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóra Nautastöðvar Bændasamtaka íslands, Hvanneyri Á síðasta ári var niðurstaðan svipuð hvað mánuði varðar en þá var fanghlutfall í janú- ar einungis 64,5% þannig að það hefur hækkað mikið milli ára. ( þessum tölum má auðvitað lesa náttúrulegar sveiflur því það er nautgripum eðlislægt að festa fang seint á sumri eða í byrjun hausts. Tafla 1. Samanburður sæðinga milli áranna 2004 og 2005 Búnaðarsamband 2004 Fyrsta sæðing 2005 Tvísæddar Árangur Fyrsta sæðing Tvísæddar Árangur Kjalnesinga 204 10 79,4% 232 26 74,5% Borgarfjarðar 1980 239 68,9% 1897 215 69,4% Snæfellinga 670 177 72,8% 638 143 73,7% Dalamanna 386 111 71,6% 365 86 70,3% Vestfjarða 459 52 70,8% 493 46 81,4% Strandamanna 51 13 76,3% 43 5 78,9% V-Hún. 511 30 70,9% 493 25 74,4% A-Hún. 773 61 76,3% 780 59 73,9% Skagafjarðar 1912 146 77,3% 1939 135 77,5% Eyjafjarðar 4002 358 73,5% 4126 352 74,4% S-Þing. 1521 114 66,2% 1501 120 69,9% Austurlands 873 74 69,2% 816 90 69,4% A-Skaft. 338 72 65,4% 308 41 71,2% Suðurlands 9515 1257 68,4% 9635 1220 70,1% Landið 23195 2714 70,6% 23249 2561 72,1% Mynd 1 74% 72% 70% 68% 66% 64% 62% 60% 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 . Arangur sæðinga 1994 til 2005 32 FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.