Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 8
SAUÐFJÁRRÆKT Sauðfjárrækt Upplýsingar um ræktunarstarf, sölu, verðlag og afkomu greinarinnar Afurðir sauðfjár eru kjöt, slátur, gærur og ull. Samkvæmt gjaldstofni til Búnaðargjalds fyrir tekjuárið 2004 voru verðmæti sauðfjárafurða að meðtöldum beingreiðslum 4,351 milljarðar króna eða 21,9% af heild- argjaldstofninum. FJÖLDI FRAMLEIÐENDA Tafla 3. Framleiðsla og sala sauðfjárafurða innanlands árin 2001 -2005 Ár Framleiðsla - kjöt Sala - kjöt Sala kjöts á hvern íbúa Framleiðsla - ull 2001 8.615.997 6.768.424 23,8 675.447 2002 8.674.053 6.427.235 22,4 492.840 2003 8.673.999 6.427.235 21,9 697.438 2004 8.644.029 7.212.540 24,7 855.896 2005 8.737.848 7.331.732 24,7 759.528 * Samkvæmt niðurgreiðslureikningum Heimild: Bændasamtök íslands Fjöldi lögbýla með kindakjötsinnlegg og virkt greiðslumark árið 2005 var 1.647 en 1.704 árið 2004. Árið 2005 komu 94% framleiðslunnar frá þessum búum eða 8.224 tonn. Frá 371 lögbýli án greiðslu- marks komu 480 tonn og frá framleiðend- um utan lögbýla komu 34 tonn. Fjöldi sauð- fjárbúa og stærð þeirra eftir landshlutum er sýndur í töflu 2. Sauðfé hefur fækkað mikið tvo siðustu áratugi. Flest varð það árið 1977 eða 896 þúsund ásetts fjár. Haustið 2005 voru sett á 454.950 fjár en rúm 455 þúsund árið áður. Tafla 1. sýnir fjölda sauðfjár árin 2000- 2004. Tafla 1 Fjöldi ásetts sauðfjár 2001-2005 Ár Ásett fé 2001 473.535 2002 469.404 2003 463.006 2004 455.398 2005 454.950 Heimild: Bændasamtök íslands FRAMLEIÐSLA OG SALA Árið 2005 var framleiðsla kindakjöts 8.738 tonn eða 1,1% meiri en árið 2004. Dilka- kjötsframleiðslan var 7.866 tonn en kjöt af veturgömlu og fullorðnu fé 872 tonn. Meðalfallþungi dilka var 15,47 kg. Alls var slátrað 508.359 dilkum og 35.822 full- orðnum kindum. Árið 2005 voru 866 tonn af kjöti fram- leidd utan hefðbundins sláturtíma í sept- ember og október. Telur þetta um 10% af allri framleiðslu en var árið áður 14%. Að þessari breytingu hefur verið stuðlað með áðurnefndum álagsgreiðslum utan hefð- bundinnar sláturtíðar og hærra afurða- stöðvaverði. Innvegin ull árið 2005 var samkvæmt niðurgreiðslureikningum 760 tonn en 856 tonn árið 2004. Sala kindakjöts innanlands árið 2005 var 7.332 tonn eða 1,7% meiri en árið 2004, þar af var lambakjöt 6.494 tonn en kjöt af fullorðnu 838 tonn. Sala á íbúa nam 24,7 kg og hlutdeild kindakjöts í heildarkjöt- neyslu var 32,2%. Birgðir kindakjöts minnkuðu frá ársbyrjun til ársloka og voru 5.303 tonn í árslok 2005. Meðtalið ( birgð- um er kjöt sem flytja skal á erlenda mark- aði samkvæmt álagðri útflutningsskyldu fyrir árið 2005. Framleiðsla og sala sauð- fjárafurða innanlands árin 2001-2005 er sýnd í töflu 3. ÚTFLUTNINGUR Útflutningur kindakjöts samkvæmt verslun- arskýrslum árið 2005 var 1.521,3 tonn en var 1.732 tonn árið áður. Frá 1996 hefur framboði dilkakjöts á innanlandsmarkaði verið stýrt með útflutningsskyldu og hefur álögð útflutningsskylda þróast eins og tafla 4 sýnir. Tafla 2 Fjöldi innleggjenda og stærð sauðfjárbúa 2005 Landshluti Fjöldi lögbýla með innlegg og virkt greiðslumark Innlagt kindakjöt (kg) Meðalinnlegg (kg) Virkt greiðslumark lögbýla með innlegg (ærgildi) Reykjanessvæði 29 55.859,5 1.926,2 2.163,7 Vesturland 247 1.428.188,8 5.782,1 49.023,5 Vestfirðir 148 945.393,7 6.387,8 39.205,6 Norðurland vestra 329 1.735.520,8 5.275,1 71.688,6 Norðurland eystra 292 1.304.790,9 4.468,5 56.873,3 Austurland 248 1.430.161,1 5.766,8 60.537,9 Suðurland 354 1.324.059,6 3.740,3 51.586,5 Allt landið 1.647 8.223.974,4 331.079,1 Heimild: Bændasamtök íslands og Landssamtök sláturleyfishafa FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.