Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 10

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 10
NAUTGRIPARÆKT Endurmat á dætrum nautsfeðranna sem fæddir voru árið 1997 IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum fslands Eins og fjallað er um í 3. tbl. Freys á síðasta ári þá var árið 2002 byrjað á að gera reglulegt endurmat á dætr- um þeirra nauta sem valin höfðu verið sem nautsfeður nokkrum árum áður. Þetta var talið nauðsyn- legt að gera samhliða því að reglu- legum skoðunum á fullorðnum kúm var hætt hér á landi um síðustu aldamót. í áðurnefndri grein er gerð grein fyrir niðurstöðunum úr þessu endurmati fyrir nautsfeðurna sem fæddir eru á árunum 1994 til 1996. Árið 2005 var gerð slík skoðun á dætrum nautsfeðranna sem valdir voru úr árgangi nauta sem fædd voru árið 1997. Þetta eru þau naut sem verið er að velja syni til notkunar sem ungnaut á Nautastöðina núna á þessu ári. Eitt naut sem fætt er þetta ár, Rosi 97037, hefur að vísu verið valið til viðbótar sem nautsfaðir en kom sem slíkur til notkunar ári síðar og munu dætur hans því koma til skoðunar jafn- hliða dætrum 1998 nautanna í ár þar sem mögulegir synir hans koma ekki til vals fyrr en að ári. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir helstu niðurstöðum fyrir dætur þessara nauta frá 1997. f byrjun er rétt að rifja það upp að vali á nautsfeðrum úr þessum árgangi var hátt- að nokkuð öðruvísi en áður hefur verið venjan. Vegna þess að þarna var talinn vera á ferðinni stór hópur af öflugum kyn- bótanautum var farin sú leið að velja þau tvö sem á grunni fyrstu upplýsinga virtust bera af sem aðalnaut til slíkra nota en til viðbótar voru valin fimm önnur naut sem öll voru notuð í takmörkuðum mæli til að gera val á nokkrum nautkálfum undan hverju þeirra mögulegt. Tafla 1 gefur yfirlit um hversu stór hluti kúnna stendur enn í framleiðslu undir lok árs 2005 úr hverjum afkvæmahópi. Þar kemur einnig fram hlutfallsskipting förg- unar á dætrum þessara nauta. Þarna má sjá að flest af þessum nautum áttu mjög stóra dætrahópa sem komu til skoðunar, þannig að dómur þeirra á að vera öruggari en áður hefur verið. Tafla 1. Fjöldi og afdrif dætra einstakra nauta Nafn Númer Fjöldi Á lífi (%) júgurgalla (%) Fargað vegna ófrjósemi afurða (%) (%) annars (%) Teinn 97001 114 40 31 12 4 13 Bylur 97002 74 45 31 8 1 15 Stígur 97010 82 62 20 6 4 8 Brimili 97016 106 36 35 8 5 16 Randver 97029 57 42 35 7 5 11 Kubbur 97030 77 53 25 4 6 12 Hersir 97033 82 62 20 5 4 9 Fram kemur að veruleg förgun hefur átt sér stað á þessum kúm þó að hún sé mjög breytileg eftir systrahópum. Vandamálið við að leggja mat á þessar niðurstöður er hins vegar það að kýrnar undan einstök- um nautum eru misgamlar og um tveggja ára aldursmunur á yngstu og elstu kún- um. Það hefur umtalsverð áhrif á hversu mikil förgunaráhættan hefur verið hjá ein- stökum gripum. Dætur þeirra Teins og Brimils eru jafnelstar en yngstu kýrnar hér eru hins vegar að meðaltali dætur Hersis, sem skýrir að einhverju leyti góða útkomu hans í samanburðinum. Að teknu tilliti til aldurs kúnna er tæpast vafamál að hér sýna dætur Stígs talsverða yfirburði. f sambandi við förgunarástæður er rétt að benda á að þar teljast með þær kýr sem horfið hafa af skýrslum vegna búskapar- loka á viðkomandi búum og falla undir aðrar ástæður en það eru alls ekki alltaf fyrir hendi upplýsingar um hvort þessar kýr séu í raun fallnar eða ekki. Samtals eru þetta um 30 kýr undan þessum sjö naut- um en þær skiptast verulega ójafnt á nautin. Þannig eru nær allar kýr undan Stíg sem fargað er af öðrum ástæðum úr þessum hópi en bæði Bylur og Randver eiga aðeins eina dóttur hvor í þessum hópi. Eins og hjá kúm í landinu er lang- samlega mest um förgun vegna júgur- meina (mest júgurbólgu), en ekki verður greindur neinn afgerandi munur á milli þessara hópa í þeim samanburði. Förgun bæði vegna ófrjósemi og lélegra afurða er hverfandi lítil í þessum dætrahópum. Tafla 2. Gæðaflokkun þeirra kúa sem eftir lifa Nafn Númer Góðar kýr Meðalkýr Gallakýr (%) (%) (%) Teinn 97001 54 33 13 Bylur 97002 48 30 22 Stígur 97010 63 20 17 Brimill 97016 45 29 26 Randver 97029 58 13 29 Kubbur 97030 68 15 17 Hersir 97033 53 20 27 Dætur Teins hafa samt horfið hlutfallslega meira úr heimi hér en hinna nautanna vegna ófrjósemi en það að þessar kýr eru ívið elstar gæti þar ráðið einhverju um. Við endurmat kúnna sem eftir standa er ekki mögulegt að benda á það að neinir áberandi gallar komi fram hjá kúnum í neinum af þessum systrahópum þegar þær eldast. Það verða að teljast jákvæðar niðurstöður. Þetta eru samt um margt mjög ólíkir hópar. Þannig eru t.d. margar af dætrum Teins fremur litlar og grann- vaxnar kýr meðan dætur Brimils eru marg- ar áberandi stórar og öflugar kýr en hjá sumum þeirra er ef til vill júgurbygging ekki jafn sterk og skyldi. Dætur Randvers eru fádæma mjólkurlagnar kýr margar hverjar en sumar á mörkum þess að vera nógu sterkbyggðir gripir til að standast vel framleiðsluálagið. Yfirburðir hjá dætrum 10 FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.