Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 25

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 25
SAUÐFJÁRRÆKT Tafla 4 Lífþungi lamba í september (kg) AFDRIF ÁA Fjöldi Lömb 2005 2004 2003 2002 2001 332 Tvílembingshrútar 41,2 40,0 41,4 38,9 38,4 401 Tvílembingsgimbur 37,6 36,0 37,5 35,3 34,9 15 Einlembingshrútar 43,2 46,3 44,2 42,4 43,1 9 Einlembingsgimbrar 40,3 41,5 40,7 39,6 39,3 757 Meðaltal 39,3 38,1 39,8 37,4 37,0 Tafla 5 Hlutfallsleg flokkun ærlamba 1 2 3 3+ 4 5 Alls (%) E 0,9 1,9 0,6 3,4 U 0,2 15,4 25,8 3,6 0,2 45,2 R 0,6 31,1 18,1 0,9 0,4 50,7 O 0,6 0,6 P 0,0 Alls (%) 1,4 47,4 45,8 5,1 0,2 0,0 Tafla 6 Fallþungi lamba (kg) Fjöldi Lömb 2005 2004 2003 311 Tvílembingshrútar 16,9 15,9 17,4 204 Tvílembingsgimbrar 15,3 14,3 15,8 14 Einlembingshrútar 17,9 19,3 18,7 6 Einlembingsgimbrar 16,6 16,4 17,4 535 Meðaltal 16,3 15,4 16,7 VÖXTUR Tafla 3 sýnir meðalvöxt 677 lamba sem komu í vigtun fyrir fjallrekstur og aftur að hausti. Meðalvöxtur lamba við fjallrekstur þegar þau voru að meðaltali 46 daga gömul var 294 grömm á dag sem er 7 grömmum meiri dagsvöxtur en árið áður. Vöxturinn á fjalli var 229 grömm á dag til hausts. Það er 9 grömmum minna á dag en árið áður. Frá því rekið var á fjall og fram til hausts tapaðist 31 lamb (3,5%) sem eru heldur minni afföll er árið áður (3,9%). Þar af vantaði 23 lömb I heimtur en 8 lömb drápust heima. Alls fórust því 58 lífvænleg lömb eða 6,6% frá vori og fram á haust. Heildarafföll eru þá 93 lömb eða 10,5% sem er talsvert meira en á síðasta ári þeg- ar þau voru 7,3%. Til nytja komu 789 lömb, en af þeim voru 4 aumingjar. Til slátrunar og ásetn- ings voru tiltæk 785 lömb sem gerir 1,78 lömb á hverja borna á. Tafla 4 sýnir þunga lamba eins og hann var þegar þau komu af fjalli. Lömbin eru flokkuð eftir því hvernig þau gengu undir. Meðallambið var 39,3 kg sem er 1,2 kg meiri lífþungi en haustið 2004. AFURÐIR Lömbum frá Hestbúinu var slátrað í fjórum slátrunum. Aðalslátranir voru 30. september og 21. október. f aðalslátrunum var slátrað 535 lömbum og eru þau lömb á bak við með- altölin i töflum 5 og 6. Tafla 5 sýnir hvernig þessi föll flokkuðust eftir gerð og fitu. Meða- leinkunn fyrir gerð var 9,54 og fyrir fitu 6,57, hlutfall 1,49. Er það talsvert betri flokkun en haustið áður þegar samsvarandi einkunnir voru: gerð 8,60, fita 6,50 og hlutfall 1,32. Meginskýringin á betri flokkun er aukinn fall- þungi eða 16,3 kg í stað 15,4 haustið 2004. Sett voru á vetur 159 lömb undan ám, 16 hrútar og 131 gimbur. Að auki voru seldir 4 hrútar og 8 gimbrar til lífs. Tafla 7 sýnir þunga og ómmælingarásetningslamba í september. I þessari töflu eru einnig tölur fyrir gemlings- lömbin. Nær öll lömb eru ómmæld á Hesti eins og sjá má af fjöldatölunum í töflunni. Af 475 ám tveggja vetra og eldri sem settar voru á vetur haustið 2004 var 341 ær sett á haustið 2005. Þrettán ær drápust frá janúar til sauðburðar. Sjö ær drápust um sumarið og það vantaði sex ær í heimtur. Samtals eru vanhöld því 26 ær eða 5,5% sem er nokkuð meira en í fyrra (3,7%) og yfir með- altali síðustu fimm ára (4,8%). Mestu mun- ar um að missa 10 ær rétt fyrir burð, því það eru í raun tvöföld vanhöld því lömbin fara líka. Fargað var svo að auki 108 ám. 16 af þessum 108 ám var slátrað um miðjan apríl eftir fósturvísatalningu, þ.e. ám sem voru geldar og höfðu látið. GEMLINGAR Gemlingar voru 151 haustið 2004, 43 hyrndir í þremur dætrahópum og 108 vald- ir, þar af 3 kollóttir. Meðalþungi og þunga- breytingar þeirra frá hausti til sauðburðar koma fram í töflu 8. Meðalþungi ásetnings- gimbra var 39,4 kg og þyngdust þær um 4,6 kg fram til mánaðamóta nóvember-des- ember. Gimbrarnar tóku vel við sér eftir að þær voru teknar inn en hægðu á sér í des- ember. Meginmunurinn á þyngingu hóp- anna kemur svo fram síðustu tvo mánuðina þegar fósturþroskinn fer að aukast. Heildar- þynging lembdra gemlinga var 21,9 kg miðað við 14,8 kíló hjá geldum gemlingum. FRJÓSEMI Hleypt var til allra gemlinganna og báru 133 gemlingar 171 lambi. Fanghlutfall var því 88,1% og 1,29 lömb að meðaltali á borinn gemling. Fimm lömb voru dauðfædd, önn- ur fimm dóu í burði, og sex fyrir fjallrekstur. Tíu lömb vantaði svo i heimtur. Þetta gerir afföll upp á 26 lömb eða 15,2% sem er 0,7% meira en á síðasta ári. Meðalfæðing- Tafla 7 Þungi og ómmælingar lamba (óleiðrétt meðaltöl) Fjöldi Lömb Þungi Vöðvi Fita Lögun 731 Öll ærlömb 39,6 26,9 2,9 3,7 138 Öll gemlingslömb 36,6 27,0 2,8 3,4 171 Ásett ærlömb 41,5 29,7 3,1 4,1 15 Ásett gemlingslömb 39,7 30,1 3,1 4,2 Tafla 8 Þungi og þyngdarbreytingar gemlinga (kg) Fjöldi Gemlingar 22/9 23/9 -20/10 21/10 -1/12 2/12 - 7/1 8/1 - 14/2 15/2 - 18/3 19/3 -23/4 24/4 Heildar- þynging 18 Geldir 39,8 -0,3 + 3,9 + 0,9 + 3,6 + 2,4 + 4,3 54,6 14,8 92 Einlembdir 39,0 + 0,1 + 4,7 + 1,2 + 4,0 + 3,7 + 8,3 61,0 22,0 41 Tvilembdir 40,1 + 0,6 + 4,1 + 0,8 + 4,4 + 4,4 + 7,4 61,7 21,6 151 Meðaltal 39,4 + 0,2 + 4,4 + 1,0 + 4,1 + 3,7 + 7,6 60,4 21,0 FREYR 06 2006 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.