Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 28

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 28
SAUÐFJÁRRÆKT Sjö snefilefni í íslensku heyi Gildi fyrir heilbrigði búfjár - tengsl við riðu IEftirTryggva Eiríksson, Landbúnaðarháskóla íslands, Kristínu Björgu Guðmundsdóttur, Rannsóknadeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum, Sigurð Sigurðarson, Landbúnaðarstofnun, Þorkel Jóhannesson og Jakob Kristinsson, Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Á undanförnum árum hefur rann- sóknahópur unnið að rannsóknum á nokkrum snefilefnum í íslensku heyi og reynt að tengja skort á þessum efnum eða ofgnótt þeirra við sjúk- dóma í búfé, en einkum þó við uppkomu riðu í sauðfé. Rannsóknir þessar voru unnar á árunum 2001- 2004. í rannsóknahópnum voru dr. Kristín Björg Guðmundsdóttir, dýralæknir, og Sigurður Sigurðar- son, dýralæknir, Rannsóknadeild yfirdýralæknis í búfjársjúkdómum að Keldum, Jakob Kristinsson, dósent, og dr. Þorkell Jóhannesson, læknir, Rannsóknastofu H.í. í lyfja- og eiturefnafræði og Tryggvi Eiríks- son, fóðurfræðingur, Reykjavíkur- setri Landbúnaðarháskóla íslands, Keldnaholti. Rannsóknahópurinn var undir stjórn dr. Þorkels Jóhann- essonar. Hópurinn vann í nánum tengslum við embætti yfirdýra- læknis og niðurstöður rannsókn- anna hafa birst (og munu birtast) í alls 10 greinum á árunum 2002-2006 (Þorkell Jóhannesson og Sigurður Sigurðarson 2002, Þorkell Jóhannes- son og félagar 2003, 2004a-c, 2005a-c, Kristín Björg Guðmunds- dóttir og félagar 2006, Sigurður Sigurðarson og félagar 2006). Niður- stöðutölur sem vísað er til í þessari grein hafa áður birst í fyrrtöldum greinum. Þetta á þó ekki við um nið- urstöðutölur ákvarðana á kóbalti og sinki, sem ekki hafa birst áður, en gerð verður nánari grein fyrir síðar. VIÐFANGSEFNIÐ Snefilefni (smáefni; enska: trace elements) eru mikilvæg fyrir starfsemi plantna, dýra og manna. Skortur á þessum efnum, af hvaða rótum sem vera kann, getur þvf sem hægast valdið skortseinkennum og ofgnótt þeirra valdið eitrun. Meðal þessara efna má nefna: mangan, kopar, mólýbden, selen, kóbalt og sink. í þennan flokk kemur einnig járn enda þótt það sé að jafnaði til staðar í meira magni en hin efnin (Adriano 2001). Rannsóknahópurinn ákvað að gera úttekt á fyrrtöldum sjö efnum í heyi (fyrst og fremst rúlluböggum) af uppskeru áranna 2001-2003 og tengja niðurstöður við hugs- anleg skortseinkenni eða eitrunareinkenni í plöntum eða dýrum. Af ástæðum, sem bet- ur eru raktar á eftir, beindust rannsóknir okkar einkum að þvf, hvort tengja mætti mun á magni snefilefna í heyi (þéttni efn- anna í heyi) við uppkomu riðu í sauðfé. Af þeim sökum voru bæirnir (allir með sauðfé) sem sýni voru tekin á flokkaðir í þrjá megin- flokka: riðulausir bæir (riða aldrei verið greind; stundum er þessum flokki skipt í tvennt: riðulausir bæir á riðulausum svæð- um og riðulausir bæir á riðusvæðum, en þá hefur riða verið greind á öðrum bæjum á hlutaðeigandi svæðum), fjárskiptabæir (bæir þar sem riða hefur verið greind eftir 1980, en fénu verið fargað og síðar fengið heilbrigtfé) og riðubæir(riða í gangi á rann- sóknatímabilinu 2001-2004). RIÐA í SAUÐFÉ OG AÐRIR PRÍONSJÚKDÓMAR - HUGSANLEG TENGSL VIÐ SNEFILEFNI Sauðfjárriða (riða) er einn svokallaðra príon- sjúkdóma sem leggst á geitur auk sauðfjár. Af öðrum riðusjúkdómum í dýrum eru kúar- iða og hjartarriða þekktastir. Af príonsjúk- dómum í mönnum er Creutzfeldt-Jakobs- sjúkdómur þekktastur (Brown 2003). Sauð- fjárriða hefur verið landlæg á (slandi frá því 1878 að talið er. Riða hefur aldrei fundist í íslenskum geitum, né hefur kúariða verið greind hér á landi. Sauðfjárriða hefur aldrei borist í menn svo vitað sé (sjá Sigurð Sigurð- arson 2004). FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.