Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 34

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 34
SAUÐFJÁRRÆKT Afkvæmarannsóknir á Hesti haustið 2005 IEftir Eyjólf Kristin Örnólfsson, Emmu Eyþórsdóttur, Sigvalda Jónsson og Sigurð Þór Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla íslands. Árið 2005 voru afkvæmaprófaðir 12 lambhrútar og einn eldri hrútur á Hesti. Allir hrútarnir eru undan heimahrútum nema Ljúfur 159 sem er undan Spak 00-909 frá Arnar- vatni. Fjórir hrútanna eru undan Lóða 00-871 og tveir eru undan Kulda 03-924. Einn hrútur, Kjalvar 02-216, kom frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal. ÆTTERNI OG ÞROSKI Niðurstöður ómmælinga á hrútunum ásamt ætterni þeirra má sjá í töflu 1. Meðalvöðvaþykkt þeirra í september 2004 var 30,5 mm og fita 3,2 mm. Haust- ið 2004 vógu þeir 45,6 kg að meðaltali, um vorið höfðu þeir þyngst um 22,6 kg að jafnaði. Braki þyngdist mest eða um 30 kg og Garri um 29 kg. Ljúfur þroskað- ist ekki vel um veturinn og þyngdist að- eins um 12 kg. Veturgamlir vógu hrútarn- ir að jafnaði 87,5 kg. Þá höfðu þeir þyngst um 18,8 kg um sumarið og mest þyngdust Brestur og Mímir, um 23 kg hvor. Braki og Lögur voru þyngstir að hausti, 93 kg, en Slabbi léttastur, 80 kg. Kjalvar er fæddur 2002 og er ekki inni í þessum meðaltölum sem eiga einungis við um lambhrútana. NIÐURSTÖÐUR Tafla 2 sýnir helstu niðurstöður afkvæma- rannsóknarinnar. Samkvæmt venju eru ein- ungis hrútlömb tekin með í afkvæmarann- sókn og byggir þessi niðurstaða á 223 föll- um sem slátrað var 30. september. Skrokk- mál og stig eru leiðrétt að meðfallþunga hrútlambanna sem var 16,74 kg en óm- mælingar eru leiðréttar að lífþunga. Þessi hópur er talsvert þyngri en síðasti árgangur eða sem nemur 0,9 kg. Bakvöðvinn stækk- ar á milli ára eða sem svarar 0,6 mm, fita á baki er nánast sú sama og árið 2004 og síðufitan einnig. Lærastigin hækka þó nokkuð eða um 0,28 stig og frampartur einnig. Þessi hækkun passar síðan nokkurn veginn við að einkunn fyrir gerð hækkar úr 8,75 í 9,89. Það er rétt að geta þess að ekki var mæld lengd langleggs (T) og klofdýpt (F) til að meta kloffyllingu. En vegna vélvæðingar við hæklun er ekki hægt að mæla þessi mál þar sem nú er afturfóturinn ekki skorinn sundur um hækilinn heldur er beinið klippt í sundur. í töflu 2 eru feitletruð tvö bestu gildin fyr- ir helstu eiginleikana. Niðurstöður þessarar afkvæmarannsóknar eru að mörgu leyti at- hygliverðar því það er enginn hrútur sem er áberandi góður í öllum eiginleikum. Ef litið er á ómmælingar þá skila Bramli og Brimill mjög vöðvafylltum lömbum í baki. Lömb Brimils eru heldur feitari á bakið og síðu en Tafla 1. Hrútar í afkvæmarannsókn á Hesti 2005 meðaltalið og Bramli skilar ótrúlega fitulitl- um lömbum. Mímir og Klaki skila best stig- uðu lömbunum í sláturhúsi og eru einnig með bestu gerðina og vænstu lömbin ásamt Braka, Mímir með 11,17 í gerð og Klaki með 11,02. Þeir skila hins vegar held- ur feitari lömbum en flestir hinir hrútarnir. Hrútarnir undan Bramla og Kjalvari hafa minnstan fallþunga, rúmu kílói léttari en meðaltalið. Þeir skila hins vegar besta hlut- fallinu milli gerðar og fitu. Bramli er hins vegar með slökustu gerðina af öllum hrút- unum og er það hans galli. Á mynd 1 má sjá samanburð á holdfyllingar- og fitueinkunn ásamt hlutfalli þar á milli. ÁSETNINGUR Þegar kom að vali hrúta á sæðingarstöð þá lá fyrir að Braki og Hiti komu ekki til greina vegna áhættuarfgerðar vegna riðusmits og Klaki kom ekki til greina vegna lélegra fóta. Á stöð voru valdir fjórir hrútar, Mímir, Kjal- var, Gaddur og Bramli. Þessir hrútar eru ólíkir um margt. Mímir og Kjalvar skila mjög góðri flokkun. Mímir með mikinn fallþunga en Kjalvar með léttum lömbum. Bramli skil- ar vöðvamiklum og einstaklega fitulitlum lömbum en ekki nógu vel gerðum. Gaddur er meðalhrútur um allflesta eiginleika. Það var ákveðið að setja á dætrahópa undan Bramla, Mlmi, Brimli og Kjalvari. Við val á gimbrum komu síðan til ásetnings Hrútur Ómmæling Faðir Föðurfaðir Móðir Móðurfaðir Nr. Nafn Vöðvi Fita Lögun Nafn Nr. Nafn Nr. Nr. Nafn Nr. 144 Braki 304 33 4 Lóði 00-871 Klaufi 99-067 7008 Prins 00-081 145 Bramli 295 21 4 Lóði 00-871 Klaufi 99-067 7062 Áll 00-868 147 Brestur 282 27 4 Lóði 00-871 Klaufi 99-067 7177 Loppi 01-104 148 Lögur 322 35 4 Ós 02-905 Strengur 01-106 7024 Lóði 00-871 149 Mímir 292 32 4 Ægir 03-129 Lonti 00-088 7022 Lóði 00-871 150 Klaki 303 22 4 isar 03-130 Loppi 01-104 7065 Áll 00-868 152 Hiti 312 16 5 Ylur 03-132 Hylur 01-883 6441 Steðji 96-024 153 Brimill 325 43 5 Sær 03-133 Gári 02-904 7359 Munni 02-126 154 Slabbi 312 34 4 Krapi 03-134 Frosti 02-913 7234 Hagi 98-857 155 Gaddur 286 20 4 Kuldi 03-924 Frosti 02-913 6796 Ljóri 95-828 156 Garri 308 19 4 Kuldi 03-924 Frosti 02-913 6857 Klaufi 99-067 159 Ljúfur 315 83 4 Spakur 00-909 Lækur 97-843 6863 Þófi 99-068 216 Kjalvar Lóði 00-871 Klaufi 99-067 99-221 Vængur 98-320 34 FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.