Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 33

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 33
NAUTGRIPARÆKT Mynd 2. Fjöldi sæðinga á mánuði árið 2005 3.000 Mynd 4. Árangur óreyndra nauta árið 2005 (150 eða fleiri fyrstu sæðingar) 80% 75% 70% 65% 60% 55% 50% 45% Mynd 5. Árangur reyndra nauta (150 eða fleiri fyrstu sæðingar) og holdanauta árið 2005 85% Eldur, fyrrverandi þarfanaut Húsdýra- garðsins, var í hópi óreyndra nauta árið 2005. Ljósm. Húsdýragarðurinn NAUTIN Alls voru 28 óreynd naut notuð í 150 fyrstu sæðingum eða fleiri á árinu 2005. Það er sami fjöldi og árið á undan. Á mynd 4 kemur fram árangur þessara nauta. Svo sem sjá má hélt prýðilega við flestum þeirra en þó eru tvö naut sem ekki ná 65% árangri. Kannski get- ur það skýrt stöðu þeirra að Mjölnir var að mestu notaður í janúar og febrúar og Kútur eingöngu í desember. Á árinu 2004 voru í notkun tvö ungnaut sem ekki náðu 60% fanghlutfalli og slík naut skekkja heildar- myndina. Meðalárangur þeirra ungnauta sem hér eru sýnd var 72,8% árið 2005, sem er bót um 2,9% frá fyrra ári. Það er allajafna talið eðlilegt að betur haldi við ungnautum en reyndum nautum. Ástæðurnar eru tvær. Hin fyrri er að þá er alltaf verið að vinna með sæði sem hefur verið greint i besta gæðaflokk og hin síðari að „bestu" kúnum er gjarnan hald- ið við reyndu nauti og þær halda oft verr. Árangur þeirra 27 reyndu nauta sem notuð voru í 150 fyrstu sæðingum eða fleiri, sem og þeirra holdanauta sem fengu mesta notkun á árinu er sýndur á mynd 5. Tvö naut ná ekki 60% fanghlutfalli sem er ekki gott. Árangur Byls 97002 veldur sérstökum vonbrigðum en hann var ekki mikið notaður. Ekki er að sjá mikinn mun eftir mánuðum hjá honum. Meðalárangur þessara nauta var 67,1% á móti 66,9% á árinu 2004 og því munurinn í raun enginn. Hins vegar má sjá að á árinu 2005 munar 5,7% í fanghlutfalli á milli reyndra og óreyndra nauta þeim óreyndu í vil (árið 2004 var munurinn 4,0%). Þetta er f raun nokkuð mikill munur en hann má skýra með ólíkri notkun og að hjá reyndu nautun- um er verið að nota sæði sem ekki hlaut besta gæðadóm. Rétt eins og á siðasta ári var mikil eftirspurn eftir Stíg 97010 frá Oddgeirs- hólum og voru nærri 1.300 fyrstu sæðingar skráðar með honum. Fanghlutfall hans er enn yfir 70% sem verður að teljast afbragðsgott því væntanlega hefur hann verið notaður mikið á „gæðakýr", sem eiga oft erfitt með að festa fang rétt eftir burð. FREYR 06 2006 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.