Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 24

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 24
SAUÐFJÁRRÆKT Frá kennslu- og rannsóknafjárbúinu á Hesti 2004-2005 Eftir Eyjólf Kristin Örnólfsson, Sigvalda Jónsson og Sigurð Þór Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla íslands Haustið 2004 voru settar á 475 full- orðnar ær, 151 lambgimbur, 6 full- orðnir hrútar og 17 lambhrútar. Samtals 649 kindur. Gimbrar, vetur- gamlar ær og hrútar voru tekin á hús og klippt um mánaðamótin okt- óber-nóvember. Ærnar voru teknar á hús og rúnar um 20. nóvember, þá höfðu þær verið á heygjöf með há- arbeitinni í rúma viku. Tilhleypingar hófust 9. desember en áður voru sæddar 43 ær, dagana 6.-8. desemb- er. Hrútum var sleppt í gemlinga 9. desember og teknir úr 13. janúar. ÆRNAR HAUST OG VETUR Við haustvigtun 20. september voru lömbin tekin undan ánum. Þá vógu ærnar 62,2 kg að jafnaði. Það er 2,1 kg minna en árið áður. Meðalholdastig var 3,14 sem er litlu lægra en haustið 2003 (holdastig eru á skalanum 0-5). Það má sjá ( töflu 1 að veturgömlu ærnar tóku vel við sér á hánni á túninu eftir að tekið var undan þeim og fullorðnu ærn- ar bættu líka örlítið á sig. Desemberþynging- in er 1,2 kg sem er nánast það sama og síð- asta ár. Frá janúar til aprilloka þyngdust ærn- ar síðan um 11,4 kg sem er 1,9 kg meiri þynging en á síðasta ári. I heildina þyngdust ærnar 3,7 kg meira þennan vetur en vetur- inn áður. Holdastig við marsvigtun voru 3,89 og höfðu þá aukist um 0,75 stig frá hausti. Við aprilvigtun höfðu ærnar svo lagt af sem nemur 0,13 stigum sem er það svipað og oft áður. Það sýnir að fósturþroskinn verður það mikill að ærnar uppfylla ekki orkuþarfir sín- ar á fóðrinu. Tafla 1. Þungi og þyngdarbreytingar ánna (kg) Fjöldi Ær 22/9 22/9 -20/10 21/10 -1/12 2/12 -7/1 8/1 -14/2 15/2 -18/3 19/3 -23/4 24/4 Heildar- þynging 360 Eldri 63,7 1,6 6,9 1,3 2,5 4,3 4,9 85,4 21,7 115 Tveggja vetra 57,6 3,5 5,1 0,6 2,4 4,3 3,7 77,3 19,7 475 Meðaltal 62,2 2,1 6,5 1,2 2,5 4,3 4,6 83,4 21,2 Tafla 2 Meðalfæðingarþungi lamba (kg) Fjöldi Lömb 2005 2004 2003 2002 2001 80 Marglembingshrútar 3,75 3,42 3,45 3,49 3,31 93 Marglembingsgimbrar 3,39 3,44 3,32 3,28 3,19 301 Tvílembingshrútar 4,05 4,03 4,09 3,99 4,03 337 Tvílembingsgimbrar 3,86 3,85 3,93 3,85 3,81 34 Einlembingshrútar 4,46 4,41 4,68 4,77 4,58 33 Einlembingsgimbrar 4,38 4,49 4,48 4,47 4,37 878 Meðaltal 3,91 3,90 3,96 3,95 3,90 Tafla 3 Meðalvaxtarhraði lamba (g/dag) Frá fæðingu til 30. júní Frá 30. júní til 30. september Gengur Við undir Fjöldi Kyn burð sem 2005 2004 2003 2002 2001 2005 2004 2003 2002 2001 216 Hrútur tvíl. tvíl. 305 299 314 285 288 248 254 241 224 239 274 Gimbur tvíl. tvíl. 286 277 297 266 265 212 222 214 196 212 49 Hrútur margl. tvíl. 302 286 301 290 289 251 244 247 216 258 65 Gimbur margl. tvíl. 278 265 293 261 281 221 222 225 195 222 12 Hrútur einl. einl. 341 362 364 345 332 243 286 252 237 273 9 Gimbur einl. einl. 299 338 340 338 318 228 273 266 209 220 23 Hrútur einl. tvil. 291 304 318 297 302 243 259 251 222 264 29 Gimbur einl. tvíl. 292 287 291 279 285 223 217 225 177 205 677 Meðaltal 294 287 306 281 280 229 238 231 210 229 SAUÐBURÐUR Um sauðburð voru lifandi 470 ær en 10 ær dóu rétt fyrir burð. Fjórar (0,9%) létu lömb- um og tólf (2,6%) voru geldar. Það voru því 444 ær sem báru 882 lömbum eða 1,99 lömb á borna á. Þetta er þremur lömbum meira á hverjar hundrað ær en síðasta ár og er ein mesta frjósemi á Hesti frá upphafi. Ein- lembdar ær voru 67 (15,1%), 322 ær voru tvílembdar (72,5%), 49 ær voru þrílembdar (11,0%) og sex ær voru fjórlembdar (1,4%). Tafla 2 sýnir meðalfæðingarþunga lamba. Meðalfæðingarþungi 878 lamba var 3,91 kg. Fæðingarþunginn hefur verið nokkuð svipað- ur síðustu ár, hann var mestur í sögu búsins árin 1997 og 1999, 4,08 kg eða 0,17 kg meiri en í ár. Afföll lamba í sauðburði voru heldur meiri en árið áður, en árið 2004 var metár í sögu búsins í litlum afföllum. 16 lömb voru dauð- fædd (1,8%), 19 dóu í fæðingu eða á fyrsta klukkutíma (2,2%) og frá burði og til fjall- reksturs drápust 27 lömb (3,1%). Samtals urðu afföll því 7,1% á móti 3,4% árið áður. Afföllin eru hins vegar svipuð og árin þar á undan. FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.