Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 16

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 16
Kvótakerfið frá sjónarhóli hagfræðinnar Eftir Daða Má Kristófersson hagfræðing, Bændasamtökum íslands Óhætt er að fullyrða að mjólkurkvótakerfið skipi sér- stakan sess hjá kúabændum. Það ákvarðar tekjur kúa- búanna að stærstum hluta enda veitir kvótinn aðgang að markaðinum og rétt til niðurgreiðslna. Þess vegna er kvótinn einhver verðmætasta eign kúabúa. Það kemur því ekki á óvart að almenn samstaða sé meðal kúabænda að viðhalda kvótakerfinu, því eins og gildir um alla verðmæta hluti er það eigandanum þvert um geð að hrófla við virði þeirra. Kvótakerfið er hins vegar ekki gallalaust. í þessari grein mun ég fjalla almennt um þá gagnrýni sem hagfræðingar hafa sett fram um kvótakerfi og ræða afleiðingar þessara galla fyrir mjólkurframleiðsluna. MARKAÐSJAFNVÆGI Hagkerfi eru flókin fyrirbæri sem erfitt er að lýsa til hlítar. Til að tryggja skiljanlega niður- stöðu eru hagfræðileg módel því jafnan einfaldanir á raun- veruleikanum. Hér er stuðst við slíkt einfalt módel af markaði. Á markaði ráða framboð og eftir- spurn. Ef markaðinum er leyft að starfa óáreittum leitast þessi tvö öfl við að ná jafnvægi. Þetta jafnvægi næst við að verðið sem ríkir á markaðinum framkallar eftirspurn sem er jöfn framboði. Gefum okkur að framboð á markaði megi tákna með línu- legri kúrfu sem lýsir lægsta verði sem framleiðandi gæti sætt sig við að fá fyrir ákveðið fram- leiðslumagn. Þvl hærra sem verðið er því meira magn eru framleiðendur tilbúnir að fram- leiða. Kúrfan hallar því upp á við. Á sama hátt má ímynda sér kúrfu fyrir eftirspurn sem lýsir hæsta verði sem neytendur eru tilbúnir að greiða fyrir ákveðið framleiðslumagn. Því hærra sem verðið er því minna magn vilja neytendur kaupa. Eftirspurnar- kúrfan hallar því niður á við. Mynd 1 sýnir einfalt módel af markaði að gefnum ofangreind- um forsendum. Fram kemur við hvaða verð og magn jafnvægi er náð á markaðinum og skipt- ing ábatans af viðskiptunum. i L Eins og sjá má á mynd 1 næst jafnvægi á markaðinum þar sem kúrfur eftirspurnar og framboðs skerast. Við markaðs- verðið er framboð jafnt eftir- spurn, þ.e. allir sem sáttir eru við verðið fá keypt og selt að vild. Framleiðslan nemur magnil og hvorki eru ófull- nægðar þarfir né umframfram- leiðsla. Þetta eru viðskipti sem bæði framleiðendur og neyt- endur hafa hag af. Ábata fram- leiðenda og neytenda má lesa af myndinni. Ábati neytenda er svæðið milli eftirspurnarkúrf- unnar og verðsins fyrir magnl, skyggt með rauðu á mynd 1, enda markar eftirspurnarkúrfan hæsta verð sem neytandinn mundi sætta sig við að greiða fyrir framleiðslumagnið og ef hann sleppur ódýrar frá kaup- unum er hann að græða. Að sama skapi ákvarðast ábati framleiðenda af bilinu milli framboðskúrfunnar og verðsins fyrir magnl, enda markar fram- boðskúrfan lægsta verð sem framleiðandinn mundi sætta sig við og allt umfram það hlýtur að vera hagnaður. Ábati framleið- enda er skyggður með bláu á myndinni en kostnaður hans vegna framleiðslunnar er merkt- ur með gráu. Ábati neytanda og framleiðenda myndar ábata þjóðfélagsins af viðskiptum. VERÐTAKMARKANIR OG KVÓTAKERFI Hvað gerist nú ef utanaðkom- andi aðili, s.s. ríkisvaldið, ákveð- ur að verðið á markaðinum sé of lágt og skipar að það skuli hækkað? (myndum okkur að skilgreint sé ákveðið lágmarks- verð sem er hærra en markaðs- verðið og óleyfilegt sé að selja vöruna lægra en sem lágmarks- verðinu nemur. Mynd 1. Jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði. Við markaðsverðið er selt magn-| af vörunni 16 FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.