Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 21
NAUTGRIPARÆKT
KYNBÓTAMAT NAUTSMÆÐRA
Tafla 4. Kýr með 125 eða hærra í kynbótamatinu í mars 2006
Nafn Númer Faðir Númer Einkunn Nafn bús
Líf 188 Negri 91002 136 Leirulækjarseli í Borgarbyggð
Sól 82 Kaðall 94017 131 Heggsstöðum í Andakíl
Rauð 159 Smellur 92028 129 Nýjabæ í Bæjarsveit
Flétta 342 Frískur 94026 128 Skeiðháholti á Skeiðum
Skessa 134 Kaðall 94017 127 Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi
Rönd 156 Strokkur 00003 126 Núpstúni í Hrunamannahreppi
Huppa 241 Búi 89017 126 Kirkjulæk II í Fljótshlíð
Áma 20 Skutur 91026 126 Miðhjáleigu, A-Landeyjum
Mjóna 248 Punktur 94032 126 Bryðjuholti í Hrunamannahreppi
Sóley 330 Máni 00996 125 Guðnastöðum, A-Landeyjum
Uppspretta 390 Óli 88002 125 Þverlæk í Holtum
Blökk 368 Sokki 94003 125 Reykhóli á Skeiðum
Staka 228 Hersir 97033 125 Hrafnkelsstöðum III í Hrunamannahreppi
Kara 358 Kátur 99012 125 Húsatóftum á Skeiðum
Fyrsti grunnur að vali nautsmæðra er
kynbótamat þeirra. Þar hefur ætíð verið
höfð sú viðmiðun að kýr sem þættu
áhugaverðar til skoðunar sem nautsmæður
þyrftu að lágmarki að hafa 110 í
kynbótamati fyrir afurðir. Á síðasta hausti
var viðmiðunargrunnur kynbótamatsins
færður til þannig að í stað þess að miða við
kýr fæddar árið 1995 er grunnurinn núna
kýrnar sem fæddar eru árið 2000. Miklar
erfðaframfarir í stofninum á þessum árum
hafa leitt til þess að eðlileg lækkun f mati
hjá öllum gripum er á milli fimm og sex stig.
Af þessum sökum stórfækkar kúm sem ná
110 stiga markinu en eru samt samtals
1.501 að þessu sinni.
( hópi þessara úrvalskúa ber ætíð mikið á
stórum dætrahópum undan öflugustu
kynbótanautunum á hverjum tíma, en
dreifing hefur samt aukist með hverju ári
samhliða fjölgun öflugra kynbótanauta. Að
þessu sinni ber langsamlega mest á dætrum
Kaðals 94017 en þær eru 267 í þessum
hópi. Mest eru þetta ungar kýr sem hafa
lagt að baki fyrsta mjólkurskeið, kýr
tilkomnar eftir notkun hans eftir að hann
fékk afkvæmadóm þó að nokkrar af
dætrum hans sem stóðu að baki fyrsta
dómi hans séu enn að framleiða mjólk.
Nokkur önnur ung úrvalsnaut eiga þarna
mjög stóra dætrahópa. Dætur Smells
92028 eru 99, Punktur 94032 á 86 dætur
og Pinkill 94013 á 76 dætur í þessum hópi
úrvalskúa. Það er því Ijóst að dætur
úrvalsnautanna frá 1994 verða mjög
áberandi f hópi nautsmæðranna hér á landi
á næstu árum vegna þess að enn er aðeins
hluti af þessum kúm kominn með
kynbótamat vegna ungs aldurs.
MÖRK KYNBÓTAMATS FÆRÐ í 125
Tafla 4 gefur yfirlit um hæstu kýrnar í
kynbótamati og eru mörkin þar nú færð
að 125 stigum í samræmi við tilfærslu á
grunninum sem að framan er greint frá.
Líkt og sfðustu ár er Líf 188 f
Leirulækjarseli í Borgarbyggð f efsta
sætinu en mat hennar er nú 136 stig.
Annars ber þarna mest á ungum,
stórefnilegum kúm þó að nokkrar eldri
stjörnur lýsi þar einnig enn. I öðru sætinu
er ein af hinum stórefnilegu
Kaðalsdætrum, Sól 82 á Heggsstöðum í
Andakíl með 131 stig en þessi stórstjarna
er að móðurinni til systir Hosu 71 sem
hefur verið að finna í töflum um
afurðahæstu kýr landsins síðustu árin.
Rauð 159 f Nýjabæ kynnti sig í hliðstæðri
töflu á síðasta ári og undan Fléttu 342 í
Skeiðháholti hefur þegar verið valið naut
til notkunar á Nautastöðinni.
Feikilega mikilvægt er fyrir framgang
ræktunarstarfsins að undan þessum bestu
kúm landsins fáist nautkálfar til notkunar á
Nautastöðinni fyrir hið sameiginlega
ræktunarstarf í landinu. Til að tryggja sem
besta nýtingu á mögulegum
nautsmæðrum í ræktunarstarfinu verður
aldrei of oft brýnt fyrir eigendum þeirra að
þeir láti sæða þessar kýr á hverjum tíma
með sæði úr nautum sem eru í notkun sem
nautsfeður. Það sama á við um stóran hóp
af ákaflega vel ættuðum og efnilegum
ungum kúm. Þær hafa örugglega aldrei
verið fleiri í landinu en nú.
FREYR 06 2006
21