Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 15
HEYVERKUN Veðurspárit 22.5.2006 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Stöplarit: Úrkoma í 12 klst. - Skyggt svæði: Skýjahula i % Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum. Heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Dæmi: • táknar vest-suðvestanátt, 25 m/s. T9 7 T Mán Þri (í ( ( í ( ( / K- w - ■ — ■ ■ ■ W/~\ -Aií - (í fllffí ((((((/> . Ji ll / Akurevri ecm12 T20 -15 [[[[[[([ 1*1011 ivuu rni \ílíll\í fi U f 1 Mió Fim Fös Lau 10 Raufarhöfn ecm12 Eailssfaðir ecm12 Mán Þrl Mið Fim Fös Lau i ttinw \W\W\W\ Á heimasíðu Veðurstofunnar, vedur.is, má finna veðurspárit. Heimild: Veðurstofa íslands Þorri bænda tekur og lætur greina sín eigin heysýni og niðurstöður þeirra má nú maklega bera saman við grasmælingarnar sem birtar eru á bændavefnum. Þannig má mjög líklega finna fylgnireglu sem nota má þegar mælitölur um grasgæði þessa árs fara að birtast á vefnum. Annars hefur þeirri reglu lengi verið haldið að bændum að nota hin skýru þroskamerki vallarfox- grassins (hálfskriðið - fullskriðið) sem mælikvarða á framvindu fóðurgæðabreyt- inga - sem eins konar sláttutímaklukku, ekki aðeins fyrir vallarfoxgrastún heldur einnig tún annarra grasa því allnáin fylgni er á milli fóðurgildis hinna ýmsu tegunda túngrasa. Hér skal bent á einkar fróðlega og myndskreytta greinargerð Ríkharðs Brynjólfssonar á Ráðgjafa-wefsíðunni undir Túnrækt Þroski túngrasanna sem heitir Hvað segja nýjar mælingar um þroska tún- grasa? Árétta verður mikilvægi þess að á hverju búi séu heysýni tekin reglulega, að- stæður við töku þeirra skráðar nákvæm- lega (svo sem spilda og helstu grastegund- ir, dagsetning sýnatöku, tímalengd heys á velli o.fl. - sjá nánar hér á eftir), og einnig haldið skipulega utan um reynsluna af notkun heysins í fóðruninni, og fram- leiðslukostnaðurinn reiknaður. Þannig verður til traustur reynslubanki sem nýtist enn betur með þeirri ráðgjöf sem byggð er á hraðvirkum efnamælingum á grassýnum frá völdum bæjum í landinu. HVAÐ SAGÐ ANN UM VEÐRIÐ? Þrátt fyrir afkastamikla vél- og verktækni erum við enn mjög háð duttlungum veð- urs hvað snertir gang og árangur heyskap- arins. Jafnt og þétt verða framfarir í veð- urspám og miðlun þeirra. Ekki þarf lengur að senda mann heim í bæ til þess að ná „veðrinu" kl. 10.10 eða kl. 22. Útvarp er í hverri dráttarvél og auðvelt er að ná spánni í gegnum farsímann sem kominn er í vasa flestra heyskaparmanna. Það er álit höfundar, byggt á nokkrum athugun- um á heyskapartíma síðustu ára, að veru- legur stuðningur sé af langtímaspá Veður- stofu íslands. Hana má m.a. finna á heimasíðu stofunnar, www.vedur.is. Sé leitað undir Veðurfréttir opnast mynd hvar finna má Veðurspárit neðst undir kaflan- um Veðurspár á síðunni hvað efst til vinstri. Þar sjáum við mynd fyrir eina 11 staði á landinu, þar sem með skýrum, myndrænum hætti eru sýndar veðurhorf- ur 6 næstu daga, hvað snertir sólfar/skýja- hulu, hitastig, vindátt og vindstyrk. Eðli málsins samkvæmt rýrnar öryggi spárinn- ar eftir því sem lengra fram í tímann er horft. Engu að síður styrkir veðurspáritið mjög skipulagningu heyverka, t.d. ákvarð- anir um slátt og þá hve mikið lagt skuli undir, ekki síst ef við upplýsingar þessar er bætt heimareynslu af veðurreynd sem safnast hefur. Höfundur vill eindregið hvetja bændur til þess að hagnýta sér þessa handhægu ráðgjöf Veðurstofunnar - en minnast þess um leið að í öllum spám felst óvissa. HEYSÝNIN - VANDA ÞARF MEÐFERÐ ÞEIRRA! Á liðnu hausti urðu nokkrar umræður um heysýni frá bændum. Höfundur ætlar ekki að bæta neinu við þær heldur árétta mikil- vægi nákvæmni þegar heysýni eru tekin. Á áðurnefndri heimasíðu, www.bondi.is, um Jarðrækt/Fóðuröflun er á vinstri hlið Ráð- gjafa-vefsíðunnar kafli sem heitir Heysýna- taka og heyefnagreiningar. Hann er gagn- legur, en að gefnu tilefni skal áréttað mikil- vægi þess að sýnið komist sem fyrst í frysti og sé varðveitt frosið þangað til að vinnslu þess á rannsóknastofu kemur. Þvælist hey- sýnið dagstund eða lengur ferskt í ekilshúsi dráttarvélar, bíl ráðunauts ellegar í flutningi til rannsóknastofu geta efni sýnisins spillst að því marki að ekkert sé að marka tölugild- in sem í því mælast. Þá er betra og ódýrara að hafa ekkert sýni tekið. Reglan ætti því að vera sú að taka færri sýni en fleiri en vanda framar öllu: • töku sýnis • skráningu upplýsinga um sýnið/heyið sem það er úr • geymslu og flutning sýnisins ...OG ÖGN UM KOSTNAÐINN Óábyrgt væri að Ijúka grein um heyskap án þess að víkja orði að framleiðslukostnaði fóðursins. Það er hins vegar svo að þegar fáir dagar eru til sláttar er það ekki margt sem honum getur breytt sumarið sem í hönd fer. Áburðurinn hefur að mestu gert sitt gagn og húsin, vélarnar og ræktunin er þarna svo að til fasta kostnaðarins hefur verið efnt. Hann er oftast vel yfir helmingi heildarkostnaðar. Hins vegar má ef til vill hafa nokkur áhrif á vinnutímann og elds- neytiskostnað dráttarvélanna, sem ólíkt verður þyngri liður þetta árið en í fyrra og kannski má nýta plastið betur með því að binda fastar rúllur/ferbagga eða slá vitund fyrr en áður (fá sterkara og „þéttara" hey- fóður). Hins vegar má vel nota þessa daga í sláttarbyrjun til þess að hugleiða hvort og þá hvaða breytingar eru tfmabærar til fram- tíðar með kostnaðaráhrif í huga. Er til dæm- is ekki rétt að kanna hvort samnýting dýrari og afkastameiri heyvinnuvéla, svo sem með sameign þeirra eða verktöku, sé (ekki) raun- hæfur kostur til lækkunar fóðurverðs og/eða vinnusparnaðar á eigin búi? Margt í reikningum og reynslu bænda bendir til þess að svo muni vera, þótt vel þurfi að kanna aðstæður á hverju búi. FREYR 06 2006 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.