Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 11
NAUTGRIPARÆKT Stígs um gæði þegar á heildina er litið eru mjög ótvíræðir. Þær kýr sem eftir standa og komu til endurskoðunar voru líkt og áður flokkað- ar í þrjá undirflokka, þ.e. góðar kýr, með- alkýr og gallakýr. Þessi flokkun er sýnd i töflu 2 og er i heildina jákvæð fyrir þessa hópa. Hæst er hlutfall glæsikúnna i hópn- um undan Kubbi og eru það margar glæsilegar kýr og hefur Kubbur ef til vill fengið minni notkun að fengnum af- kvæmadómi en eðlilegt væri. Gæði og yf- irburðir Stígsdætranna eru ótvíræðir. Und- an öllum hinum nautunum má einnig sjá stóra hópa af stórglæsilegum kúm. GÓÐURKÚAHÓPUR Endurskoðun á dætrum þessar nauta hef- ur staðfest að hér er hópur af miklum kyn- bótagripum. Þessi skoðun virðist einnig staðfesta að upprunalega valið á Teini og Stíg til meginnotkunar sem nautsfeður úr þessum hópi hefur verið rétt og Ijóst að hlutur sona þeirra í hópi ungnauta á þessu ári verður feikilega stór. Hin nautin eru samt öll greinilega það miklir kynbótagrip- ir að ástæða gæti verið til að nota nokkur naut undan þeim einnig. Framboð naut- kálfa undan þeim hefur hins vegar verið þannig að það lítur út fyrir að hlutur þeirra flestra verði smár í þeim efnum. Hersir er samt enn í notkun sem nautsfað- Ljósm. Jón Eiríksson ir og er veruleg ástæða til að hvetja til þess að hann sé nýttur sem slikur, sérstak- lega í Ijósi þess feikilega öfluga mats sem dætur hans hafa fyrir frumutölu til viðbót- ar mikilli afurðagetu þeirra og öðrum kostum. MOLAR Finnskir bændur fara óvarlega með heilsu sína Finnskir bændur sýna að jafnaði minni einkenni um streitu en aðrar útivinnandi stéttir. Á hinn bóginn er algengara að þeir séu með þráláta (króniska) sjúkdóma. Þetta kemur fram í rannsókn Vinnueftirlitsins i Finnlandi. Vinnuaðstæðum ífinnskum landbúnaði er á margan hátt ábótavant. Mörg störf eru enn unnin með handaflinu einu og bændur vinna oft í rykmenguðu lofti, anda að sér óhollum lofttegundum og vinna í hávaða. Þá er loftræsting oft slæm í útihúsum. Hætta á slæmum vinnuslysum er mikil og bændur eru illa að sér í heilsuvernd á vinnustöðum. Þeim reglugerðum sem ESB hefur gefið út varðandi vinnuvernd hefur verið vel tekið. Finnskir bændur hafa sýnt minni einkenni um streitu en aðrar útivinnandi stéttir í landinu. Skýringin á því er e.t.v. sú að einungis best reknu bújarðirnar hafa aðlagast inngöngu landsins í ESB, þannig að það eru hraustustu bændurnir og þeir sem hafa mesta hæfileika til aðlögunar sem hafa þolað umskiptin. Flestir þeirra hafa jafnframt haft góðan stuðning frá fjölskyldu sinni. Brestir í vinnuaðstæðum valda slæmum slysum Bændur meta að eigin geta þeirra til vinnu sé lakari en hjá öðrum útivinnandi stéttum og algengt er að þeir búi við sjúkdóma sem hefta þá við störf. Starf þeirra er líkamlega erfitt sem fyrr og veldur oft sjúkdómum í stoðkerfi líkamans. Bætt vinnuumhverfi, vinnulag og betri áhöld og verkfæri draga úr álaginu. Meðferð á fóðri og undirburði er oft ábótavant og mygla og ryk berst frá því. Þá er notkun á heyrnarhlífum ábótavant við hávaðasöm störf. Nefna má enn að bændur vanrækja að nota hlífðarhanska við meðferð á jurtaeyðingarefnum og öðrum hættulegum efnum. Meðferð á varnarefnum er einkum varasöm fyrir verktaka. Hreint loft í peningshúsum þarf að hafa í huga þegar við hönnun þeirra. Samstarf heilbrigðiseftirlits og bænda Bændur eru ánægðir með heimsóknir Heilbrigðiseftirlitsins og telja að þær mættu vera tíðari. I Finnlandi er starfandi samstarfsráð Heilbrigðiseftirlits og bænda þar sem fjallað er um þörf fyrir þjónustuna og þá möguleika sem hún býður upp á. Sveitarfélögin eiga aðild að því samstarfi. Samstarfsnefndin efndi til símakönnunar á árunum 2004-2005 þar sem hringt var í 1.200 bændur i fullu starfi og 800 í hlutastarfi og þeir spurðir um stöðu öryggismála á bújörðum þeirra. Með því fengust upplýsingar um þau öryggisatriði sem þyrfti helst að beina athygli að. (Landsbygdens Folk, 19. maí 2006). Danskir bændur taka í notkun nýja umhverfis- væna tækni Mikill áhugi er meðal bænda í Danmörku, bæði í almennum búskap og garðyrkju, sem og stofnunum þeirra og fyrirtækjum, á að taka í notkun nýjar framleiðsluað- ferðir og tækni sem er umhverfisvæn. Stjórnarskrifstofa matvælaiðnaðarins (Direktoratet for FodevareErhverv) hefur fengið 29 umsóknir um verkefni sem eiga að sýna, prófa eða aðlaga nýja tækni sem nota má í landbúnaði eða garðyrkju, að sögn matvæla- og landbúnaðarráðuneyt- isins. Stjórnarskrifstofan hefur veitt alls 30,3 milljónir danskra króna til frumkvöðla- verkefna á þessu sviði. Að auki veita sveitarfélög, ömt og sjóðir landbúnaðar- ins samtals 21,5 milljónir danskra króna í verkefnin. f heildina verða þetta því ríf- lega 50 milljónir danskra króna sem varið er til þessa mikilvæga málaflokks. Meðal verkefna má nefna að Dönsku svfnaræktarsamtökin fá styrk til að draga úr lykt og uppgufum ammóníaks í svína- húsum. Þá fá samtök garðyrkjunnar styrk til ræktunar á lífmassa til að draga úr orkukostnaði og annars verkefnis þar sem varmi í gróðurhúsum er endurnýttur í stað þess að hleypa honum út í andrúms- loftið. FREYR 06 2006 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.