Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 23

Freyr - 01.06.2006, Blaðsíða 23
VIÐTAL sinn sem bóndinn kemur í heimsókn að það sé margt sem brenni á nemendunum og vissulega fái þau svör við spurningum sínum. „Verkefninu gef ég mína hæstu einkunn. Annað hvort hef ég alltaf verið svo heppin að fá til mín bónda sem er svo fær í því sem hann er að gera eða þá að það velst bara í þetta verkefni fólk sem gerir þetta af mikilli natni og nákvæmni. Það leikur enginn vafi á því að heimsókn bóndans skiptir sköpum fyrir skilning nemendanna á atvinnuveginum. Bændur týna vissulega tölunni og búhættir breyt- ast og um leið minnka möguleikar barna á sumardvöl í sveit eins og svo oft tíðkaðist hérna áður. Heimsókn bóndans inn í bekk- inn brúar því að hluta til þetta bil sem óhjákvæmilega hefur skapast á milli þétt- býlisins og dreifbýlisins sökum samdráttar í atvinnuveginum," segir Sigrún. HEKTARAR OG FÓTBOLTAVELLIR Þegar Freyr innti Kristínu Önnu eftir því hvað hefði staðið upp úr í heimsókn bónd- ans svaraði hún því til að henni hefði mest komið á óvart hversu mikið land var I rækt á jörð bóndans sem heimsótti bekkinn hennar. „Mér fannst sniðugt hvernig bónd- inn setti þetta fram, ég áttaði mig ekki á því hversu stórt svæði þetta væri," sagði Kristín Anna. ,,En hann reiknaði út fyrir okkur hve margir fótboltavellir kæmust fyr- ir á ræktaða landinu og allt í einu varð þetta miklu skýrara." Berglind telur mikil- vægt að upplýsingarnar séu settar fram á skýran hátt fyrir nemendur með tengingu við þeirra veruleika. „( þessu tilfelli skynja Kristín Anna Guðmundsdóttir sagði það hafa verið mjög fróðlegt að fá bónda í heimsókn því nú skildi hún miklu betur hvernig lífið í sveitinni gengi fyrir sig þau hvílíkt flæmi ræktað land er á venju- legum bóndabæ þegar þau ímynda sér að á því rúmist margir fótboltavellir. Svo læra þau í leiðinni hvað orðið hektari þýðir," sagði Berglind í þessu samhengi. EKKI STIMPILKLUKKUSTARF Tilgangurinn með Degi með bónda er að auka skilning á landbúnaðinum sem at- vinnuvegi. Þá gefur heimsókn bóndans nemendunum tækifæri á því að spyrja spurninga og fá svör sem þau ef til vill geta hvergi annars staðar fengið. „Bóndinn opnar einhverja vídd í höfðinu á nemend- unum sem öðlast jafnframt skilning á því að líf og starf í sveit er alveg jafn mikil vinna og skrifstofuvinna foreldranna I þétt- býlinu, þó svo vinnan I sveitinni fylgi ekki stimpilklukku eða afmarkist af tímaramm- anum níu til fimm," segir Sigrún. „Ég sé til þess í hvert skipti sem ég er með sjöunda bekk að ég fái bónda í heimsókn. Ég lít svo á að nemendurnir geti bara ekki án heim- sóknarinnar verið." -;T 1 1 , * 'Í. jJ Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi III undir Eyjafjöllum og verkefnisstjóri Dags með bónda, svarar spurningum forvitinna nemenda FREYR 06 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.