Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 34

Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 34
Margir hafa notað tækifærið og komið í bæinn til að versla og gist í góðu yfirlæti á hótelinu nóttina eftir. Þeirra á meðal voru hjónin Bald- ur Þór Baldvinsson og Sigrún Þorláksdóttir frá Kópavogi sem eyddu nóttinni hér í bæ eftir verslunarleiðangur á laugardeg- inum. „Gistingin var bara rosa- lega fín í alla staði og eins og maður gat best ímyndað sér“, sagði Baldvin í samtali við Vík- urfréttir, og bætti við að þau hafi rekist á auglýsinguna í Morgun- blaðinu og ákveðið að slá til. „Það er allt annað að versla hér fyrir jólin, enda ekki sama stress- ið í gangi og í verslunarmið- stöðvunum á höfuðborgarsvæð- inu á þessum tíma. Svo kom líka nokkuð á óvart að konurnar voru að sjá nokkrar vörur hér á betra verði en tíðkast í Reykjavík.“ Baldvin hefði þó viljað sjá að fleiri verslanir hefðu verið opnar á laugardaginn, en segir að þau hjónin muni örugglega koma aft- ur næsta ár ef sama tilboð verður í gangi. „Það er að segja ef mað- ur kemst þá að! Við höfum nefni- lega ekki verið feimin við að segja vinum og kunningjum frá þessari frábæru upplifun.“ Ásta Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Norðfjörð, eru úr Reykjavík en fóru á jólahlaðborð í Stapa og, þar sem þau voru í Reykjanesbæ á annað borð, ákváðu þau að nýta sér tilboðið og gista á Hótel Keflavík. „Hót- elið var mjög fínt og morgunmat- urinn var frábær. Svo verð ég að minnast á jólahlaðborð Stapans en það var alveg glæsilegt sem og allur viðgjörningur hjá þeim.“ Ásta var sérstaklega ánægð með verðið í búðunum hér í bæ, og tók sem dæmi að hún hefði séð margar vörur í Stapafelli sem væru ódýrari en í búðunum í Reykjavík. „Ég hefði samt viljað sjá fleiri búðir opnar frameftir því að margar búðir sem okkur langaði í voru lokaðar þegar við komum.“ Engu að síður voru þau hjónin ákaflega ánægð með ferðina í heild sinni. „Þetta var mjög ánægjulegur sólarhringur og við komum aftur á næsta ári í versl- unarferð, sérstaklega til að fara aftur á jólahlaðborðið í Stapan- um.“ Una Hauksdóttir og Eggert Jóns- son eru bæði af Suðurnesjum en búa nú í Kópavogi og segir Egg- ert að þau hafi nýtt sér tilboð Hótel Keflavíkur öll árin sem það hefur verið í boði. „Þetta árið hóuðum við í vini okkar og vor- um 10 saman. Eftir verslunar- leiðangurinn fórum við öll út að borða á Soho og kíktum svo á skemmtistaðina um kvöldið.“ Aðspurður um verslanirnar hér suður frá fannst honum sem úr- valið mætti vera meira, en kost- urinn væri sá að hér væri hægt að ljúka flestu af á litlum tíma og að ekki væri eins mikið stress í gangi og í Kringlunni eða Smára- lindinni. Eggert er alveg handviss um að koma aftur að ári ef sama tilboð verður á næsta ári. „Verslunar- ferðin og gistingin á Hótel Kefla- vík er orðin eins mikilvægur hluti af jólaundirbúningnum og skatan á Þorláksmessu.“ VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!34 G le ð il e g a h á tí ð ! ➤ G I S TA F R Í T T Á H Ó T E L K E F L A V Í K Í D E S E M B E R E ins og áður hefur komiðfram stendur HótelKeflavík fyrir átaki til styrktar verslun og þjónustu í Reykjanesbæ. Átakið felst í því að utanbæjarfólk sem kemur til Reykjanesbæjar og verslar fyrir ákveðna upphæð fær, gegn framvísun kvittana, út- tekt að sömu upphæð hjá Hót- el Keflavík. „Verslunarferðin og gistingin á Hótel Keflavík er orðin eins mikilvægur hluti af jólaundirbúningnum og skatan á Þorláksmessu“ Baldur Þór Baldvinsson og Sigrún Þorláksdóttir frá Kópavogi Una Hauksdóttir og Eggert Jónsson eru bæði af Suðurnesjum en búa nú í Kópavogi. Ásta Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Norðfjörð. Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:24 Page 34

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.