Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 34
Margir hafa notað tækifærið og komið í bæinn til að versla og gist í góðu yfirlæti á hótelinu nóttina eftir. Þeirra á meðal voru hjónin Bald- ur Þór Baldvinsson og Sigrún Þorláksdóttir frá Kópavogi sem eyddu nóttinni hér í bæ eftir verslunarleiðangur á laugardeg- inum. „Gistingin var bara rosa- lega fín í alla staði og eins og maður gat best ímyndað sér“, sagði Baldvin í samtali við Vík- urfréttir, og bætti við að þau hafi rekist á auglýsinguna í Morgun- blaðinu og ákveðið að slá til. „Það er allt annað að versla hér fyrir jólin, enda ekki sama stress- ið í gangi og í verslunarmið- stöðvunum á höfuðborgarsvæð- inu á þessum tíma. Svo kom líka nokkuð á óvart að konurnar voru að sjá nokkrar vörur hér á betra verði en tíðkast í Reykjavík.“ Baldvin hefði þó viljað sjá að fleiri verslanir hefðu verið opnar á laugardaginn, en segir að þau hjónin muni örugglega koma aft- ur næsta ár ef sama tilboð verður í gangi. „Það er að segja ef mað- ur kemst þá að! Við höfum nefni- lega ekki verið feimin við að segja vinum og kunningjum frá þessari frábæru upplifun.“ Ásta Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Norðfjörð, eru úr Reykjavík en fóru á jólahlaðborð í Stapa og, þar sem þau voru í Reykjanesbæ á annað borð, ákváðu þau að nýta sér tilboðið og gista á Hótel Keflavík. „Hót- elið var mjög fínt og morgunmat- urinn var frábær. Svo verð ég að minnast á jólahlaðborð Stapans en það var alveg glæsilegt sem og allur viðgjörningur hjá þeim.“ Ásta var sérstaklega ánægð með verðið í búðunum hér í bæ, og tók sem dæmi að hún hefði séð margar vörur í Stapafelli sem væru ódýrari en í búðunum í Reykjavík. „Ég hefði samt viljað sjá fleiri búðir opnar frameftir því að margar búðir sem okkur langaði í voru lokaðar þegar við komum.“ Engu að síður voru þau hjónin ákaflega ánægð með ferðina í heild sinni. „Þetta var mjög ánægjulegur sólarhringur og við komum aftur á næsta ári í versl- unarferð, sérstaklega til að fara aftur á jólahlaðborðið í Stapan- um.“ Una Hauksdóttir og Eggert Jóns- son eru bæði af Suðurnesjum en búa nú í Kópavogi og segir Egg- ert að þau hafi nýtt sér tilboð Hótel Keflavíkur öll árin sem það hefur verið í boði. „Þetta árið hóuðum við í vini okkar og vor- um 10 saman. Eftir verslunar- leiðangurinn fórum við öll út að borða á Soho og kíktum svo á skemmtistaðina um kvöldið.“ Aðspurður um verslanirnar hér suður frá fannst honum sem úr- valið mætti vera meira, en kost- urinn væri sá að hér væri hægt að ljúka flestu af á litlum tíma og að ekki væri eins mikið stress í gangi og í Kringlunni eða Smára- lindinni. Eggert er alveg handviss um að koma aftur að ári ef sama tilboð verður á næsta ári. „Verslunar- ferðin og gistingin á Hótel Kefla- vík er orðin eins mikilvægur hluti af jólaundirbúningnum og skatan á Þorláksmessu.“ VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!34 G le ð il e g a h á tí ð ! ➤ G I S TA F R Í T T Á H Ó T E L K E F L A V Í K Í D E S E M B E R E ins og áður hefur komiðfram stendur HótelKeflavík fyrir átaki til styrktar verslun og þjónustu í Reykjanesbæ. Átakið felst í því að utanbæjarfólk sem kemur til Reykjanesbæjar og verslar fyrir ákveðna upphæð fær, gegn framvísun kvittana, út- tekt að sömu upphæð hjá Hót- el Keflavík. „Verslunarferðin og gistingin á Hótel Keflavík er orðin eins mikilvægur hluti af jólaundirbúningnum og skatan á Þorláksmessu“ Baldur Þór Baldvinsson og Sigrún Þorláksdóttir frá Kópavogi Una Hauksdóttir og Eggert Jónsson eru bæði af Suðurnesjum en búa nú í Kópavogi. Ásta Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Norðfjörð. Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:24 Page 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.