Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Side 50

Víkurfréttir - 22.12.2003, Side 50
Gengið er inn í ævintýraveröld þegar komið er inn í bílskúrinn hjá Sveinbirni Sigurðssyni upp- stoppara í Grindavík. Sveinbjörn stundar sjómennsku á Erninum KE og býr í Keflavík. Sveinbjörn segist ætla að vera áfram á sjón- um og sinnir uppstoppun þegar hann er í landi. „Það koma góð frí inn á milli þegar maður er á sjónum og þá gefst tími til að taka að sér verkefni í uppstopp- uninni. En ég ætla að hætta eftir þessa vertíð á sjónum og fara á fullt í uppstoppunina,“ segir Sveinbjörn. „Það er langmesta vinnan í kringum fiskana og meðhöndlun þeirra er mikið vandaverk,“ segir Sveinbjörn Sigurðsson úr Kefla- vík sem nýlokið hefur námi í uppstoppun dýra. Sveinbjörn hefur haft nóg að gera frá því hann útskrifaðist úr Dan Rinehart skólanum í Bandaríkjunum. Skólinn er kenndur við Dan Rinehart sem er f immfaldur heimsmeistari í uppstoppun fiska. Sveinbjörn hefur haft að- stöðu í bílskúr móður sinnar í Grindavík, en hann leitar nú að hentugu húsnæði í Keflavík þar sem hann mun í framtíðinni hafa vinnuaðstöðu. Sveinbjörn segist alltaf haft áhuga á uppstoppun dýra, en þegar hann reyndi að komast í læri hjá íslenskum dýrauppstopp- urum var honum ekki tekið vel. „Það vildi enginn taka mig í læri. Það eru fáir sem stoppa upp dýr á Íslandi og samkeppnin er mikil á milli þeirra sem vinna við þetta,“ segir Sveinbjörn. Sveinbjörn fær fyrirspurnir hvaðanæva af landinu frá áhuga- sömum einstaklingum sem vilja VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!50 G le ð il e g a h á tí ð ! ➤ S T O P P A R U P P D Ý R Í Ö L L U M S TÆ R Ð U M Sveinbjörn með haus af Hirti sem hann stoppaði upp í Bandaríkjunum. Á myndinni eru Arnar Már og Sigurður Pétur synir sveinbjörns, en þeir hafa mikinn áhuga á starfi pabba síns. „Þeir segjast ætla að læra uppstoppun þegar þeir verða stórir,“ segir Sveinbjörn með bros á vör. Hluti af starfi uppstoppara er að finna uppstillingar úr náttúrunni og þarna má sjá smyril veiða skógarþröst. Fuglarnir eru á hraungrjóti. Sveinbjörn segir að slíkar uppstillingar séu vinsælar hjá fólki. Dýr sem öðlast eilíft líf-dýrauppstoppari í Keflavík Elma Valgerður dóttir Sveinbjörns með tvo fiska úr safni pabba síns. Jolablad II - 64 sidur pdf3 20.12.2003 4:17 Page 50

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.