Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Qupperneq 50

Víkurfréttir - 22.12.2003, Qupperneq 50
Gengið er inn í ævintýraveröld þegar komið er inn í bílskúrinn hjá Sveinbirni Sigurðssyni upp- stoppara í Grindavík. Sveinbjörn stundar sjómennsku á Erninum KE og býr í Keflavík. Sveinbjörn segist ætla að vera áfram á sjón- um og sinnir uppstoppun þegar hann er í landi. „Það koma góð frí inn á milli þegar maður er á sjónum og þá gefst tími til að taka að sér verkefni í uppstopp- uninni. En ég ætla að hætta eftir þessa vertíð á sjónum og fara á fullt í uppstoppunina,“ segir Sveinbjörn. „Það er langmesta vinnan í kringum fiskana og meðhöndlun þeirra er mikið vandaverk,“ segir Sveinbjörn Sigurðsson úr Kefla- vík sem nýlokið hefur námi í uppstoppun dýra. Sveinbjörn hefur haft nóg að gera frá því hann útskrifaðist úr Dan Rinehart skólanum í Bandaríkjunum. Skólinn er kenndur við Dan Rinehart sem er f immfaldur heimsmeistari í uppstoppun fiska. Sveinbjörn hefur haft að- stöðu í bílskúr móður sinnar í Grindavík, en hann leitar nú að hentugu húsnæði í Keflavík þar sem hann mun í framtíðinni hafa vinnuaðstöðu. Sveinbjörn segist alltaf haft áhuga á uppstoppun dýra, en þegar hann reyndi að komast í læri hjá íslenskum dýrauppstopp- urum var honum ekki tekið vel. „Það vildi enginn taka mig í læri. Það eru fáir sem stoppa upp dýr á Íslandi og samkeppnin er mikil á milli þeirra sem vinna við þetta,“ segir Sveinbjörn. Sveinbjörn fær fyrirspurnir hvaðanæva af landinu frá áhuga- sömum einstaklingum sem vilja VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!50 G le ð il e g a h á tí ð ! ➤ S T O P P A R U P P D Ý R Í Ö L L U M S TÆ R Ð U M Sveinbjörn með haus af Hirti sem hann stoppaði upp í Bandaríkjunum. Á myndinni eru Arnar Már og Sigurður Pétur synir sveinbjörns, en þeir hafa mikinn áhuga á starfi pabba síns. „Þeir segjast ætla að læra uppstoppun þegar þeir verða stórir,“ segir Sveinbjörn með bros á vör. Hluti af starfi uppstoppara er að finna uppstillingar úr náttúrunni og þarna má sjá smyril veiða skógarþröst. Fuglarnir eru á hraungrjóti. Sveinbjörn segir að slíkar uppstillingar séu vinsælar hjá fólki. Dýr sem öðlast eilíft líf-dýrauppstoppari í Keflavík Elma Valgerður dóttir Sveinbjörns með tvo fiska úr safni pabba síns. Jolablad II - 64 sidur pdf3 20.12.2003 4:17 Page 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.