Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 2
2 Helgarblað 1. desember 2017fréttir Þetta helst Þessar fréttir bar hæst í vikunni Typpamyndir urðu Þóri Sæm að falli Stórleikarinn Þórir Sæmundsson steig fram í viðtali við DV í vikunni og viðurkenndi að hafa gerst sekur um ósæmilega hegðun og áreitni. Gekkst hann við því að hafa sent unglingsstúlku myndir af getnað­ arlim sínum fyrir mistök. Orðrómur um að slík háttsemi hafi orðið til þess að Þórir fékk ekki fleiri verkefni hjá leikhúsinu hefur verið hávær undanfarin misseri. Kvaðst Þórir hafa leitað sér hjálpar fagaðila. Andri heyrði mjálm innan úr bílnum Ótrúlega björgun kattar átti sér stað á Aðalverkstæðinu í vik­ unni. Bíleigandinn Andri Már Reynisson heyrði mjálm innan úr bíl sínum að kvöldi til. Í ljós kom að köttur hafði troðið sér inn í vélarrúm bílsins og ekki var unnt að ná honum út með góðu móti. Starfsmenn Aðal­ verkstæðisins brugðust skjótt við og að­ stoðuðu Andra Má við að frelsa kött­ inn, þrátt fyrir að komið væri fram yfir venjulegan opnunartíma. Andri Már náði björguninni á myndband sem naut mikilla vinsælda á sam­ félagsmiðlum. Páll Magnússon æfur Strax og ráðherra­ listi nýrrar ríkisstjórn­ ar var afhjúpaður birti Páll Magnússon, odd­ viti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, yfir­ lýsingu á Facebook­síðu sinni. „Í annað sinn á innan við ári hefur for­ maður Sjálfstæðisflokks­ ins nú gengið fram hjá Suðurkjördæmi þegar kemur að ráðherra­ skipan í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Þetta gerist þrátt fyrir að kjördæmið sé ann­ að höfuðvígi Sjálfstæð­ isflokksins á landinu,“ sagði Páll og bæti því við að hann hefði mót­ mælt ákvörðun Bjarna Benediktssonar harð­ lega. Spurning vikunnar Langar þig til að fylgja knattspyrnulandsliðinu til rússlands? Já, ég væri til, en hef ekki ákveðið hvort ég geri það. Rebekka Gunnlaugsdóttir Já, en ég get það ekki, því miður. Þorsteinn Scheving Sigurjónsson Já, ekki spurning, en ég hugsa að ég geri það ekki. Guðný Hrönn Sigmarsdóttir Nei, aldrei. Dagur Jónsson Gunnar og Ásgerður Jóna Í vikunni afhenti Gunnar formanni Fjölskylduhjálpar Íslands gjöfina. Mynd BrynJa Þ að á enginn að líða skort á Íslandi. Við erum í gríðar­ legri uppsveiflu í atvinnu­ lífinu og rekstur margra fyrir tækja gengur afar vel. Ég ætla að skora á önnur fyrirtæki að sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa þeim sem minnst mega sín,“ segir Gunnar Einarsson, eigandi GE verktaka. Hann tók sig til og fjár­ festi í 100 inneignarkortum hjá verslunarrisanum Bónus að upp­ hæð 10.000 krónur hvert. Gjöfina, sem var að andvirði einnar millj­ ónar króna, afhenti hann Fjöl­ skylduhjálp Íslands. „Ég og eig­ inkona mín fórum með nokkra pakka til Fjölskylduhjálparinnar um daginn. Á leiðinni heim fór­ um við að hugsa um að við gætum gert svo miklu betur og þá kvikn­ aði þessi hugmynd,“ segir Gunnar í samtali við DV. Upplifði sjálfur erfið jól Að sögn Gunnars þekkir hann það sjálfur hvernig tilfinning það er að hafa lítið milli handanna fyrir jólin. „Ég var einn þeirra iðnaðarmanna sem fóru til Noregs í kjölfar efna­ hagshrunsins. Ég hafði vinnu hér heima en andrúmsloftið á Íslandi var svo þrúgandi á þessum árum að ég vildi komast frá því,“ segir hann. Hann bjó og starfaði í Ósló en alls var hann sex ár í Noregi. Í kjölfar skilnaðar eftirlét Gunnar fyrrver­ andi eiginkonu sinni hús þeirra til þess að börn þeirra þyrftu ekki að vera á vergangi. „Jólin 2013 voru mér afar minn­ isstæð því þá átti ég aðeins 60 þús­ und krónur til þess að lifa af desem­ bermánuð. Það var mjög erfitt en ég efast ekki um að margir þeirra sem eru verst staddir hafi mun minna milli handanna,“ segir Gunnar. Bara fjallað um skemmdu eplin Í mars 2014, flutti hann síðan aftur heim til Íslands, með sama sem ekkert milli handanna, og rekstur GE verktaka hófst. „Það tók tíma að koma undir sig fótun­ um en undanfarið hefur rekstur­ inn gengið vel. Ég er með frábæra starfsmenn og er heppinn með þau fyrirtæki sem ég er í samstarfi við, til dæmis HB innréttingar og Munck,“ segir Gunnar. Í dag starfa hjá GE verktökum um tuttugu einstaklingar. „Við erum aðallega í innréttingum og komum meðal annars að verkefnum fyrir Zöru og Hard Rock,“ segir Gunnar. Að hans sögn hefur verið mikið góðæri í verktakabransanum undanfarin ár og því sé sjálfsagt að gefa til baka til samfélagsins. „Það eru margir sem eru að standa sig mjög vel en yfirleitt rata bara fréttir af skemmdu eplunum í fjölmiðla. Ég vil endilega hvetja öll fyrirtæki sem vettlingi geta valdið að hugsa til þeirra sem minnst mega sín þessi jól,“ segir Gunnar. n „Skora á önnur fyrirtæki“ Gunnar Einarsson, eigandi Ge verktaka, gaf fjölskylduhjálp gjafabréf í bónus að andvirði einnar milljónar króna Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.