Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Side 4
4 Helgarblað 1. desember 2017fréttir Íbúar Kársness óttast innbrotaöldu „Fólk óþarflega áhyggjufullt n Vilja götumyndavélar n Ráðist á aldraðan mann n Hverfasíður auka ótta Í búar Kársneshverfis í Kópavogi hafa verið uggandi undanfarna daga vegna þess sem sumir vilja meina að sé innbrotahrina eða faraldur. Upptökin voru innbrot í hús við Melgerði þar sem öldruð- um íbúa voru veittir áverkar af þremur þjófum. Síðan þá hafa íbúar tekið eftir ýmislegu í hverf- inu og vilja grípa til aðgerða. Varð- stjóri svæðisins, Birgir Örn Guð- jónsson, oft nefndur Biggi lögga, biður þó fólk að sýna stillingu. Mörg innbrot Þann 22. nóvember var lögreglu gert viðvart um innbrot á heim- ili við Melgerði. Íbúi um sjötugt kom að þremur innbrotsþjófum sem réðust á hann og veittu hon- um áverka. Þeir voru handteknir nálægt heimilinu, blóðugir og með þýfi á sér, og vistaðir í fanga- geymslu grunaðir um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Síðan þá hafa fjölmargir íbúar hverfisins sagt frá innbrotum og lýst yfir áhyggjum af ástandinu í hverfinu á spjallsíðu íbúa hverfis- ins. Ein kona segir frá innbroti þar sem blárri dúnúlpu með bíllykl- um í var stolið. Önnur kona segir að maður á þrítugsaldri hafi kom- ið inn á heimili eftir að gleymdist að læsa. Litlu hafi hins vegar verið stolið og lögreglan fljót á svæðið. Þá segir ein kona frá því að tveir menn um fimmtugt, í annarlegu ástandi, hafi ætt inn í íbúð henn- ar og annar þeirra verið blóðugur. Hún segir að þeir hafi virst mein- lausir og beðið um að hringt yrði á leigubíl. Þá hafa aðrir sagt frá inn- brotum í bíla og bílskúra og einnig að tekið hafi verið í hurðarhúna á heimilum þeirra. Bíllyklar í kökuboxi Íbúarnir hafa deildar meiningar um hver rót vandans sé. Sumir vilja meina að um skipulagðar inn- brotsferðir sé að ræða og þjófarnir komi ekki frá Kársneshverfi. Vilja þeir því setja upp myndbands- upptökuvélar við mörk hverfisins til að fæla þá frá. Það hafi gefist vel á Seltjarnarnesi og innbrot- um þar snarfækkað. Ekki eru allir sammála og vilja sumir frekar efla nágrannavörslu og fá aukið eftirlit lögreglu í hverfið. Aðrir vilja meina að rótina megi finna hjá óreglufólki sem hefst við í Hamraborg eða við Kópavogs- höfn. Þá er mikil umræða um það hvort Íslendingar eða útlendingar standi að þessum innbrotum og þjófnuðum. Einnig er rætt um hvort innbrotin séu algengari norðan eða sunnan megin á nes- inu. Ljóst er að íbúarnir eru á nálum yfir ástandinu. Ein kona segist hafa tekið eftir grunsamlegum svartklæddum mönnum með der- húfur og bakpoka sem séu að ves- enast og verði flóttalegir þegar þeir mæti fólki. Þá bendir einn maður á að þjófar geti fundið veik merki frá lyklakippum inni í húsum fólks og geti magnað þau upp til að opna bíla. Best sé því að geyma bíllykla í kökuboxi úr málmi yfir nótt. Einn segist hafa heyrt í þrem- ur erlendum mönnum kalla „Lights Lights“ þegar hreyfiskynj- ari í bílainnkeyrslu hans hafi far- ið í gang og þeir hlaupið á brott í kjölfarið. Bent er á að slíka hreyfi- skynjara sé hægt að fá í Costco á sjö þúsund krónur. Þann 5. desember verður haldinn íbúafundur um sam- göngumál í bænum. Íbúarnir tala um að fjölmenna á þann fund og taka þar upp umræður um þessa meintu innbrotahrinu hverfisins. Hverfasíður hafa kosti og galla Birgir Örn Guðjónsson er varð- stjóri í Kópavogi og er Kársnes- hverfi í hans umdæmi. Hann hef- ur reynt að róa fólk á svæðinu og benda því á að yfirleitt sé þetta tímabundið ástand þegar ein- hverjir einstaklingar venji komur sínar á ákveðin svæði. Þá verði eft- irlit lögreglu aukið í hverfinu með- an á því stendur. Birgir segir í samtali við DV: „Ekki er hægt að kalla þetta neina innbrotaöldu. Samfélagið er bara orðið svo miklu meðvitaðra um það þegar eitthvað gerist. Sam- félagsmiðlarnir og svona hverfa- síður leika þar stórt hlutverk.“ Birgir segir þetta hafa bæði kosti og galla. „Þetta er neikvætt að því leyti að fólk verður óþarflega áhyggjufullt en jákvætt vegna þess að þetta stuðlar að meiri hverfis- vitund og nágrannavörslu.“ Vegna samfélagsmiðlanna upplifi fólk hlutina stærri en þeir séu. Hvað er þá að gerast í Kárs- nesi? „Þarna komu upp nokkur at- vik á stuttum tíma sem tengdust að mestu sama einstaklingnum. Það þarf oft ekki meira til. Þetta var hvorki faraldur né skipulögð brotastarfsemi. Mig minnir að í þessum tilvikum hafi verið far- ið inn í ólæst hús eða bíla. Það er alltaf góð regla að hafa húsið læst á nóttunni eða þegar enginn er heima og að sjálfsögðu að læsa alltaf bílnum.“ Að eftirlit sé aukið í hverf- inu er eitthvað sem gerist sjálf- krafa að sögn Birgis. „Þetta er í raun ekkert skipulagt, aukið eftirlit heldur aukast líkurnar á því að lögreglubifreiðum sé ekið um þau svæði þar sem einhverjir villast tímabund- ið inn í.“ Eðlilegt og mannlegt að verja sig og sína Margir íbúar Kársness og víðar kunna nú að velta því fyrir sér hvað til bragðs eigi að taka ef innbrots- þjófar koma inn á heimil- ið. Birgir segir: „Mjög erfitt er að gefa eitthvert eitt rétt svar við þessari spurningu. Flestir myndu nú gera margt til að verja sig og sína. Það er eðlilegt og mannlegt. Maður verður samt að hafa í huga að hér á Íslandi gild- ir sú meginregla að ganga ekki lengra í slíku en maður þarf.“ Hann bendir fólki á að hringja strax í neyðarnúmerið 112. „Við bregðumst mjög hratt við ef slíkt atvik kemur upp. Fólk þarf svo að meta það sjálft hvort það treysti sér til að mæta viðkomandi úti eða hvort það vilji bíða eft- ir lögreglu. Fólk er misjafnt og að- stæðurnar einnig.“ Er algengara en ekki að inn­ brotsþjófar séu ölvaðir eða í eitur­ lyfjavímu heldur en allsgáðir? „Ég held nú að ef einhverjir villist inn í hús þar sem einhver er heima þá séu líkurnar oft meiri á því að viðkomandi sé undir ein- hverjum áhrifum. Þetta er gjarn- an gert til að fjármagna einhverja neyslu.“ Hann segir að langal- gengustu viðbrögð þeirra séu að flýja ef þeir mæta fólki. „Þá er líka hægt að færa viðkomandi þær fréttir að lögreglan sé á leiðinni. Það eru fréttir sem þeir vilja ekki heyra.“ Birgir segir að götumynda- vélar geti bæði haft fælingar- mátt og hjálpað lögreglu við að upplýsa brot. Þó verði að vega þetta og meta út frá persónuverndarsjónarmið- um einnig. „Ég held samt persónulega að götumynda- vélar geti komið að góðu gagni á ákveðnum og vel völdum stöð- um. En það sem við þurfum fyrst og fremst eru fleiri lögreglumenn.“ n „Ekki er hægt að kalla þetta neina innbrotaöldu. Samfélag- ið er bara orðið svo miklu meðvitaðra um það þegar eitthvað gerist. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Birgir Örn Guðjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.