Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 8
8 Helgarblað 1. desember 2017fréttir Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf E ftir tveggja vikna formlegar stjórnarmyndunarviðræður er loks komin ný ríkisstjórn, leidd af Katrínu Jakobs- dóttur. Um sögulegan viðburð er að ræða, þar sem hreinræktaður vinstri flokkur hefur aldrei áður leitt ríkisstjórn í sögu Íslands. Eft- ir stuttar viðræður VG við hina vinstri flokkana og Framsókn, ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að slíta þeim viðræðum og bar við of naumum meirihluta. Þá hófust þreifingar VG, Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokks, sem sum- ir segja að hafi verið löngu ákveðin flétta, þótt það hafi aldrei fengist staðfest. Flokkarnir komu sér loks saman um myndskreyttan stjórn- arsáttmála sem var undirritaður í gær. Samstaða um íhaldssemi Eiríkur Bergmann stjórnmála- fræðingur segir augljóst hver sigur vegari kosninganna sé. „Það blasir við að Framsókn er aug- ljós sigurvegari kosninganna. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn miðla málum, enda þeir á þeim stað sem Framsókn er. Þess vegna má segja að þessi ríkisstjórn sé óskastjórn Sigurð- ar Inga, en hún er ekki óskastjórn VG og Sjálfstæðis flokksins,“ seg- ir Eiríkur. Hann bætir við að þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hafi komið sér saman um nokkuð langan stjórnarsáttmála, sé hann mjög opinn: „Hann er ekki mjög ítarlegur, þarna er allt mjög opið. Það er vísað til þess að það eigi að skoða alls konar hluti í tilteknu augnamiði, en lítið niður njörvað hvað skuli gert. Hann ber einnig þess merki að hann er saminn af flokkum sem hafa öndverða sýn í skatta- og útgjaldamálum, en ná vel saman um að standa vörð um helstu kerfin í landinu. Því þó svo að VG og Sjálfstæðisflokkurinn séu andstæður á hinum klassíska vinstri-hægri ás, þá eru allir þessir þrír flokkar sömu megin á þeim ás er mælir frjálslyndi annars vegar og íhaldssemi hins vegar. Þetta eru flokkarnir sem vilja halda í öll þessi meginkerfi sem landið byggir á, samanber peningamála- kerfið, sjávarútvegs- og land- búnaðarkerfið, stjórnarskrána og tengslin við Evrópu. Það verður því lítið um róttækar breytingar, líkt og aðrir flokkar boðuðu fyrir kosningar.“ Opinn í báða enda Ef skyggnst er í baksýnisspegilinn þá hefur Framsóknarflokkurinn, sem dæmigerður miðjuflokkur, oft verið í óskastöðu í íslenskum stjórnmálum. Fleyg voru orðin „opinn í báða enda“ sem notuð voru til að lýsa stefnu flokksins í tíð Ólafs Jóhannessonar, en þau hafa sjaldan átt jafn vel við og nú. Þá hefur flokkurinn átt sæti í ríkis- stjórn í um sjö af hverjum tíu árum á sínum líftíma en hann fagnaði 100 ára afmæli í fyrra. En þrátt fyrir tíða valdasetu, hafa kosningaúr- slitin ekki alltaf verið góð. Í raun hefur þingmannafjöldinn lækkað reglulega frá 1995, ef undanskild- ar eru kosningarnar 2013. Til að mynda eru úrslitin í kosn- ingunum 2017 næstversti árangur flokksins frá upphafi, eða 10,7 pró- sent, sem skila þeim þó átta þingmönnum og þremur ráðherrum. Versti árangur- inn var 2007, er flokkurinn hlaut sjö þingmenn. Í kosn- ingunum 2016 fékk flokkurinn átta þingmenn, en tapaði heil- um 11 þingmönnum frá því 2013. Eftir erfið formannsskipti vegna hneykslismáls, klofningsfram- boð fyrrverandi formanns og lágs kosningahlutfalls, er ljóst að Fram- sóknarflokkurinn má vel við una. Við undirskrift stjórnarsáttmál- ans í gær tókust þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benedikts- son í hendur og gerðu ansi vandræðalega tilraun til að mynda þriggja manna handaband með Katrínu Jakobsdóttur, sem hváði við og hélt að sér báðum höndum, þótti tilraun- in augljóslega hjákátleg. Hvort það sér vísbending um það sem koma skal, verður ósagt látið. n ritstjorn@ dv.is „Framsókn er augljós sigurvegari kosninganna“ n Eiríkur fer yfir pólitíska sviðið n Hreinræktaður vinstri flokkur aldrei áður leitt ríkisstjórn „Það blasir við að Framsókn er augljós sigur- vegari kosninganna. Þegar Sjálfstæðisflokk- urinn og Vinstri græn miðla málum, enda þeir á þeim stað sem Framsókn er. Eiríkur Bergmann Sigurður Ingi Jóhannsson Er að öllum líkindum einn sáttasti maður landsins þessa dagana. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Aldrei áður hefur hreinræktaður vinstri flokkur leitt ríkisstjórn hérlendis. Mynd SIgtRygguR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.