Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Qupperneq 10
10 Helgarblað 1. desember 2017fréttir Í síðustu viku greindi DV frá máli Axels Freys Hafsteinssonar, fjögurra ára, sem hefur glímt við hinn sjaldgæfa ónæmissjúk­ dóm ADEM í fimmtán mánuði. Allan þann tíma hefur fjölskylda hans þurft að glíma við Trygginga­ stofnun sem greiðir þeim aðeins 35 prósent umönnunarbætur þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir og skil á vottorðum. Axel og fjöl­ skylda hans eru í hópi fjölmargra Íslendinga sem þurfa að berjast fyrir réttindum sínum hjá ríkis­ stofnunum og sveitarfélögum því sjúkdómurinn eða fötlunin sem hrjáir þá er ekki vel þekktur. Endalaus slagur Guðrún Helga Harðardóttir, fram­ kvæmdastjóri félagsins Einstakra barna, segir aðalverkefni samtak­ anna vera réttindabaráttu fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma og að safna fé í styrktar­ sjóð. „Mörg af okkar börnum eru þau sem hafa sjúkdóma sem eru ekki til á formlegri skrá, það er ekki forsaga fyrir sjúkdómunum í kerfinu.“ Hún segir að jafn­ ræðis sé ekki gætt innan kerf­ isins þegar kemur að sjúkdóm­ um barna. „Þegar þú greinist með þekktari sjúkdóma virkar kerfið nokkuð hratt. Jafnvel eru til sérhæfð sérfræðingateymi í ákveðnum sjúkdómum.“ Hins vegar sé ekki það sama uppi á teningnum þegar um er að ræða börn með sjaldgæfa sjúkdóma. „Þetta er endalaus slagur fyrir réttindum þessara fjölskyldna til að fá fram það sem öðrum þyk­ ir eðlilegt og sjálfsagt að fá vegna veikinda. Þetta er okkar daglega barátta sem hefur staðið í rúm­ lega 20 ár.“ Guðrún segir að hjá Einstökum börnum séu um 300 fjölskyldur. Þar af sé um helmingur sem lendi í flækjum í kerfinu, hjá Trygginga­ stofnun, Hjálpartækjamiðstöð­ inni, sveitarfélögum og víðar. Einnig að vandamálið snúi að um­ önnunarbótum, foreldrastyrkj­ um, bílastyrkjum, tækjum, lyfjum, rannsóknum og fleiru sem börn­ in þurfa samkvæmt vottorðum frá læknum og öðrum sérfræðingum. „Að mínu mati eiga vottorðin að vera hin endanlegu og fullkomnu skjöl sem segja til um hvað sé að viðkomandi einstaklingi, hvað hann þarf og hver þróunin er. Ein­ hvern veginn virðast þessi skjöl ekki vera það sem Trygginga­ stofnun er tilbúin til að samþykkja varðandi greiningu. Læknarnir eru að skila góðum vottorðum en það er eins og þau séu ekki tek­ in gild eða séu aðeins að hluta til marktæk.“ Foreldrar mörg ár frá vinnu Hún segir sjúkdóma barnanna vera af margvíslegum toga, til dæmis hrörnunarsjúkdóma, taugasjúk­ dóma og ónæmissjúkdóma. „Í raun hvað sem er.“ Eitt af hverjum 10 þúsund börnum greinist með sjaldgæfan sjúkdóm. „Við höfum haft barn sem er það eina í Evrópu með ákveðinn sjúkdóm og einnig barn sem er það eina í heiminum.“ Að sögn Guðrúnar eru það að­ allega nýgreind börn sem lenda á veggjum í kerfinu en einnig börn með langa baráttu með við­ bótarumönnunarþörf. „Að þessar fjölskyldur þurfi að áfrýja, fá synj­ un, bíða í þrjá mánuði, áfrýja aftur, fá ný svör, útvega fleiri vott­ orð, fá fleiri sannanir á greining­ um og svo framvegis er algjörlega ótækt. Foreldrarnir hafa nægar áhyggjur og verkefni svo ekki sé á það bætt. Við höfum dæmi um tvö börn með sama sjúkdóm á sama heimili sem fá samt ekki sömu þjónustu. Börnin okkar hjá Einstökum börnum eru fárveik og mörg hver með mikla þjón­ ustu­ og umönnunarþörf. For­ eldrar eru oftar en ekki mörg ár frá vinnumarkaði. Þess vegna má þetta ekki vera svona. Úrbóta er þörf í kerfinu og Einstök börn eru tilbúin til þess að leggja stjórn­ völdum og sveitarfélögum lið. Við getum miðlað af reynslu og komið með hugmyndir til úrbóta, enda býr félagið yfir mikilli þekkingu og yfirsýn yfir málaflokkinn í dag.“ Flókin mál og stífar reglur Hafdís Kjartansdóttir, hjá réttinda­ sviði Tryggingastofnunar, segir að mál fari í mismunandi farveg eft­ ir því hvað sótt sé um. Lögin um greiðslur vegna tekjutaps foreldra séu mun stífari en reglurnar um umönnunarbætur. Veikindi barns þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að réttlæta foreldragreiðslur. „Þetta er ekki listi heldur ákveðin upptalning og viðmið.“ Umönnunarmat fyrir um­ önnunargreiðslur framkvæmir starfsfólk Tryggingastofnunar út frá umsóknum, læknisvottorðum og öðrum gögnum. Ef um vafamál er að ræða fer það fyrir sérstaka nefnd. „Þetta er flókinn málaflokkur. Við röðum vanda barnsins í fimm flokka og fjögur greiðslustig. Sumir fá engar greiðslur en svokallað umönnunar­ kort sem veitir afslátt á heilbrigðis­ þjónustu. Hæstu greiðslurnar eru 171.409 krónur á mánuði.“ Hafdís segir að starfsfólkið sé með menntun innan heilbrigðis­ geirans. „Ég er sálfræðingur, hér er læknir og félagsráðgjafar og lög­ fræðingar sem koma að þessu.“ Hún segir misjafnt hversu margir komi að hverju mati, það fari eftir efni málsins. „Það er ekki einhver ákveðinn listi hér hjá Tryggingastofnun yfir sjúkdóma sem eru metnir en við þurfum að fá skýrar upplýsingar í vottorðunum um veikindi barnsins og þá umönnun sem barnið þarf. Mjög fáir fá synjun á greiðslum hérna en þegar fólk fær metinn fimmta flokk og 0 prósent greiðslur þá tekur fólk það kannski sem synjun.“ Hún segir að öll læknisvottorð séu tekin gild en gæði þeirra geti ver­ ið misjöfn. „Við getum ekki tekið ákvarðanir út frá öðru en því sem við höfum í höndunum.“ Fá ekki dýnu Aníta Sól Sveinsdóttir er 18 ára og með Prader­Willi heilkenni. Hún er elsta barn Sólrúnar Ragnarsdóttur og Sveins Bjarnasonar og hefur gengið í gegnum mikil veikindi, þurft á sjúkrahúsdvöl og sjúkraþjálfun að halda. Sólrún segir fjölskylduna hafa þurft að berjast fyrir öllu í kerfinu sem sé verulega lýjandi. Aníta fæddist með mikla hryggskekkju og hefur þurft að fara í aðgerðir. Sólrún segir að hún hafi þurft að taka verkjalyf daglega síðan. „Af þeim sökum höfum við reynt að fá sérstaka langlegu­ dýnu frá Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar en fengið synjun. Fyrst vegna þess að það samræmdist ekki reglum að út­ hluta einungis dýnu heldur varð hún að fylgja sjúkrarúmi. Þegar við sóttum þá um sjúkrarúm með dýnunni fengum við synjun af því að rúmið var ætlað barninu sjálfu en ekki umönnunaraðila.“ Sólrún segir að þau hafi lent í sams konar vandræðum þegar Aníta var lítil. „Rimlarúmið hennar var of lítið og við sóttum um stærra rimlarúm til Tryggingastofnunar. Ekki var veitt heimild fyrir því en við gátum fengið sjúkrarúm í fullri stærð sem hefði verið hættulegt fyrir hana og of stórt fyrir heimilið.“ Mál Anítu er nú á borði réttar­ gæslumanns fatlaðra í Reykjavík. Synjun um foreldragreiðslur Sædís er 16 mánaða gömul, dóttir hjónanna Silju Baldvinsdóttur og Björns Magnúsar Magnússonar. Sædís fæddist sex vikum fyrir sett­ an dag og snemma vaknaði grun­ ur um að eitthvað kynni að vera að. Í maí síðastliðnum fengu foreldrarnir staðfest að Sædís væri með heilkenni sem nefndist Kab­ uki, sem einungis einn annar Ís­ lendingur er með. Kabuki­heil­ kennið hefur mismunandi áhrif á hvert og eitt barn. Meðal einkenna má nefna vaxtarskerðingu, hjarta­ galla, heyrnar­ og sjónskerðingu og útlitseinkenni eins og til dæmis skarð í vör. Sædís er töluvert á eft­ ir í hreyfiþroska, getur hvorki geng­ ið, skriðið né tjáð sig. Af þeim sök­ um hefur hún enn ekki getað farið á leikskóla. Silja segir að óvissan sem fylgi því að eiga barn með heilkenni eða sjúkdóm sé mikil. „Kerfið kemur ekki hlaupandi með lausnir sem í boði eru, heldur þarf fólk sjálft að kynna sér réttindi sín og hvaða lausnir eru í boði. Það er einmitt þá sem flestir rekast á veggi og sjá gall­ ana í kerfinu okkar.“ Silja sótti um foreldragreiðslur en fékk synjun þar sem skilyrðum laga þótti ekki fullnægt. „Þegar ég les yfir þessar lagagreinar sé ég hversu vel hún á heima þarna. Kerfið er ómanneskjulegt og það skortir alveg þekkingu á þessu sjaldgæfa heilkenni. Okkur fannst litið framhjá skýrslunni sem barnalæknirinn okkar sendi til Tryggingastofnunar.“ n Börn með sjaldgæfa sjúkdóma týnast í kerfinu n 1 af hverjum 10.000 börnum greinist n Barátta foreldra fyrir tækjum, lyfjum og fleiru Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „ Þetta er endalaus slagur Sædís, 16 mánaða Greindist nýlega með Kabuki-heilkennið en aðeins einn annar Ís- lendingur hefur áður greinst með heilkennið. Meðal einkenna má nefna vaxtarskerðingu, hjartagalla, heyrna- og sjónskerðingu og útlitseinkenni eins og til dæmis skarð í vör. Aníta Sól Baráttan við kerfið lýjandi. Guðrún Helga Harðardóttir „Þegar þú greinist með þekktari sjúkdóma virkar kerfið nokkuð hratt.“ mynd SiGtryGGur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.