Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 18
18 sport Helgarblað 1. desember 2017 Ó lafur átti einnig farsælan feril sem leikmaður og lék 14 A-landsleiki. „Ég var valinn í liðið þegar það voru æfingaleikir en þegar stóru leik- irnir voru og kanónurnar mættu þá var hlutskipti mitt að vera bekknum eða eitthvað í þeim dúr. Þegar ég hugsa til baka, þá hefði ég sem þjálfari eflaust orðið pirr- aður á mér sem leikmanni. Ég hefði átt að gera alvöru atlögu að sæti. Kannski var getan ekki næg til þess,“ sagði Ólafur þegar blaða- maður DV settist niður með hon- um í Kaplakrika í vikunni. Ætlaði í nám en endaði í atvinnumennsku Árið 1997 hafði Ólafur leikið með KR í tvö ár en flutti til Danmerkur og fór í atvinnumennsku. „Það er skondin saga, 1996 og 1997 voru átakatímabil. Luka Kostic var lát- inn fara og það var umbrota- tími í KR og þurfti að hrista upp í hlutunum. Ég og fyrrverandi kona mín vorum orðin þreytt á því að vera hér heima, við vorum með fjölskyldu og það voru æfingar á kvöldin. Hún hafði ákveðið að fara í framhaldsnám í Árósum og ég fylgdi með. Mér fannst það bara spennandi. Ég ætlaði mér sjálfur á skólabekk og ákvað svo að láta á það reyna hvort ég mætti ekki Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Eins og uppvakningur eftir að hafa misst bróður sinn Ólafur Helgi Kristjánsson var á dögunum ráðinn þjálfari FH í efstu deild karla í knattspyrnu. Ólafur er einn allra færasti þjálfari Íslands en snýr nú heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Ólafur sagði upp starfi sínu hjá Randers í október og er nú kominn þangað sem ferillinn hófst. Ólafur er FH-ingur í húð og hár, en hér heima er hann þekktastur fyrir starf sitt hjá Breiðabliki þar sem hann stýrði liðinu að bikar- og Íslandsmeistaratitli, þeim fyrstu í sögu félagsins. „Stundum hefur verið sagt að ég sé hrokafullur. Það er merkilegt að það hefur aldrei verið sagt um mig í Danmörku. M y n d S ig tr y g g u r A r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.