Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Page 36
36 menning Helgarblað 1. desember 2017 S teypuklumpar, 24 að tölu, eftirlíking af heimsþekktum minnisvarða um gyðingana sem létust í helförinni, voru í síðustu viku settir upp í bakgarði þýsks stjórnmálamanns sem sagði fyrr á þessu ári að þjóðin ætti að hætta að velta sér upp úr aðgerð- um nasista í seinni heimsstyrj- öldinni. Það er lista- og aðgerða- hópurinn Miðstöð fyrir pólitíska fegurð sem stendur fyrir gjörn- ingnum en með hópfjármögnun stefnir hópurinn á að tryggja að minnismerkið haldist í bakgarði stjórnmálamannsins næstu fimm árin. Helförin má ekki gleymast Það er ekki óvenjulegt að styr standi um minnisvarða, enda má segja að með þeim greypi hópur tilteknar sameiginlega frásagnir í efnislegt umhverfi sitt – frásagnir um hetjudáðir og hörmungar sem minnast ber. Hvers lags og hvaða frásagnir verðskulda fastan stað í götumyndinni eða landslaginu er oft umdeilanlegt og vekur reglu- lega upp deilur milli andstæðra hópa, nú síðast þegar kynþátta- hatarar mótmæltu niðurrifi stytta af herforingjum Suðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni í Charlottesville og víðar. Tilgangur margra þeirra minnis merkja sem komið hefur verið upp í Þýskalandi í kjölfar síð- ari heimsstyrjaldarinnar hefur ekki verið að upphefja athafnir lands- manna heldur þvert á móti að minna vegfarendur á það hvernig hugmyndafræði þjóðernis- og kynþáttahyggju leiddi til einhverra allra grimmúðlegustu þjóðernis- hreinsana mannkynssögunnar. Það hefur verið almennt samþykkt viðhorf í Þýskalandi að sá hryll- ingur megi alls ekki gleymast, svo sagan endurtaki sig ekki. Í fyrsta skipti í eftirstríðssögu Þýskalands eru hins vegar farnar að heyrast, og verða háværar, raddir þeirra sem mótmæla þess- um viðtekna sannleik. Áhrifaríkt minnismerki „Við Þjóðverjar erum eina þjóðin sem hefur komið fyrir skammarminnisvarða í hjarta höfuðborgar sinnar,“ sagði Björn Höcke, stjórnmálamaður úr harð- línuarmi þýska þjóðernisflokks- ins, Nýr valkostur fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) í ræðu í Dresden í janúar. Minnisvarðinn sem um ræðir, Minnisvarði um hina myrtu gyðinga Evrópu, er hannaður af bandaríska arkitektinum Peter Eisenmann og opnaður árið 2005. Hann samanstendur af 2.711 mis- háum gráum steinsteypustöpl- um á 19 þúsund fermetra svæði rétt sunnan við Brandburghliðið í Mitte, miðborg Berlínar. Hægt er að ganga á milli stöplanna sem hækka í miðjum minnisvarðanum og verða hæstir tæplega fimm metrar. Minnismerkið er hálfgert völundarhús sem fólk getur vafrað um og hefur oft verið sagt líkjast kirkjugarði. Þetta er áhrifaríkt og tignarlegt en um leið abstrakt og órætt. Þó að minnismerkið sé heims- þekkt og sé einn helsti ferða- mannastaður Berlínar eru ekki allir jafn sáttir við frásögnina sem það stendur fyrir. Í ræðu sinni fyr- ir stuðningsmenn AfD í Dresden sagði Höcke að Þjóðverjar þyrftu að hætta að skamm- ast sín fyrir það sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni – taka „180 gráðu snúning í póli- tík minninganna,“ eins og hann orð- aði það. Í því sam- hengi nefndi hann sérstaklega minn- ismerkið í miðbæ Berlínar og kallaði það „skammarminn- isvarða“. Ræða Höckes vakti hörð við- brögð í Þýskalandi, jafnvel í hans eigin flokki sem hefur á undan- förnum árum unnið að því að gera ímynd sína ásættanlegri fyrir meginstraum þýskra kjósenda – yfirlýsingarnar þóttu ekki við- eigandi í þeirri ímyndarherferð. Ýmsir frammámenn úr hófsam- ari arminum fóru fram á að Höcke yrði vikið úr flokknum, en það varð þó ekki niðurstaðan. Þegar allt kom til alls virðast orð hans heldur ekki hafa skaðað flokkinn enda varð AfD í september fyrsti yfirlýsti þjóðernisflokkurinn til að fá þingmenn kjörna á þýska þing- ið síðan 1960. Vilja muna og koma í veg fyrir endurtekningu Nú hefur pólitískur listahópur (eða listrænn hópur aðgerða- sinna) sem kallar sig Miðstöð fyr- ir pólitíska fegurð (þ. Zentrum für politishce Schönheit), brugð- ist við orðum Höcke með eigin skammarminnisvarða. Hópurinn hefur leigt næstu lóð við hús Höckes í smábænum Bornhagen og setti í vikunni upp 24 steinsteypuklumpa, í líkingu við þá sem mynda helfararminn- isvarðann í Berlín, rétt fyrir utan eldhúsgluggann hjá honum. „Hann verður bara að sætta sig við það að nágrannar hans álíta helfararminnismerkið ekki vera „skammarminnisvarða“, heldur vilja reyna að muna það sem gerðist og koma í veg fyrir að það gerist á ný,“ segir Philipp Ruch, leikhúslistamaður og yfirlýstur forsprakki hópsins. Það eru tíu mánuðir frá ræðu Höckes í Dresden en Ruch segir hana einfaldlega hafa hreyft svo við meðlim- um hópsins að þeir hafi séð sig knúna til aðgerða: „Við erum hægari en fjölmiðlar en við förum líka mun dýpra í málin.“ Með hópfjármögnun á netinu hefur hópurinn tryggt að hægt verði að halda lóð nágrannans í leigu og „garðskreytingunni“ standandi í að minnsta kosti tvö ár, en hópurinn stefnir á að safna nægu fjármagni fyrir fimm ára leigu. Minnisvarðinn gæti því staðið í Bornhagen til ársins 2022. Meðlimir hópsins hafa þó lofað að fjarlæga hann ef Höcke fellur á hné fyrir framan hann og viðurkenni glæpi helfararinnar, á sama hátt og fyrrverandi kanslari Vestur- Þýskalands, Willy Brandt, gerði árið 1970 þegar hann heim- sótti minnisvarða um uppreisn gyðinga í gettóinu í Varsjá í Pól- landi. Listaverk sem bjarga mannslífum Á undanförnum árum hefur Mið- stöð fyrir pólitíska fegurð reglu- lega vakið athygli og umræðu í Þýskalandi og víðar fyrir gjörn- inga sína, listrænar pólitískar að- gerðir sem vakið hafa athygli á stöðu flóttamanna, banvænu viljaleysi alþjóðasamfélagsins til að bæta hana og uppgangi þjóðernis hyggju í Evrópu. Á 25 ára afmæli falls Berlínarmúrsins færði hópurinn til dæmis minnis- varða um þá sem létust við að reyna að komast yfir Berlínar- múrinn og komu fyrir hjá flótta- fólki sem stefndi yfir víggirt landa- mæri Evrópu. Hópurinn segist vera „árásarteymi sem rannsakar sið- ferðilega fegurð og mannlegan mikilfengleik í stjórnmálum,“ og segist skapa ögrandi og jafn- vel meiðandi listaverk til að að bjarga mannslífum. „Við þurfum að vera ágeng til að tryggja mann- réttindi. Sagan hefur sýnt að oft sé nauðsynlegt að hunsa lögin til að bjarga mannslífum, það eru fjölmörg dæmi um slíkt frá tíma Þriðja ríkisins. Við teljum að þetta hafi ekki breyst,“ sagði Cesy Leonard, einn forsprakka mið- stöðvarinnar, í samtali við DV árið 2014. n „Við Þjóðverjar erum eina þjóðin sem hefur komið fyrir skammarminnisvarða í hjarta höfuðborgar sinnar. Má aldrei gleymast Tilgangur minnisvarðans um hina myrtu gyðinga Evrópu er koma í veg fyrir að hryllingurinn gleymist og endurtaki sig. Minnisvarði í garðinum Nýr minnisvarði hefur verið byggður á næstu lóð við heimili þjóðernis- sinnaða stjórnmálamannsins Björns Höcke, en hann hefur sagt minnisvarðann um fórnarlömb helfararinnar í Berlín vera skammarminnisvarða fyrir þýsku þjóðina. Hægri-öfgamaður Einn öfgafyllsti og mest áberandi meðlimur þýska þjóðernisflokksins, Alternativ für Deutschland, Björn Höcke, er nú skotspónn pólitíska listahópsins Miðstöð fyrir pólitíska fegurð. Minnisvarði um helförina reistur í garði þjóðernissinna Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is n Stjórnmálamaður úr AfD sagði minnisvarða um helförina óþarfan n Listamenn settu upp svipaðan minnisvarða í bakgarðinum hans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.