Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 62
He lgar ma tur inn Vikublað 1. desember 2017 12 Lokkandi Lakkrístoppar og gómsætar gyðingakökur Sigurður Alfreð Ingvarsson bakari gefur lesendum Birtu girnilegar smákökuuppskriftir. Myndir Sigtryggur Ari Lokkandi Lakkrístoppar og gómsætar gyðingakökur sigurður alfreð í Björnsbakaríi gefur lesendum Birtu uppskriftir að vinsælum smákökum Lakkrístoppar voru ekki meðal þeirra uppskrifta sem birtust í Kvennafræðaranum árið 1888. Lakkrístoppar eru nýir af nálinni í samanburði við gyðinga- kökurnar en síðustu 100 árin hefur verið rík hefð fyrir smákökubakstri á íslenskum heimilum fyrir jól. Hér áður fyrr lögðu konur einnig gríðarlegan metnað í að baka sem allra flestar smáköku- sortir. Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur útskýrir hefðina á Vísindavefnum þar sem hann segir að svo virðist sem íslenskar húsmæður hafi, á fyrri hluta 20. aldar, byrjað að fá langþráða útrás fyrir innibyrgða sköpunargáfu með kökubakstri vikurnar fyrir jól. Ástæðuna megi rekja til þess að landanum bárust nýstárlegri hráefni en áður höfðu þekkst og þá höfðu flest heimili eignast eldavél meðan áður var eldað á hlóðum. Svo voru það matreiðslubækur á borð við Kvennafræðarann, sem varð mjög útbreidd enda kom hún fjórum sinnum út á árunum 1888 til 1911, aukin og endurbætt í hvert skipti. Þar mátti meðal annars finna uppskriftir að gyðingakök- um, piparkökum, hálfmánum, vanilluhringjum og öðru jólagóð- gæti sem landinn er enn að gæða sér á tæplega 130 árum síðar. Sigurður Alfreð Ingvarsson hefur staðið við bakaraofnana hjá Björnsbakaríi síðustu 25 árin og hér gefur hann lesendum Birtu tvær girnilegar uppskriftir að smákökum sem löngum hafa fengist í bakaríinu fyrir jól, lakk- rístoppum og gyðingakökum. Lakkrístopparnir voru fyrst bakaðir fyrir rúmum áratug en aðrar smákökur í bakaríinu eru flestar af gamla skólanum. „Yfirleitt eru ljósar smákökur mjög vinsælar í kringum jólin, gyðingakökur og vanilluhringir til dæmis. Hver einustu jól íhugum við bakararnir að gera nýjar upp- skriftir en fólkið sem verslar við okkur virðist elska þessar gömlu hefðir og því höldum við yfirleitt bara fast í þær,“ segir Sigurður. Spurður að því af hverju gyðingakökurnar dragi nafn sitt segir hann hlægjandi að það sé ekkert sem tengist gyðingum í þessum smákökum þótt það sé vissulega vanilla í vanilluhringjum og lakkrís í lakkrístoppum. „Ég þarf líklegast að leggjast í smá rannsóknarvinnu til að vita hvaðan þetta nafn kemur,“ segir bakarinn káti að lokum. Um 130 stk. úr uppskriftinni. inniHaLd n Sykur 250 g n Smjör 375 g n Hveiti 500 g n Egg 2 stk. n Egg til penslunar 2 stk. n Heslihnetur sneiddar 150 g n Sykur 50 g aðFErð Allt sett saman í hrærivél og hnoðað þar til það er komið saman. Deigið tek- ið og sett í skál. Plastfilma sett yfir og geymt inni í ísskáp í að minnsta kosti þrjá tíma. Deigið tekið úr ísskápnum og aðeins hnoðað með höndunum til að mýkja það upp og svo rúllað með kökukefli eins þunnt og maður ræður við með hveiti sér við hlið. Stungið út með 5 sentimetra mynstruðum hring og raðað á bökunarplötu með pappír á. Egg brotin í skál og slegin saman með gaffli og svo eru kökurnar penslaðar með þeim. Heslihnetum og sykri blandað saman og sett ofan á hverja köku fyrir sig með teskeið. Svo er þetta bakað í um 8 mínútur á 240°C en fer samt eftir ofnum. Best er að fylgjast vel með þar til þær ná fallega brúnum lit í hliðarnar. gyðingakökur uppskriFt „Hver einustu jól íhugum við bakararnir að gera nýjar uppskriftir en fólkið sem verslar við okkur virðist elska þessar gömlu hefðir og því höldum við yfirleitt bara fast í þær. Lakkrístoppar Um 150 stk. úr uppskriftinni. inniHaLd n Eggjahvíta 3 stk. n Púðursykur 200 g n Rjómasúkkulaði 200 g n Lakkrískurl súkkulaði hjúpað 200 g aðFErð Eggjahvítum og púðursykri er þeytt saman þar til það er orðið stífþeytt. Rjómasúkkulaði er saxað niður og það sett út í ásamt lakkrískurli og hrært varlega saman með sleif. Setjið með teskeið á bökunarplötu með pappír. Bakið á 170°C í um 12–14 mínútur. sigurður aLFrEð ingvarsson Sigurður hefur staðið við bakaraofn-ana í Björnsbakaríi við Austurströnd í um 25 ár. Hann segist enn eiga eftir að komast að því hvers vegna gyðingakökur heita gyðingakökur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.