Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 38
KYNNINGARBLAÐ Helgarblað 15. desember 2017Múlinn Þú leggur til húsnæðið – Leigutekjur sjá um allt annað Fyrirtækið Leigutekjur, Ármúla 4, veitir heildarþjónustu til þeirra sem vilja leigja út frá sér hús- næði sitt til ferðamanna. Töluverð vinna fylgir slíkri umsýslu, finna leigj- endur, þrífa og skipta um á rúmum á milli leigjenda og svo framvegis. „Auk þess er það þannig að ef þú ert að fara í tveggja vikna utanlandsferð og ætlar að leigja út íbúðina eða húsið þitt til ferðamanna á meðan, þá er ekki auðvelt fyrir þig að taka á móti gestunum og standa í þrifum og að búa um rúm og þess háttar,“ segir Böðvar Rafn Reynisson hjá Leigu- tekjum en hann rekur fyrirtækið með Jórunni Steinsson. „Við tökum við lyklunum og sjáum um allan pakkann á meðan þú ert í fríi erlendis eða úti á landi. Við sjáum um allt ferlið frá upphafi til enda, komum á staðinn, tökum ljósmyndir og skráum eignina. Við sjáum um öll samskipti við ferðamennina, tökum á móti þeim og skiptum á rúmum og þrífum á milli gesta. Þetta er heildar- þjónusta,“ segir Böðvar og þarf sá sem vill leigja út frá sér í raun ekki að gera annað en hafa samband við Leigutekjur. Samkvæmt lögum hafa allir að uppfylltum einföldum skilyrðum heimild til að leigja út húsnæði sitt í 90 daga á ári eða fyrir 2 milljónir króna. Ef útleigan fer yfir þau mörk þarf að sækja um gistiheimilaleyfi. „Þó ber að sækja um leyfi hjá sýslu- manni fyrir heimagistingu sem er einfalt í sniðum og kostar bara nokkur þúsund á ári, en við getum einnig að- stoðað við þá umsókn. “ segir Böðvar. Leigutekjur vanda sig mjög við að finna góða og trausta leigjendur: „Við gerum okkur far um að finna trausta og góða leigjendur en ferðamenn fá einkunnir í einkunnakerfi Airbnb, sem er mikilvægur upplýsingabanki fyrir okkur. Ferðamaður fær t.a.m. ekki fimm stjörnu einkunn nema að hann sé fyrrirmyndarleigjandi.“ Allir þeir sem hafa áhuga á því að leigja húsnæði sitt til ferðamanna og næla sér þannig í drjúgar aukatekjur með þægilegum hætti án fyrirhafnar og streitu ættu að hafa samband við Leigutekjur í síma 519 8484 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið leigutekjur@leigutekjur.is. Böðvar og Jórunn reka einnig fyrir- tækið Itravel.is þar sem íslenskir sem erlendir ferðamenn geta bókað hina ýmsu afþreyingu og ferðir, en þau bjóða einnig erlendum ferðamönnum upp á heildarpakka í Íslandsferðum og eru því í miklum samskiptum við erlenda ferðamenn. Vinna starfsemi Itrvel og Leigutekna því vel saman. Böðvar segist finna fyrir mikilli eftir- spurn eftir Airbnb gistingu núna yfir hátíðirnar og því er þetta góður tími til að leigja út frá sér. Nánari upplýsingar um Leigutekjur er að finna á heimasíðunni leigutekj- ur.is og heimasíða Itravel er itravel.is. Jórunn Steinsson og Böðvar Rafn Reynisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.