Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 10

Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 10
10 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Jólafötin komin Glæsilegt úrval af jólagjöfum Hafnargötu 15 // Keflavík // Sími 421 4440 Munið gjafabréfin. Þau eru góð jólagjöf! „Bæjarstjórn [Sveitarfélagsins Garðs] hefur undanfarin ár haft það að megin markmiði að rekstur sveitarfélagsins skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu og að fjárfest- ingar séu fjármagnaðar með skatt- tekjum. Þessi markmið hafa náðst. Við lok þessa kjörtímabils mun núverandi bæjarstjórn skila af sér sveitarfélagi með stöðugan rekstur og mikinn fjárhagslegan styrk til að standa undir fjárfestingum næstu ára,“ segir í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs með fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2018 til 2021. Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða. „Með afgreiðslu fjárhagsáætlunar að þessu sinni eru ákveðin tímamót, þar sem áætlunin er sú síðasta sem núver- andi bæjarstjórn vinnur og afgreiðir. Þá felast ekki minni tímamót í því að þessi fjárhagsáætlun er sú síðasta sem unnin er í nafni Sveitarfélagsins Garðs, þar sem eftir sveitarstjórnar- kosningar í maí 2018 mun sveitar- félagið sameinast Sandgerðisbæ,“ segir jafnframt í bókuninni. Í rekstraráætlun fyrir árið 2018 eru heildartekjur A og B hluta áætlaðar 1.490 mkr. Þar af eru skatttekjur áætlaðar 903,7 mkr., eða 60,6% af heildartekjum. Framlög frá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga eru áætluð 383,6 mkr., eða 29,3% af heildartekjum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 113,3 mkr., eða 7,6% af heildartekjum. Rekstrarniður- staða rekstraráætlunar A og B hluta er áætluð 24,9 mkr. Rekstrarafgangur A hluta sveitarsjóðs er áætlaður 30,9 mkr. Heildareignir fyrir A og B hluta Sveitarfélagsins Garðs eru áætlaðar 3.323,4 mkr. í árslok 2018. Áætlað er að heildar skuldir og skuldbindingar verði 602,6 mkr., þar af lífeyrisskuld- bindingar 238,5 mkr. og leiguskuld- binding 105,4 mkr. Vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir 58,9 mkr. í árslok 2018. Hlutfall heildar skulda og skuldbindinga af heildartekjum (skuldahlutfall) er áætlað að verði um 40% í árslok 2018 og í árslok 2021 um 36%. Veltufé frá rekstri í áætlun fyrir A og B hluta er áætlað 142,3 mkr., eða 9,6%. Veltufé frá rekstri samtals árin 2018-2021 er áætlað alls 624,2 mkr. Handbært fé frá rekstri er áætlað 136,3 mkr. árið 2018 og samtals 594,2 árin 2018-2021. Afborganir langtíma- lána eru áætlaðar 7,4 mkr. árið 2018. Fjárfestingar og framkvæmdir 2018 eru áætlaðar alls 170,5 mkr. Í árslok 2018 er áætlað að handbært fé nemi 372,6,mkr. og 507 mkr. í lok áætlunar- tímabilsins árið 2021. Bæjarstjórn þakkaði á fundinum bæjarstjóra, starfsfólki á bæjarskrif- stofu og forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins fyrir vandaða og góða vinnu við vinnslu fjárhagsáætlunar. Jafnframt þakkar bæjarstjórn fyrir ítarlega og faglega greinargerð bæjar- stjóra um fjárhagsáætlun. Góð sam- vinna og samstaða hefur verið um vinnslu fjárhagsáætlunar, sem leggur grunn að góðum árangri við að fylgja fjárhagsáætlun eftir. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hélt fund þann 5. desember sl. þar sem því var fagnað að fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar væri afgreidd. Fögnuðurinn var þó fyrst og fremst vegna þess að fjárhagslegum við- miðum sveitarstjórnarlaga um rekstarjöfnuð og skuldaviðmiðum hefur verið náð. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir árið 2018 og árin 2019 til 2022 var unnin með hliðsjón af tíu ára aðlögunaráætlun bæjarins 2012 til 2022 og gert var ráð fyrir því, við gerð áætlunarinnar árið 2012, að rekstarskuldaviðmiðum yrði náð á tímabilinu. Á þeirri áætlun var gert ráð fyrir að ná ákvæðum um rekstrar- jöfnuð og skuldaviðmið árið 2018 þannig að sveitarfélagið er tveimur árum á undan þeirri áætlun. Nýjar framkvæmdir verða á árinu 2018 í Sandgerði, meðal annars hefj- ast framkvæmdir við nýtt íbúahverfi ofan við Stafnesveg, umferðaröryggi við grunnskólann verður bætt með betri aðkomu bíla við Suðurgötu, endurbótum á suðurbryggju Sand- gerðishafnar verður haldið áfram, lokið verður við útrás fráveitu sem mun uppfylla umhverfiskröfur og þá verða göngustígar malbikaðir. Bæjarstjórn og bæjarstjóri fagna því sérstaklega að fjárhagslegum mark- miðum skuli náð nú við framlagningu síðustu fjárhagsáætlunar Sandgerðis- bæjar. Fjárhagslegum markmið- um Sandgerðisbæjar náð Skila af sér sveitarfélagi með stöðugan rekstur og mikinn fjárhagslegan styrk

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.