Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Síða 12

Víkurfréttir - 13.12.2017, Síða 12
12 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Það er fátt sem minnir meira á jólin en greniilmur. Fyrir jólin koma líka fáir aðrir til greina en Kiwanismenn í Keili í Reykjanesbæ þegar kemur að því að kaupa jólatré, hvort sem það er norðmannsþinur, rauðgreni eða íslensk fura. Jólatréssala Kiwanisklúbbsins Keilis er hafin en Kiwanismenn hafa í gegnum áratugina séð Suðurnesja- mönnum fyrir lifandi jólatrjám sem þeir annars vegar flytja inn frá Danmörku og einnig selja þeir íslenska furu. Furan var hoggin um síðustu helgi í Þjórsárdal og kom á sölustað Kiwanis núna á þriðjudaginn. Þeir Ingólfur Ingi- bergsson forseti Keilis og Arnar Ingólfsson tóku galvaskir á móti b l a ð a m a n n i Víkurfrétta þegar jóla- tréssalan opnaði. Þeir höfðu nýlokið við, ásamt öðrum Kiw- anisfélögum sínum, að stilla upp sýnishornum af trjánum sem eru í ýmsum stærðum á sölusvæðinu sem er í Húsa- smiðjunni í Reykjanesbæ. Fulltrúar frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Fjölskyldu- hjálp í Reykjanesbæ voru komnir til að taka við stuðningi frá Kiwanisklúbbnum Keili. Þarna endur- speglast einmitt tilgangurinn í því að selja Suðurnesjamönnum jólatré. Afraksturinn fer til góðra málefna á Suðurnesjum. Þannig hafa bæði Fjöl- skylduhjálp og Velferðarsjóður Suður- nesja notið góðs af þessu verkefni Kiwanis síðustu ár. Bæði hafa fjár- framlög og gjafabréf á jólatré runnið til þessara aðila. Þá eru Kiwanismenn einnig duglegir að veita fé í ýmiskonar líknarmál og samfélagsverkefni. Þær Þórunn Þórisdóttir frá Vel- ferðarsjóði Suðurnesja og Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjöl- skylduhjálp í Reykjanesbæ tóku við gjafabréfum og þökkuðu Kiwanismönnum stuðninginn um leið og þær stilltu sér upp til myndatöku með þeim Ingólfi Ingi- bergssyni forseta Keilis og Arnari Ing- ólfssyni formanni styrktarnefndar. Þær Þórunn og Anna Valdís voru ný- farnar úr húsi þegar Erlingur Hannesson Kiwanismaður mætti í hús. Hann hefur tekið þátt í jólatréssölunni í ófá ár. Erlingur var varla kominn á bak við afgreiðsluborðið þegar fyrstu viðskiptavinirnir komu í hús. Passlega stórt tré var valið, það sett í net, greitt fyrir og allir ánægðir. „Þessum peningum er vel varið hjá Kiwanismönnum,“ sagði kátur viðskiptavinurinn sem heyrðist þó bölva aðeins þegar jólatrénu var stungið í skottið og það reyndist erfitt að loka. „Ertu ekki búinn að taka myndir af krossunum og greninu?,“ spurði Erlingur blaðamann. Blaðamaður svaraði játandi og hafði nýlokið við að smella myndum af grenikrossum Líknandi jólatré hjá Kiwanis 600 jólatré bíða nýrra eiganda og hugsað að „það verður hausverkur að klippa þetta út í fótósjopp“. Töluverð umræða hefur verið á sam- félagsmiðlum síðustu daga um þá staðreynd að Kiwanismenn hafa fengið samkeppni í jólatréssölunni frá nýju Iceland versluninni í bænum. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem klúbburinn fær samkeppni um sölu jólatrjáa. Fyrir mörgum árum ætlaði Hjálparstofnun kirkjunnar að selja tré við Samkaup en þeir fé- lagar rifja upp að svo mörgum trjám var stolið frá þeirri sölu að stofnunin gafst upp og kom til Kiwanismanna og gaf þeim restina af trjánum. Þá ætlaði Húsasmiðjan og Blómaval að hefja sölu jólatrjáa í samkeppni við Kiwanis. Það féll í grýttan jarðveg hjá bæjarbúum og endaði með því að Kiwanismenn fengu aðstöðuna hjá Húsasmiðjunni til að selja sín tré. Þar eru Kiwanismenn í dag og treysta á að geta selt Suðurnesjamönnum um 600 jólatré í ýmsum stærðum nú fyrir jólin. Sölustaðurinn í portinu hjá Húsa- smiðjunni á Fitjum er opinn virka daga kl. 17-20 en um helgar er opið kl. 14-20. Allur ágóði rennur til líknar- mála á Suðurnesjum. Þær Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ tóku við gjafabréfum og þökkuðu Kiwanismönnum stuðninginn um leið og þær stilltu sér upp til myndatöku með þeim Ingólfi Ingibergssyni forseta Keilis og Arnari Ingólfssyni formanni styrktarnefndar. F.v.: Arnar, Anna Valdís, Þórunn og Ingólfur. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Kiwanisklúbburinn Hof í Garði fagnar 45 ára afmæli um þessar mundir en klúbburinn var stofnaður árið 1972. Haldið var upp á tímamótin þann 12. nóvember sl. og gestum boðið í kaffiveitingar í félagsheimili Hofs í Garðinum. Forsetar Ægissvæðis mættu í afmælishófið, einnig um- dæmisstjórinn Konráð Konráðsson og Björn B. Krist- insson svæðisstjóri. Gestir í afmælisveislunni voru vel á fjórða tuginn. Við þetta tækifæri veitti Kiwanisklúbburinn Hof styrki. Fjórir aðilar hlutu styrkina. Þeir Gísli Steinn Þórhalls- son og Tómas Poul Einarsson, sem báðir hafa greinst með krabbamein hlutu styrki eins og unglingastarf Útskálasóknar og Nesvellir í Reykjanesbæ. Samtals voru styrkirnir upp á 300 þúsund krónur. Hof fagnar 45 ára afmæli og veitti fjóra styrki Arnar Ingólfsson, Erlingur Hannesson og Ingólfur Ingibergsson. Hér er mjög vinsæl stærð af jólatrjám. Passlegt fyrir þig?

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.