Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Side 40

Víkurfréttir - 13.12.2017, Side 40
40 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. „Starfið mitt er rosalega fjölbreytt. Fyrst og fremst sé ég um tæknimál á viðburðum. Ég geri sviðið klárt eftir umfangi viðburðarins, geri hljóðprufu þegar þess þarf og svo sit ég yfir á meðan viðburður er í gangi. Ef ég sé sjálfur um hljóðið þá passa ég líka upp á það að ljós séu rétt sett upp og ræð einhvern ljósamann til þess að keyra þau. Svo sé ég um allan tæknibúnað í húsi Hljómahallar, allt frá því að skipta um ljósaperu í loftinu yfir í að yfirfara hljóðbúnaðinn.“ Áhugi Þórhalls á starfi hljóðmanns kviknaði þegar hann aðstoðaði vini sína, þegar hann var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, við það að setja upp hina ýmsu viðburði fyrir skólann. „Út frá því tók ég að mér nokkur verkefni sem verktaki, bæði við hljóð og ljós.“ Árið 2015 flutti Þórhallur svo til Manchester þar sem hann lærði hljóðblöndun. Hann þurfti þó að hætta fljótlega vegna fjárhags- vandræða, en þegar hann flutti heim fékk hann starf í Hljómahöll. „Þar fékk ég tækifæri til að afla mér reynslu sem hljóðmaður á alls konar viðburðum. Þá var ekki aftur snúið.“ Hann segir frábært að vinna í Hljómahöll. „Ég vinn með yndislegu fólki og það er geð- veikt að fá að taka þátt í starfinu sem er í gangi í þessari menningarmiðstöð Reykja- nesbæjar.“ Í Hljómahöll hefur Þórhallur til dæmis fengið að hljóðblanda tónleika hjá Amabadama, Jóni Jónssyni, Friðriki Dór, Dúndurfréttum, heiðurstónleika Trúbrots og svo lengi mætti telja. Aðspurður hvaða verkefni hafi verið skemmti- legust nefnir Þórhallur til að mynda tónleika Valdimars í Hljómahöll í fyrra sem hann segir með skemmtilegri tónleikum sem hann hefur hljóðblandað, en hann hefur einnig aðstoðað Hljóðblandar beina útsendingu Mammút hjá KEXP útvarpsstöðinni í Seattle. Þórhallur Arnar tók á móti Víkurfréttum í Hljómahöll. VF-mynd: Sólborg Ég vinn með yndislegu fólki og það er geðveikt að fá að taka þátt í starfinu sem er í gangi í þess- ari menningarmiðstöð Reykjanesbæjar. Hljóðmaðurinn Þórhallur Arnar stefnir langt í bransanum Maðurinn á bak við tjöldin - Þórhall dreymir um að ferðast um heiminn og hljóðblanda fyrir tónlistarmenn „Draumurinn er að fá að ferðast um heiminn sem hljóð- maður hjá einhverri hljóm- sveit eða listamanni,“ segir Þórhallur Arnar Vilbergsson, en í dag starfar hann sem alhliða tæknimaður og verk- efnastjóri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og tekur þar að auki að sér verkefni sem hljóð- og ljósamaður fyrir hljóm- sveitir og tónlistarmenn. Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is VIÐTAL

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.