Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 52

Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 52
52 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Það var ekki að spyrja að Suðurnesja- mönnum, sérstaklega þeim sem eiga ættir að rekja í Hafnir, að þeir fjöl- menntu á Nesveginn. Þar var líka ein- stakur Jólabasar með handverki og listmunum frá Hafnabúum og öðru Suðurnesjafólki, ásamt skemmti- legum lífsstílsvarningi sem tengdur er Höfnum. Rut Ingólfsdóttir listakona var með Lækjarbakkafjölskylduna í félags- heimilinu. Það eru litríkir skúlptúrar úr pappamassa. Valgerður Guðlaugs- dóttir var á staðnum með jólaketti úr pappamassa og þrykkt og handlituð jólakort í númeruðu upplagi. Helgi Hjaltalín var með handgerð kort með vatnslitamyndum úr Höfnum og nágrenni. Einnig var Lilja Dögg Bjarnadóttir með ýmislegt sniðugt í pakkann eins og vinsælu púðana hennar og skartgripi. Elíza Newman seldi diska og vinyl plötur til sölu á gjafaverði, m.a ný endurútgefna fyrstu plötu Kolrössu Krókríðandi, Drápu. Ljósmyndari Víkurfrétta mætti á svæðið, drakk í sig stemmninguna, og smellti af meðfylgjandi myndum. Félagsheimili Hafna iðaði af jólalífi Menningarfélag Hafna stóð fyrir opnu jóla- húsi í félagsheimili Hafna að Nesvegi 4 á fyrsta sunnudegi í að- ventu. Boðið var upp á þægilega jólastemm- ingu og heimabakað bakkelsi, kaffi og kakó til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.