Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Qupperneq 55

Víkurfréttir - 13.12.2017, Qupperneq 55
55VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. dæmi er að koma vel út. Slíkir bílar keyra helling innanbæjar á rafmagn- inu sem er flott, eyða þannig miklu minna eldsneyti og menga minna.“ Færri á nöglum Þegar þeir félagar eru spurðir út í þróunina í hjólbörðum segir Þórður hana hafa verið mikla á undanförnum árum og almennt séu dekk betri og endist lengur. Þegar hann er spurður út í naglana á vetrardekkjum segir hann að þeim hafi fjölgað sem vilji naglalaus dekk. Hluti af þeirri ástæðu sé sú að göturnar séu „saltaðar“ mjög fljótt. „Þeim hefur fækkað sem vilja naglana og hér sunnanlands er nánast óþarfi að vera á nöglum en það er skiljanlegt að fólk vilji keyra á nöglum þar sem snjóar meira eins og til dæmis úti á landi. Það hefur orðið breyting og þróun í því hvernig naglar eru settir í dekkin, þeir eru t.d. ekki allir í sömu línu. Þá er minni hávaði frá nagladekkjum í dag. Það var lengi vel ansi mikill hávaði frá nagladekkjum en það hefur breyst. Almennt snýst þetta um um grip dekkjana, að það sé sem best og þróunin hvað það varðar hefur verið góð.“ Nokkur hrun Þórður hefur haldið utan um reikn- ingshald og fjármál fyrirtækisins og þegar hann er spurður út í reksturinn í dag og þegar þeir voru að byrja segir hann að þetta hafi verið upp og niður í gegnum tíðina. „Við höfum fengið nokkur „hrun“ á okkur á þessum langa tíma en líklega var síðasta bankahrun það erfiðasta. Maður tók eftir því þegar maður greiddi virðis- aukaskattinn, upphæðin var miklu lægri en fyrir hrun. Þar er púlsinn á rekstrinum. Hærri virðisauki þýðir að við höfum selt meira,“ segir Þórður og félagi hans liggur ekki á því varðandi reksturinn og bölvar því að trygg- ingagjaldið hafi ekki verið lækkað þrátt fyrir ítrekuð loforð um það. „Við höfum nokkrum sinnum verið nálægt því að loka „sjoppunni“. Við höfum þurft að vinna launalausir. Það hafa komið dýfur þegar illa hefur árað í atvinnulífinu og fyrirtæki hafa lokað, við höfum ekki fengið okkar reikninga greidda. Við höfum nokkrum sinnum lent í erfiðleikum út af því en við erum hér enn,“ segir Björn. Þeir segja að fyrst eftir stofnun fyrirtækisins hafi reksturinn verið í járnum en alltaf hafi þeir komist í gegnum þetta. „Það var talsvert at- vinnuleysi og mikil verðbólga þann- ig þetta var enginn dans á rósum. Við erum nokkuð brattir núna og höfum notið þess að það er mikill upp- gangur á Suðurnesjum. Þá er kannski tækifæri til að fara að slaka aðeins á. Kannski hafa einhverjir áhuga á að kaupa þetta af okkur. Aðstæður eru alla vega betri núna en þegar við byrjuðum.“ Þeir félagar segjast hafa verið heppnir með starfsmenn. Á smurstöðinni hefur gamall starfsfélagi þeirra, Helgi Gunnlaugsson, verið með þeim nær alla tíð en á dekkjaverkstæðinu hafa ungir Pólverjar snúið hjólbörðum undanfarinn áratug. „Við höfum haft nokkra Pólverja í vinnu. Þeir eru mjög duglegir og þetta hefur gengið mjög vel. Þeir eru ágætir í íslenskunni þannig að samskiptin við viðskipta- vini ganga vel. Svo koma auðvitað margir samlandar þeirra hingað og finnst þægilegt að geta rætt við þá á pólsku.“ Skvísurnar á verkstæðunum Það er ekki hægt að sleppa þeim fé- lögum í þessu spjalli öðruvísi en að spyrja út gamla hefð. Af hverju hafa dagatöl með fáklæddum konum alltaf tengst dekkja- og smurþjónustufyrir- tækjum. Þeir félagar brosa og fara yfir breytingar í þeim málum. „Það hefur lengi verið einhver tenging í brans- anum við fallegt kvenfólk. Við sjáum það enn t.d. í formúlu kappakstrinum. Fyrstu árin fengum við dagatöl frá öllum framleiðendum en nú er þetta eiginlega búið. Þú finnur kannski eitt dagatal hjá okkur núna en þau voru fleiri í gamla daga,“ segja þeir félagar í lokin og brosa í kampinn. Fitjabakka Njarðvík ódýrt bensín Fitjabakka 2-4 Básinn Vatnsnesvegur 16 Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða. Við höfum nokkrum sinnum verið nálægt því að loka „sjoppunni“. Við höfum þurft að vinna launalausir. Það hafa komið dýfur þegar illa hefur árað í atvinnulífinu og fyrirtæki hafa lokað, við höfum ekki fengið okkar reikninga greidda. Við höfum nokkrum sinnum lent í erfiðleikum út af því en við erum hér enn. Björn og Helgi í kaffipásu á smurstöðinni. Þórður í afgreiðslunni. Félagarnir hafa verið í bransanum í 35 ár en eru til í að fara að slaka á núna. Pólsku starfsmennirnir hafa staðið sig vel. Marcin, Daniel, Tomek og Marek.Það er oft líf á dekkjaverkstæðinu þegar ný dekkjatíð gengur í garð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.