Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Side 58

Víkurfréttir - 13.12.2017, Side 58
58 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Englendingurinn Joe Hooley, hinn skap- heiti þjálfari Gullaldarliðs Keflavíkur árið 1973, mætti með nýjungar í knattspyrnu- þjálfun sem virkuðu vel. Var ósáttur með jafntefli í síðasta leik og rauk heim. Kefl- víkingar voru yfirburðalið árið með Hooley Þegar Keflvíkingar ræða gullöld knattspyrnunnar í bítlabænum kemur nafn enska þjálfarans Joe Hooley oft upp í umræðunni. Hann tók við liðinu fyrir leiktíðina árið 1973 en Keflavík hafði þá verið topp- lið á Íslandi og orðið Íslandsmeistari þrívegis á árunum 1964 til 1971. Joe tók til óspilltra málanna og Keflavík varð yfirburðalið í deildinni þetta ár og vann Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn. Endirinn á tímabilinu varð þó ekki í stíl við gang liðsins allt sumarið. Keflvíkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan. Jó- hann Sigurbergsson, nefndarmaður í knattspyrnudeild Keflavíkur hafði upp á Hooley og tók viðtal við hann sem var birt í blaði knattspyrnu- deildarinnar í sumar. Víkurfréttir fengu leyfi til að birta viðtalið. Joe Hooley kom til Keflavíkur fyrir tímabilið 1973. Á ferli sínum sem leikmaður lék hann með nokkrum neðri deildar liðum í Englandi en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun 28 ára vegna meiðsla. „Eftir að ferlinum lauk fór ég á nokkur námskeið og og ferðaðist vítt og breitt um England til að læra af öðrum þjálfurum. Ég lærði alltaf eitthvað af öllum sem ég hitti. Þó það væri bara eitthvað eitt þá gat ég nýtt mér það á mínum ferli,“ sagði Hooley um upphaf þjálfaraferils síns. Samkvæmt Tímaritinu Faxa frá því í febrúar þetta ár var það Allan Wade formaður enska þjálfarasambandsins sem átti stærstan þátt í því að hann kæmi til Íslands. Áður en Hooley kom til Íslands hafði hann þjálfað landslið Súdan á sumarólympíuleiknunum í Þýskalandi og verið þjálfari hjá Colc- hester í 4. deildinni á Englandi. Sá strax hæfileika í Keflavík „Enska knattspyrnusambandið bað mig um að taka að mér þjálfun lands- liðs Súdan fyrir sumarólympíuleikana 1972. Það voru þó nokkur tengsl á milli knattspyrnusambands Súdan og Englands og þeir báðu enska knatt- spyrnusambandið um hjálp svo þeir myndu ekki verða að athlægi á ól- ympíuleikunum og sérstaklega var þeim umhugað um að ná að standa í lappirnar á móti Rússum þar sem samskipti þjóðanna voru slæm á þeim tíma. Rússneska liðið var fullt af mönnum sem í raun voru atvinnu- menn en öll önnur lið á ólympíuleik- unum voru eingöngu skipuð áhuga- mönnum. Ég tók við liðinu 6 vikum áður en mótið hófst og við töpuðum öllum leikjum en naumlega og ég tel að liðið hafi komist nokkuð vel frá mótinu miðað við efni og aðstæður,“ sagði Hooley. En hvernig kom það til að hann kom til Íslands? „Enska knattspyrnusam- bandið lét mig vita af því að það væri lið á Íslandi sem vantaði þjálfara. Á Englandi voru bara 92 lið og því ekki um mjög marga kosti að ræða til að verða framkvæmdarstjóri hjá liði. Ég ákvað því að fara erlendis til að bæta í reynslubankann og gera mig að betri þjálfara. Þegar ég kom í heimsókn til Íslands sá ég strax að lið Keflavíkur á þessum tíma hafði burði til að verða mjög gott lið. Því ákvað ég að taka þessu tækifæri“. Joe HooleyÓI Á HÓLI Jói hafði upp á Jóa Jóhann Sigurbergsson, nefndarmaður í knattspyrnudeild Keflavíkur fann þjálfarann sem alltaf er talað um í tengslum við gullaldartímann í Keflavík. Segir hér frá því hvernig hann hafði upp á hinum 79 ára Englendingi sem þjálfaði Keflvíkinga 1973 „Þegar ég myndina af síð- asta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur uppi á vegg og fór að leita mér upp- lýsinga um það á vefnum. Þá sá ég að Joe Hooley var eingöngu 35 ára þegar hann stýrði liðinu. Það þýddi að hann væri mögulega enn á lífi 79 ára að aldri. Ég fór því á Fa- cebook að leita að honum og sendi skilaboð á ein- hverja „Hooley“ í von um að Joe væri afi eða pabbi þeirra. En ekkert gekk þar. Ég reyndar komst að þeirri niðurstöðu á einum tímapunkti að hann væri pottþétt látinn. Ég hætti samt ekki og ákvað að komast að því í versta falli hvenær hann lést þá. Ég var búinn að lesa mér til um allt sem hafði birst um hann í blöðunum á Íslandi á þessum tíma og þetta var greinlega alger snillingur en á sama tíma kolruglaður. Ég var því að gæla við að skrifa um hann smá greinarstúf og leitaði því frekari upp- lýsinga um hann á vefnum. Þar rakst ég á grein eftir breskan blaðamann sem hafði verið að búa til „hvar eru þeir nú“ grein um að mig minnir Barnsley lið frá því í fyrndinni. Þar kom nafn Hooley upp og tekið fram að hann byggi í Barns- ley. Þessi grein var ekki nema tveggja ára gömul og því veðraðist ég allur upp og setti aukinn kraft í leitina að manninum. Ég skráði mig á Whitepages í Englandi og þar gat ég fundið heimilisföng og símanúmer. Það voru tveir Joe Hooley skráðir til heimilis á einhverjum tímapunkti í Barnsley en engin númer voru tengd þeim. Ég fann þá eftir þó nokkra símanúmeraleit númer hjá fyrirtæki sem hét Hooley´s Roofing Services. Ég þóttist vera búinn að ná því að það fyrirtæki væri í eigu Joe Hooley yngri sem er þekktur vandræðagemsi í Barnsley miðað við fréttir. Ég ákvað því einn morguninn að hringja í númerið til að reyna að grafast fyrir um föður eigandans. Þegar svarað var í símann af eld- hressum breskum manni spurði ég hvort viðkomandi kannaðist við Joseph Winston Hooley sem hafði þjálfað lið Keflavíkur á Íslandi árið 1973. „Yes that was me“ var svarið. Það kom mér mjög á óvart enda bjóst ég ekki við því að hann væri enn að vinna og hvað þá reka fyrirtæki. En ég var algerlega óundirbúinn undir viðtal á þessum tíma og spurði hann því hvort ég mætti ekki hringja í hann næsta dag og spjalla við hann í klukkutíma. Hann var alveg klár í það og viðtalið tók ég svo daginn eftir. Sé eftir að hafa ekki tekið það upp og hreinlega að hafa ekki farið út og hitt manninn því hann var merkileg týpa og greinilega enn með öll ljós kveikt. Ég hafði svo í millitíðinni talað við nokkra fyrrverandi leikmenn, Guðna Kjartans, Kalla Hermanns, Lúðvík Gunnars og einhverja fleiri. Þar fékk ég meira insider info en blöðin á þessum tíma gátu gefið um hvernig hann var í raun og veru. Það var alveg magnað að sama við hvern ég talaði þá töluðu allir því- líkt vel um hann, þrátt fyrir að hann hefði farið í fússi og nánast skilið þá eftir í skítnum fyrir mikilvægan evrópuleik, svo svikið KR og svo hætt á miðju tímabilil þegar hann kom aftur. Þegar ég spurði hann útí leiðinlegri hlutina sem ég hafði lesið um og heyrt af þá vildi hann ekki mikið ræða það. Gullaldarlið Keflavíkur 1973 með Joe Hooley þjálfara og Hafsteini Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar, oft nefndur „guðfaðir“ knattspyrnunnar í Keflavík. Úrklippa úr dagblaðinu Vísi með frásögn og mynd frá komu Hooley til Keflavíkur. Leikmenn og Hafsteinn Guðmunds tóku á móti þeim enska í flugstöðinni.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.