Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 63

Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 63
63ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Hollt, gott og heimilislegtSkólamatur ehf. Iðavöllum 1, 230 Reykjanesbær I Sími 420 2500 I www.skolamatur.is EMBLA KOMIN HEIM Embla Kristínardóttir hefur nú skrifað undir samning við körfu- knattleiksdeild Keflavíkur og mun spila með Keflavík út tímabilið. Þetta staðfestir Sverrir Þór Sverris- son, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir. Embla rifti samningi sínum við lið Grindavíkur fyrir stuttu en hún segir ástæðu þess hafa verið ósætti milli sín og spilandi þjálfara liðsins, An- gelu Rodriguez. Embla hafði verið sterk með liði Grindavíkur í vetur og meðaltal hennar 21 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leik. Þá er hún einnig efst í framlagi leikmanna fyrstu deildarinnar með 27,2 stig. Hún mun nú leika í Domino’s-deildinni það sem eftir er af tímabilinu. Sverrir Þór segist mjög ánægður að fá Emblu heim til Keflavíkur. „Hún er frábær leikmaður með mikla reynslu og leikstíll hennar hentar okkar liði vel.“ Emelía sleit krossbönd Einn af mikilvægustu leikmönnum Keflavíkur, Emelía Ósk Gunnars- dóttir, sleit krossbönd fyrir stuttu og mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu og segir Sverrir það góðar fréttir í kjölfarið að fá Emblu í liðið. Jón Axel Guðmundson gerir það gott í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum Lék fyrir framan besta leikmann sögunnar - Michael Jordan sat á áhorfendapöllum Davidson Grindvíski körfuboltakappinn Jón Axel Guðmundsson hefur verið að gera góða hluti með liði sínu Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Hann hefur spilað fyrir framan Michael Jordan og Stephen Curry en hinn síðarnefndi stundaði líka nám og lék körfu með Davidson háskólanum. Jón Axel mun ekki koma til Íslands um jólin vegna körfuboltaleikja en fer þess í stað til Hawaii til að spila í jólamóti. Tímabilið er ansi langt hjá Jóni Axel og félögum, nokkrir leikir eru búnir af tímabilinu en þeir hafa tapað á móti tveimur liðum sem eru talin vera ein af 25 bestu liðunum í Ameríku í há- skólaboltanum. „Við töpuðum einum leik illa og við áttum alls ekki að tapa honum en það gerist stundum, annars er tímabilið okkar langt og strangt og stendur enn yfir. Við höfum mikla möguleika til að sanna okkur og von- andi gerum við það bara.“ Þeir sem þekkja til í körfuboltaheim- inum vita að „March Madness“ nýtur mikilla vinsælda vestanhafs en það er úrslitakeppnin í ameríska háskóla- boltanum og Jón Axel segir að það séu öll lið sem vilji spila þar og að mark- mið Davidson sé að komast þangað. „Ef við komumst í „March Madness“ þá ætlum við að reyna að valda eins miklum usla og við getum, ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að gera það.“ Ekki ómerkari nöfn en Michael Jor- dan og Stephen Curry hafa komið á leiki Davidson nýlega en Jón Axel segist ekki spá í því hverjir séu á áhorfendapöllunum hverju sinni. „Ég hugsa meira um það hverjir voru að horfa á leikinn þegar honum er lokið því þegar þú ert inn á vellinum ertu ekkert að hugsa um hverjir séu að horfa og hverjir séu ekki að horfa. Það er bara eitt sem maður hugsar um þegar maður er inn á vellinum og það er hvernig maður getur hjálpað liðinu sínu að sigra leikinn.“ Jón Axel hefur verið að spila vel í vetur en segist þó geta gert margt betur, það hafi tekið svolítinn tíma að verða einn af aðalmönnum liðsins og hann sé vanari því að vera „role player“. „Það eru nokkrir leikir búnir og ég verð bara að halda áfram að spila svona út tímabilið og vonast eftir því besta.“ Leikmaðurinn knái kemur ekki til Íslands um jólin þar sem Davidson spilar leiki yfir jóla- hátíðina. „Það vill svo til að við förum til Hawaii að spila á jólamóti um hátíð- irnar, þannig að þetta verða aðeins öðruvísi jól en ég er vanur, engin snjór bara sól og blíða.“ rannveig@vf.is UTANVALLAR AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.