Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 10
10 28. mars 2018fréttir Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is kvöld, að hann hefði ráðist á mig. Þetta endaði samt þannig að mað- urinn minn og konan voru flutt á slysadeild en ég var flutt á lög- reglustöð, sett í fangaklefa í 15 klukkutíma og yfirheyrð. Ég var mjög ringluð yfir því af hverju ég var tekin en ekki hann. Ég var í rosalega miklu áfalli og þó að ég hafi verið meidd þá hafði ég mest- ar áhyggjur af manninum mínum. Mér var þó ráðlagt af lögreglu að vera ekki í sambandi við hann og ég þurfti því að fá fréttir af honum utan úr bæ.“ Nara segir að það hafi ekki ver- ið fyrr en nokkrum dögum síðar, eftir að henni var sleppt úr varð- haldi, að hún fékk að vita frá sam- eiginlegum félögum um þann skaða sem maður hennar beið af tungubitinu. „Það var ekki fyrr en nokkru síðar að ég fékk að vita að það hefði ekki verið hægt að sauma hluta tungunnar aftur á.“ Í niðurstöðu dómsins kemur meðal annars fram:  „Læknir er annaðist brotaþolann hefur lýst því að mikinn bitkraft þyrfti til svo tungan færi alveg í sundur. Hefði læknirinn aldrei orðið vitni að slíku áður. Óhætt er að miða við að brotaþolinn B hafi verið að reyna að kyssa ákærðu þegar þessi atvik áttu sér stað.“ Heimilislaus Nara kveðst hafa staðið uppi heimilislaus og allslaus eftir at- vikið. Lögreglan hafi haldlagt vegabréf hennar og hún hafi því ekki getað farið úr landi. Eigin- maður hennar hafi haldið eft- ir greiðslukorti hennar. Hún hafi þurft að fá lánaða peninga til leigja herbergi á gistiheim- ili og jafnframt hafi hún þurft að leita á náðir Félagsmálastofnun- ar. Í nokkur skipti hafi hún þegið máltíðir hjá Hjálpræðishernum. Fyrir dómnum var lagt fram vottorð læknisvottorð vegna komu Nöru á slysadeild 3. nóv- ember 2017 þar sem meðal annars kemur fram að hún sé með eymsli yfir hryggjarliðum brjóskassa og eymsli yfir rifbeini, auk smá hrufls og marbletta á upphandleggjum á upphand- leggjum beggja vegna. „Ákærða muni þurfa á sjúkraþjálfun að halda til að ná sér að fullu af þeim meiðslum. Þá sé ótalinn sálrænn skaði sem af árásinni hafi hlotist,“ segir jafnframt í læknisvottorði. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að Nara skyldi sæta 12 mánaða fangelsi, en þar af eru 9 mánuðir skilorðsbund- ir. Þar að auki er henni gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni, hinum brotaþolanum í málinu 450 þúsund krónur. „Það kom mér ekki á óvart að ég skyldi vera kærð, enda skil ég að eftir að einhver hlýtur áverka þá þarf að rannsaka það og kom- ast að niðurstöðu. Ég bjóst samt alls ekki við að fá dóm enda gerði ég ráð fyrir að það yrði tekið til greina ofbeldið sem ég var beitt áður en þetta átti sér stað. Ég get sætt mig við það ef ég þarf að sitja inni en mér finnst það ömurlegt að vera komin á sakaskrá.“ Hún segir að henni hafi fundist sárt að horfa upp á eiginmann sinn í vitnastúkunni. „Mér fannst eins og hann væri að taka mína sögu og nota hana sér til framdráttar.“ Í niðurstöðu dómsins segir að tungubitið hafi haft mikil áhrif á líf eiginmanns Nöru. „Hann talaði öðruvísi og andlegar af- leiðingar hafi verið slæmar. Líf- ið hafi verið hrein martröð. Hann hafi verið frá vinnu í þrjár vikur vegna árásarinnar. Fyrst um sinn hafi hann einungis getað borðað eitthvað fljótandi. Í tvígang eftir árásina hafi hann farið til sál- fræðings. B kvað vel geta verið að hann hafi boðið upp á ,,skot“ heima hjá sér þessa nótt en hann hafi ekki sett neitt kókaín út í drykki fólks þessa nótt. Þá kvað B rétt vera er ákærða héldi fram að hann hafi einhverju sinni sett LSD út í te hennar. Hann hafi sagt henni frá því áður en hún hafi drukkið af teinu.“ Nara kveðst vinna að því þessa dagana að byggja sig upp andlega og líkamlega. Hún hefur jafn- framt tekið þá ákvörðun að áfrýja úrskurði héraðsdóms til Lands- réttar. „Ég fæ oft martraðir á nótt- unni og sé andlitið hans eins og ég man eftir því þetta kvöld. Það var ekki ásetningur minn að ráðast á eiginmann minn. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn, þetta voru bara mín viðbrögð. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt að bíta tunguna úr ein- hverjum. Ég sé afskaplega mikið eftir því sem gerðist og ég vildi óska að ég gæti tekið það til baka. Ég vildi óska að hann hefði leyft mér að fara úr húsinu þetta kvöld. Sem listamaður þá hef ég rödd og mig langar að nota hana til að hjálpa öðrum. Þetta gerðist og ég verð að sætta mig við það. En það hjálpar engum að sitja endalaust og dvelja við það sem er búið og gert.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.